Vill mennina aftur í gæsluvarðhald Kjartan Kjartansson og Samúel Karl Ólason skrifa 15. desember 2022 23:38 Annar mannanna ákærðu þegar hann var leiddur fyrir dómara í október. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari er sagður hafa farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem er ákærðir fyrir skipulagningu hryðjuverka aðeins nokkrum dögum eftir að þeim var sleppt úr gæsluvarðhaldi. Þá taldi dómstóll ekki líklegt að þeir hyggðu á árás. Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðssaksóknari hefði aftur farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og að dómari hefði tekið sér frest til morguns til þess að kveða upp úrskurð. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfesti það við bæði Rúv og mbl.is. Lögmaðurinn sagði Rúv að saksóknari byggði á ákvæði laga um gæsluvarðhald þar sem sterkur grunur leiki um brot sem varði að minnsta kosti tíu ára fangelsi og almannahagsmuni. Mönnunum var sleppt á þriðjudaginn með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa ógn af mönnunum. Sú ákvörðun var birt á vef Landsréttar í dag en dómsskjölin sýna meðal annars fram á að sérfræðingar Europol voru fengnir til að fara yfir gögn málsins. Þeir töldu mennina við það að grípa til aðgerða og fremja hryðjuverk. Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir af lögreglu, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur þegar mennirnir voru handteknir í haust. Í dómsskjölum kemur fram að hald hafi verið lagt á hlut sem hægt væri að setja í AR-15 riffilinn og gera hann þannig sjálfvirkan. Þá fundu lögregluþjónar mikið magn skotfæra og hundrað skota magasín. Þar kemur einnig fram að mennirnir höfðu í fórum sínum mikið magn efnis um þekkta hryðjuverkamenn, voðaverk þeirra, stefnur yfirlýsingar og verknaðar- og undirbúningsaðferðir þeirra. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Ríkisútvarpið sagði frá því í kvöld að héraðssaksóknari hefði aftur farið fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum tveimur og að dómari hefði tekið sér frest til morguns til þess að kveða upp úrskurð. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfesti það við bæði Rúv og mbl.is. Lögmaðurinn sagði Rúv að saksóknari byggði á ákvæði laga um gæsluvarðhald þar sem sterkur grunur leiki um brot sem varði að minnsta kosti tíu ára fangelsi og almannahagsmuni. Mönnunum var sleppt á þriðjudaginn með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki ætti að stafa ógn af mönnunum. Sú ákvörðun var birt á vef Landsréttar í dag en dómsskjölin sýna meðal annars fram á að sérfræðingar Europol voru fengnir til að fara yfir gögn málsins. Þeir töldu mennina við það að grípa til aðgerða og fremja hryðjuverk. Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir af lögreglu, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur þegar mennirnir voru handteknir í haust. Í dómsskjölum kemur fram að hald hafi verið lagt á hlut sem hægt væri að setja í AR-15 riffilinn og gera hann þannig sjálfvirkan. Þá fundu lögregluþjónar mikið magn skotfæra og hundrað skota magasín. Þar kemur einnig fram að mennirnir höfðu í fórum sínum mikið magn efnis um þekkta hryðjuverkamenn, voðaverk þeirra, stefnur yfirlýsingar og verknaðar- og undirbúningsaðferðir þeirra.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira