Íbúar óttaslegnir vegna annarrar sprengjuárásar í Hraunbænum Bjarki Sigurðsson skrifar 15. desember 2022 15:30 Sprengjunni var kastað í íbúðina klukkan eitt í nótt. Myndin er frá vettvangi í Hraunbæ stuttu eftir að árásin var framin. Íbúi sem býr í porti þar sem eldur kom upp á svölum íbúðar við Hraunbæ í Árbæ segir árásina tengda hnífstunguárásinni á Bankastræti Club. Hann segir íbúa í nágrenni við íbúðina vera í ansi miklu sjokki. Einn aðili tengdur árásinni býr í íbúðinni. Þetta er í annað sinn sem sprengju er kastað í átt að umræddri íbúð. Í nóvember var molotov-kokteil kastað í glugga íbúðarinnar og var sú árás tekin upp á myndband. Myndband af þeirri sprengju má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kastaði bensínsprengju í fjölbýlishús Ekki er vitað hvernig sprengju var kastað í átt að íbúðinni í nótt en mikill reykur kom eftir að íbúar höfðu slökkt eldinn. Þá heyrðist mikill hvellur um Árbæjarhverfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist hvellurinn alveg frá Selási til Vorsabæjar. Hringurinn ofarlega fyrir miðju er þar sem sprengingin átti sér stað í Hraunbæ. Hávaði frá sprengingunni heyrðist þar sem hinir tveir hringirnir eru, Vorsabær í vestri og Selás í austri. „Það eru allir í frekar miklu sjokki. Ég veit að það er nýfætt barn í húsinu og aðrir krakkar. Þau forðast öll saman að vera heima um helgar ef einhver skildi vera heima,“ segir nágranni mannsins í samtali við fréttastofu. Annar nágranni sem fréttastofa ræddi við náði myndbandi af reyknum á svölunum í kjölfar sprengingarinnar. Sá segir að sonur sinn hafi vaknað grátandi. Sá nágranni segist ekki vera sérstaklega óttasleginn vegna ítrekaðar viðveru lögreglu í hverfinu. Klippa: Sprengju kastað á svalir íbúðar í Árbæ „Það er rosalega mikið verið að fylgjast með þessu svæði. Í annað hvert skipti sem ég lít út um gluggann er lögreglubíll að keyra framhjá,“ segir nágranninn. Íbúarnir sem fréttastofa ræddi við óskuðu eftir því að koma ekki fram undir nafni þar sem þau óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekki geta tjáð sig um það hvort sprengingin tengdist hnífaárásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 18. nóvember. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17 Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem sprengju er kastað í átt að umræddri íbúð. Í nóvember var molotov-kokteil kastað í glugga íbúðarinnar og var sú árás tekin upp á myndband. Myndband af þeirri sprengju má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Kastaði bensínsprengju í fjölbýlishús Ekki er vitað hvernig sprengju var kastað í átt að íbúðinni í nótt en mikill reykur kom eftir að íbúar höfðu slökkt eldinn. Þá heyrðist mikill hvellur um Árbæjarhverfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu heyrðist hvellurinn alveg frá Selási til Vorsabæjar. Hringurinn ofarlega fyrir miðju er þar sem sprengingin átti sér stað í Hraunbæ. Hávaði frá sprengingunni heyrðist þar sem hinir tveir hringirnir eru, Vorsabær í vestri og Selás í austri. „Það eru allir í frekar miklu sjokki. Ég veit að það er nýfætt barn í húsinu og aðrir krakkar. Þau forðast öll saman að vera heima um helgar ef einhver skildi vera heima,“ segir nágranni mannsins í samtali við fréttastofu. Annar nágranni sem fréttastofa ræddi við náði myndbandi af reyknum á svölunum í kjölfar sprengingarinnar. Sá segir að sonur sinn hafi vaknað grátandi. Sá nágranni segist ekki vera sérstaklega óttasleginn vegna ítrekaðar viðveru lögreglu í hverfinu. Klippa: Sprengju kastað á svalir íbúðar í Árbæ „Það er rosalega mikið verið að fylgjast með þessu svæði. Í annað hvert skipti sem ég lít út um gluggann er lögreglubíll að keyra framhjá,“ segir nágranninn. Íbúarnir sem fréttastofa ræddi við óskuðu eftir því að koma ekki fram undir nafni þar sem þau óttast um öryggi sitt og fjölskyldu sinnar. Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sagðist í samtali við fréttastofu í morgun ekki geta tjáð sig um það hvort sprengingin tengdist hnífaárásinni á skemmtistaðnum Bankastræti Club þann 18. nóvember.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Slökkvilið Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17 Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Kallað út vegna elds á svölum íbúðar í Árbæ Slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna elds á svölum íbúðar við Hraunbæ í Reykjavík upp úr klukkan eitt í nótt. 15. desember 2022 06:17
Myndskeið sýnir bensínsprengju kastað í hús Myndskeið gengur nú milli manna á samfélagsmiðlum þar sem einstaklingur sést kasta bensínsprengju á glugga fjölbýlisshúss. Talið er að um hefndaraðgerð sé að ræða sem tengist hnífaárásinni á Bankastræti Club síðastliðið fimmtudagskvöld. 23. nóvember 2022 10:44