Helgi Már eftir enn eitt tap KR: „Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig“ Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 15. desember 2022 20:56 Helgi Már, þjálfari KR. Vísir/Hulda Margrét „Bara hræðilega,“ sagði Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, þegar hann var spurður að því hvernig hann meti leikinn á móti Tindastóli í Subway-deild karla. KR tapaði að lokum, á heimavelli, með 27 stiga mun, lokatölur 77-104. Þegar hann var spurður út í frammistöðuna heilt yfir þá var það sama svar: „Hún var bara hræðileg.“ Tímabilið hjá KR hefur verið mikil vonbrigði. Hvað þarf að breytast? „Við þurfum að spila leikina af krafti. Við getum ekki slökkt á okkur. Við þurfum bara að vera lið. Við erum það ekki, því miður.“ Helgi var spurður að því hvort hann hefði íhugað að stíga frá borði. Örugglega velta því einhverjir fyrir sér hvort breytingu þurfi í þjálfaramálum. „Hef ég íhugað það? Nei. Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig. Ég sinn þessu starfi eftir bestu getu þangað til svo er ekki.“ Hefur trú á því að þessi hópur geti snúið við taflinu „Já, ég hef alltaf trú á því að góðir hlutir geti gerst þegar maður leggur sig fram. Auðvitað er maður jákvæður. Auðvitað er ég áhyggjufullur. Við erum búnir að vera mjög slakir í mörgum leikjum. Við áttum svo fínan leik á móti Hetti en dettum svo í sama farið núna. Ég er áhyggjufullur, en þetta lið getur gert fullt af hlutum ef við spilum eins og menn.“ KR er sigursælasta félagið á Íslandi síðustu árin og hefur unnið mikinn fjölda Íslandsmeistaratitla. En núna er staðan önnur. „Það segir sig sjálft. Við misstum út kynslóð af leikmönnum hratt og fljótt. Það er ástæða fyrir því að það eru ekki mörg lið sem hafa gert það sem við gerðum á þessum tíma. Núna eru nýir menn að koma inn og það þarf að byggja upp. Það er það sem við erum að reyna að gera.“ Brynjar Þór Björnsson lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið.Vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, einn besti leikmaður í sögu KR, var heiðraður í kvöld en hann lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið. „Við töluðum saman síðasta sumar en ég fann það á honum að hann var búinn. Það er flott hjá honum, geggjaður ferill. Ég er ánægður að við náðum að kveðja hann. Hann er einn af mínum bestu samherjum og einn mesti sigurvegari í sögu íslenska körfuboltans. Ég hefði viljað gefa honum betri leik í kvöld.“ Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Þegar hann var spurður út í frammistöðuna heilt yfir þá var það sama svar: „Hún var bara hræðileg.“ Tímabilið hjá KR hefur verið mikil vonbrigði. Hvað þarf að breytast? „Við þurfum að spila leikina af krafti. Við getum ekki slökkt á okkur. Við þurfum bara að vera lið. Við erum það ekki, því miður.“ Helgi var spurður að því hvort hann hefði íhugað að stíga frá borði. Örugglega velta því einhverjir fyrir sér hvort breytingu þurfi í þjálfaramálum. „Hef ég íhugað það? Nei. Ég sinni þessu starfi þangað til þeir tala við mig. Ég sinn þessu starfi eftir bestu getu þangað til svo er ekki.“ Hefur trú á því að þessi hópur geti snúið við taflinu „Já, ég hef alltaf trú á því að góðir hlutir geti gerst þegar maður leggur sig fram. Auðvitað er maður jákvæður. Auðvitað er ég áhyggjufullur. Við erum búnir að vera mjög slakir í mörgum leikjum. Við áttum svo fínan leik á móti Hetti en dettum svo í sama farið núna. Ég er áhyggjufullur, en þetta lið getur gert fullt af hlutum ef við spilum eins og menn.“ KR er sigursælasta félagið á Íslandi síðustu árin og hefur unnið mikinn fjölda Íslandsmeistaratitla. En núna er staðan önnur. „Það segir sig sjálft. Við misstum út kynslóð af leikmönnum hratt og fljótt. Það er ástæða fyrir því að það eru ekki mörg lið sem hafa gert það sem við gerðum á þessum tíma. Núna eru nýir menn að koma inn og það þarf að byggja upp. Það er það sem við erum að reyna að gera.“ Brynjar Þór Björnsson lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið.Vísir/Bára Dröfn Brynjar Þór Björnsson, einn besti leikmaður í sögu KR, var heiðraður í kvöld en hann lagði skóna á hilluna fyrir tímabilið. „Við töluðum saman síðasta sumar en ég fann það á honum að hann var búinn. Það er flott hjá honum, geggjaður ferill. Ég er ánægður að við náðum að kveðja hann. Hann er einn af mínum bestu samherjum og einn mesti sigurvegari í sögu íslenska körfuboltans. Ég hefði viljað gefa honum betri leik í kvöld.“
Körfubolti Subway-deild karla KR Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15 Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna Sport Fleiri fréttir „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Sjá meira
Leik lokið: KR - Tindastóll 77-104 | KR-ingar sjá ekki til sólar Enn tapar KR og útlitið er svart hjá liðinu sem einokaði Íslandsmeistaratitilinn til fjölda ára. Staðan er mjög vond í Vesturbænum og það eru góðar líkur - eins og staðan er núna - á því að KR verði í 1. deild á næstu leiktíð. Hversu skrítið er að lesa og segja það? KR í 1. deild í körfubolta? Tilhugsunin er vægast sagt skrítin. 15. desember 2022 21:15
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum