Innlent

Skallaði lögregluþjón

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðal annars fékk lögreglan tilkynningar um börn að leik á ís.
Meðal annars fékk lögreglan tilkynningar um börn að leik á ís. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um mann í annarlegu ástandi í Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Þegar lögregluþjóna bar að garði skallaði maðurinn þó einn þeirra og var hann í kjölfarið handtekinn.

Þá barst tilkynning frá Hafnarfirði þar sem börn voru að kasta klaka í gæs í gær. Gæsin reyndist vængbrotin en ekki fylgdi sögunni í dagbók lögreglu hver örlög hennar urðu.

Í dagbók lögreglu er einnig sagt frá því að minnst tvær tilkynningar hafi borist vegna barna á ís. Önnur þeirra var frá Hafnarfirði og hin frá Vífilsstaðavatni.

Einnig barst tilkynning um að ekið hefði verið á gangandi vegfarenda í Mosfellsbæ.

Þá höfðu einhverjir áhyggjur af háværum hvell í Hafnarfirði en það reyndist vera gosflaska sem sprakk í frostinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×