„Þetta var frábær sigur, þó að leikurinn sjálfur var það ekki“ Hinrik Wöhler skrifar 15. desember 2022 23:20 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, er oftar en ekki þungt hugsi á hliðarlínunni. vísir/Diego Stjarnan sigraði FH með minnsta mun í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarkeppni karla í handbolta í kvöld og tryggði sér þar með farseðilinn í 8-liða úrslitin. Lokatölur í Kaplakrika 23-24 og eðlilega var Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, kampakátur í leikslok. Lítið var skorað framan af leik en staðan var 7-3 fyrir FH þegar tuttugu mínútur voru liðnar en Stjarnan kom til baka áður en hálfleikurinn leið undir lok og var jafnt 11-11 þegar flautað var til hálfleiks. „Sóknarlega var fyrri hálfleikur hjá okkur ekki góður. Döhler ver nokkra bolta og við breytum í sjö á sex, ég er þó ekki mikill aðdáandi af því kerfi. En það gekk vel í dag og við komust yfir. Það er ástæðan fyrir því að við komust inn í leikinn og leikurinn endar jafn í hálfleik,“ segir Patrekur. Stjörnumenn fengu fín tækifæri til að slíta sig frá FH-ingum í seinni hálfleik en náðu því ekki. „Mér fannst við geta lokað þessu fyrr og klárað leikinn. En í staðinn er þetta jafnt allan leikinn og stál í stál. Við fengum nokkur tækifæri til að komast í þrjú mörk. Þetta var óþarflega mikil spenna í restina.“ Patrekur viðurkennir að eitt og annað mátti betur fara í leik liðsins en er í heildina sáttur með sigurinn. „Þetta fór hægt af stað en við stóðum vel varnarlega en það var misskilningur milli bakvarða og fengum aðeins of mikið af sendingum inn á línunna. Varnarlega var ég mjög ánægður með leikinn, í heildina litið. Við fáum FH leikmennina á þá staði sem við vildum og það er alltaf gott þegar maður sér það ganga upp.“ Liðin hafa nú leikið tvo leiki á aðeins fjórum dögum en þau mættust í Olís-deildinni síðastliðin mánudag þar sem leikar enduðu með jafntefli 29-29. Patrekur sér líkindi með þessum leikjum. „Þetta var eins og á mánudaginn, það koma kaflar. Þá skoruðum við 19 mörk í seinni hálfleik en bara 10 mörk í fyrri, þetta er bara oft svona kaflaskipt. Þetta snýst um að komast áfram í bikarnum og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segist ekki hafa neina óskamótherja í 8-liða úrslitum. „Þegar við mætum hér í Kaplakrika og vinnum á móti liði sem hefur varla tapað leik í vetur þá getum við unnið hvaða lið á hvaða velli sem er. Hinsvegar annað slagið, er ég með lið sem getur tapað á móti hvaða liði sem er. Það kemur bara í ljós hver mótherjinn verður. Nú tekur við bara smá frí og síðan æfingar. Frábært hjá okkur að klára þetta í dag.“ Nú tekur við langt jólafrí og segist Patrekur ætla að nýta fríið vel. „Ég hefði gert það þó að leikurinn hefði tapast en auðvitað er alltaf gaman að fara inn í fríið með sigur. Þetta snýst um að vinna þessa leiki og er mjög ánægður að gera það á móti góðu liði FH.“ Handbolti Coca-Cola bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. 15. desember 2022 22:20 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Lítið var skorað framan af leik en staðan var 7-3 fyrir FH þegar tuttugu mínútur voru liðnar en Stjarnan kom til baka áður en hálfleikurinn leið undir lok og var jafnt 11-11 þegar flautað var til hálfleiks. „Sóknarlega var fyrri hálfleikur hjá okkur ekki góður. Döhler ver nokkra bolta og við breytum í sjö á sex, ég er þó ekki mikill aðdáandi af því kerfi. En það gekk vel í dag og við komust yfir. Það er ástæðan fyrir því að við komust inn í leikinn og leikurinn endar jafn í hálfleik,“ segir Patrekur. Stjörnumenn fengu fín tækifæri til að slíta sig frá FH-ingum í seinni hálfleik en náðu því ekki. „Mér fannst við geta lokað þessu fyrr og klárað leikinn. En í staðinn er þetta jafnt allan leikinn og stál í stál. Við fengum nokkur tækifæri til að komast í þrjú mörk. Þetta var óþarflega mikil spenna í restina.“ Patrekur viðurkennir að eitt og annað mátti betur fara í leik liðsins en er í heildina sáttur með sigurinn. „Þetta fór hægt af stað en við stóðum vel varnarlega en það var misskilningur milli bakvarða og fengum aðeins of mikið af sendingum inn á línunna. Varnarlega var ég mjög ánægður með leikinn, í heildina litið. Við fáum FH leikmennina á þá staði sem við vildum og það er alltaf gott þegar maður sér það ganga upp.“ Liðin hafa nú leikið tvo leiki á aðeins fjórum dögum en þau mættust í Olís-deildinni síðastliðin mánudag þar sem leikar enduðu með jafntefli 29-29. Patrekur sér líkindi með þessum leikjum. „Þetta var eins og á mánudaginn, það koma kaflar. Þá skoruðum við 19 mörk í seinni hálfleik en bara 10 mörk í fyrri, þetta er bara oft svona kaflaskipt. Þetta snýst um að komast áfram í bikarnum og ég er hrikalega ánægður með það.“ Patrekur segist ekki hafa neina óskamótherja í 8-liða úrslitum. „Þegar við mætum hér í Kaplakrika og vinnum á móti liði sem hefur varla tapað leik í vetur þá getum við unnið hvaða lið á hvaða velli sem er. Hinsvegar annað slagið, er ég með lið sem getur tapað á móti hvaða liði sem er. Það kemur bara í ljós hver mótherjinn verður. Nú tekur við bara smá frí og síðan æfingar. Frábært hjá okkur að klára þetta í dag.“ Nú tekur við langt jólafrí og segist Patrekur ætla að nýta fríið vel. „Ég hefði gert það þó að leikurinn hefði tapast en auðvitað er alltaf gaman að fara inn í fríið með sigur. Þetta snýst um að vinna þessa leiki og er mjög ánægður að gera það á móti góðu liði FH.“
Handbolti Coca-Cola bikarinn Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. 15. desember 2022 22:20 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Stjarnan 23-24 | Stjörnumenn áfram með minnsta mun Stjarnan tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit í bikarkeppni karla með baráttusigri á FH-ingum í Kaplakrika í kvöld. Heimamenn voru með yfirhöndina fyrstu tuttugu mínútur leiksins en á stuttum kafla náðu gestirnir að jafna. Eftir endurkomu Stjörnumanna var jafnt á öllum tölum út leikinn. Stjarnan náði að sigra að lokum með minnsta mun, 24-23, og fara áfram í bikarkeppninni. Þetta er í annað sinn í þessari viku sem liðin eigast við en þau áttu kappi á mánudag. Sá leikur var í Olís-deildinni og lauk með jafntefli. 15. desember 2022 22:20