Segir Helga vera að passa upp á vörumerkið Samúel Karl Ólason skrifar 15. desember 2022 21:55 Katrín Lóa Kristrúnardóttir hefur sakað Helga Vilhjálmsson, betur þekktan sem Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti. Katrín Lóa Kristrúnardóttir, sem sakað hefur Helga Vilhjálmsson, betur þekktan sem Helga í Góu, um kynferðislegt áreiti, segist telja að afsökunarbeiðni Helga sé ætlað að verja vörumerki hans, hann sjái ekki eftir neinu. Þetta sagði Katrín Lóa í samtali við Gústa B. í Veislunni á FM957 í dag. Katrín Lóa steig fram í þættinum Eigin Konur á vef Stundarinnar sem birtur var í dag. Þar sagðist hún hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu Helga í kjölfar þess að Helgi lánaði henni fé til útborgunar í íbúð. Helgi sagðist hafa gert mistök og baðst afsökunar. Sjá einnig: Sakar Helga í Góu um ítrekaða kynferðislega áreitni Aðspurð um það hvort hún hefði séð að Helgi hefði beðist afsökunar sagði Katrín að enginn hefði talað við hana. „Sko það hefur enginn beðið mig afsökunar hingað til. Ég hef heyrt bara eitthvað leiðinlegt að þetta kom fyrir. En ég held að afsökunarbeiðnin sé bara til þess að þú veist af því þetta er komið út í rauninni. Hann þarf að segja eitthvað,“ sagði Katrín. „Ég held það sé brandið sko. Ég held hann sjái ekki eftir þessu.“ Hún segist ekki hafa kært því frá lögreglunni hafi hún fengið þau skilaboð að málið yrði alltaf orð gegn orði og án myndbands eða slíks myndi málið reynast erfitt. „Jú, þeir sem sagt sögðu bara við mig þetta er alltaf orð á móti orði. Ef þú ættir vídjó af þessu gerast að þá værir þú með sterkt mál. Mældu bara með því að ég myndi reyna að ná myndbandi af manneskju áreita mig skilurðu - sem er frekar heimskulegt. Af því að í þessum sporum þá ertu ekki bara eitthvað heyrðu bíddu, ég ætla að stilla upp myndavélinni,“ sagði Katrín Lóa. „En réttarkerfið er bara svona í dag. Sem er ástæðan fyrir því að ég kærði ekki.“ Hver hennar næstu skref í málinu segir Katrín Lóa að hún sé búin að segja sína sögu. Nú ætli hún að reyna að skilja þetta eftir, jafna sig og komast yfir þennan hluta lífs hennar. Hlusta má á allan þáttinn í dag í spilaranum hér að neðan. Katrín mættr þegar klukkutími og 21 mínúta er liðin og ræddu hún einnig önnur mál. Kynferðisofbeldi FM957 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira
Þetta sagði Katrín Lóa í samtali við Gústa B. í Veislunni á FM957 í dag. Katrín Lóa steig fram í þættinum Eigin Konur á vef Stundarinnar sem birtur var í dag. Þar sagðist hún hafa orðið fyrir kynferðislegu áreiti af hálfu Helga í kjölfar þess að Helgi lánaði henni fé til útborgunar í íbúð. Helgi sagðist hafa gert mistök og baðst afsökunar. Sjá einnig: Sakar Helga í Góu um ítrekaða kynferðislega áreitni Aðspurð um það hvort hún hefði séð að Helgi hefði beðist afsökunar sagði Katrín að enginn hefði talað við hana. „Sko það hefur enginn beðið mig afsökunar hingað til. Ég hef heyrt bara eitthvað leiðinlegt að þetta kom fyrir. En ég held að afsökunarbeiðnin sé bara til þess að þú veist af því þetta er komið út í rauninni. Hann þarf að segja eitthvað,“ sagði Katrín. „Ég held það sé brandið sko. Ég held hann sjái ekki eftir þessu.“ Hún segist ekki hafa kært því frá lögreglunni hafi hún fengið þau skilaboð að málið yrði alltaf orð gegn orði og án myndbands eða slíks myndi málið reynast erfitt. „Jú, þeir sem sagt sögðu bara við mig þetta er alltaf orð á móti orði. Ef þú ættir vídjó af þessu gerast að þá værir þú með sterkt mál. Mældu bara með því að ég myndi reyna að ná myndbandi af manneskju áreita mig skilurðu - sem er frekar heimskulegt. Af því að í þessum sporum þá ertu ekki bara eitthvað heyrðu bíddu, ég ætla að stilla upp myndavélinni,“ sagði Katrín Lóa. „En réttarkerfið er bara svona í dag. Sem er ástæðan fyrir því að ég kærði ekki.“ Hver hennar næstu skref í málinu segir Katrín Lóa að hún sé búin að segja sína sögu. Nú ætli hún að reyna að skilja þetta eftir, jafna sig og komast yfir þennan hluta lífs hennar. Hlusta má á allan þáttinn í dag í spilaranum hér að neðan. Katrín mættr þegar klukkutími og 21 mínúta er liðin og ræddu hún einnig önnur mál.
Kynferðisofbeldi FM957 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Önnur aurskriða og vegurinn lokaður inn í nóttina Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Sjá meira