Laufabrauð fyrirliða Íslandsmeistaranna hefur slegið í gegn: Erfiðara en fótboltinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2022 08:01 Höskuldur Gunnlaugsson með laufabrauðin sín en hann annar ekki eftirspurn. Vísir/Sigurjón Höskuldur Gunnlaugsson er ekki bara Íslandsmeistari í fótbolta með Breiðabliki því hann er líka algjör meistari í laufabrauðsbakstri. Guðjón Guðmundsson heimsótti fyrirliði Blika og fékk að skoða laufabrauðsgerðina. „Eitt tímabil klárast og annað tekur við. Þetta er eiginlega mitt keppnistímabil það er laufabrauðsbaksturinn,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. „Ég er að vinna eftir mynstri sem mamma hannaði. Ég er búinn að skera í kökuna og er að verka hjartarósina svokölluðu. Hún er einkar fögur. Ég sker í og fletti litlum hjörtum í kökuna. Smá nýjung í laufabrauðsgerð,“ sagði Höskuldur. Höskuldur Gunnlaugsson lyftir hér Íslandsmeistaraskjöldinum í haust.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur sker út kökurnar og svo er að steikja hverja köku. Hann stendur í þessu öllu sjálfur. Þetta er fyrirtækið mitt „Þetta er fyrirtækið mitt. Ég er einyrki eins og staðan er núna. Ég fæ gott fólk með mér. Pabbi er mín hægri hönd og vinum og vandamönnum er mútað með bjór til að koma í smá útskurð,“ sagði Höskuldur. Klippa: Laufabrauðsgerð fyrirliða Íslandsmeistaranna Hann sýndi Gaupa vörurnar sínar. „Þetta er jólaafurðirnar hjá Gamla bakstri. Þær eru þrjár. Flaggskipið eru þessar steiktu laufabrauðskökur sem er fullmótað laufabrauð með fimmtán stykkjum í einni öskju. Þetta hef ég verið með fyrir síðustu tvö jól og hefur reynst gríðarlega vel en það er ekki séns að anna eftirspurn,“ sagði Höskuldur. „Eins er ég með hérna ósteikt og óskorið. Bara deig fyrir fólk sem vill gera sjálft. Ég vill ýta undir það og hvetja fólk til að gera þetta sjálft. Svo eru hérna afskorningar eins og þekkist í heimilisiðnaðinum. Þegar kakan er hringskorin þá eru afskorningarnir nýttir til að búa til jólasnakk á aðventunni því laufabrauðið sjálft má bara snerta fyrst 24. desember,“ sagði Höskuldur. Vísir/Vilhelm Fótboltinn aftur í fyrirrúmi í janúar Gaupi vildi fá að vita hvernig væri að samhæfa þetta með fótboltanum. „Þetta er fínt þegar það er off-season eftir keppnistímabilið þá getur maður svolítið farið í þetta og svo kemur janúar en þá er fótboltinn aftur í fyrirrúmi,“ sagði Höskuldur. „Hér er í raun allt í steik. Það er ekki eins og í fótboltanum því þar er allt í blóma en hér er allt í steik,“ sagði Guðjón. Steikti fimmtán þúsund kökur 2020 „Eins og þú sérð þá er lokaafurðin er glæsileg þótt að þetta sé mikið puð, blóð, sviti og einstaka tár í laufabrauðsgerðinni. Þetta er bara gaman,“ sagði Höskuldur en er hann búinn að vera í þessu lengi. Vísir/Hulda Margrét „Ég prufukeyrði 2020 og steikti þá fimmtán þúsund kökur. Ég fór með þúsund öskjur í verslanir Hagkaups. Það gekk svona vel og var svona markaðstilraun að athuga hvort fólk myndi gefa eitthvað fyrir þetta,“ sagði Höskuldur. „Sú var raunin þannig að núna er maður af skyldurækni að verða við óskum þessara allra hörðustu laufabrauðsunnendum,“ sagði Höskuldur. „Eitt er ljóst að í þessu getur þú alltaf verið meistari en það er ekki þannig í fótboltanum,“ sagði Guðjón. „Ég veit það ekki því þetta er eiginlega erfiðara en að spila fótbolta. Þetta er svo mikið handverk og þetta listræna gildi sem laufabrauðið snýst um. Ekki eins og hefur birst okkur í fjöldaframleiðslunni í verslunum undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. Að reyna að endurheimta fyrri gæði laufabrauðsins „Ég er aðeins að reyna að endurheimta fyrri gæði laufabrauðsins og koma þeim á stall á markaðnum,“ sagði Höskuldur og hann þarf að vera flinkur í puttunum til að skera svona vel út. Vísir/Diego „Ég held að ég hafi verið sirka fjögurra ára þegar pabbi rétti mér fyrst vasahníf og bannaði mér að nota rúllujárnið. Það þótti of einhæft. Ég þurfti að læra það ungur að aldri að bretta upp á kökuna og sker fjölbreytt mynstur,“ sagði Höskuldur. Uppskriftin frá ömmu „Þetta er mikil fjölskylduhefð enda kemur uppskriftin frá ömmu og hún var frá Eiði á Langanesi. Þetta er því norðlenskt laufabrauð,“ sagði Höskuldur en það má horfa á viðtalið og heimsókn Gaupa hér fyrir ofan. Besta deild karla Bakarí Handverk Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
„Eitt tímabil klárast og annað tekur við. Þetta er eiginlega mitt keppnistímabil það er laufabrauðsbaksturinn,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson. „Ég er að vinna eftir mynstri sem mamma hannaði. Ég er búinn að skera í kökuna og er að verka hjartarósina svokölluðu. Hún er einkar fögur. Ég sker í og fletti litlum hjörtum í kökuna. Smá nýjung í laufabrauðsgerð,“ sagði Höskuldur. Höskuldur Gunnlaugsson lyftir hér Íslandsmeistaraskjöldinum í haust.Vísir/Hulda Margrét Höskuldur sker út kökurnar og svo er að steikja hverja köku. Hann stendur í þessu öllu sjálfur. Þetta er fyrirtækið mitt „Þetta er fyrirtækið mitt. Ég er einyrki eins og staðan er núna. Ég fæ gott fólk með mér. Pabbi er mín hægri hönd og vinum og vandamönnum er mútað með bjór til að koma í smá útskurð,“ sagði Höskuldur. Klippa: Laufabrauðsgerð fyrirliða Íslandsmeistaranna Hann sýndi Gaupa vörurnar sínar. „Þetta er jólaafurðirnar hjá Gamla bakstri. Þær eru þrjár. Flaggskipið eru þessar steiktu laufabrauðskökur sem er fullmótað laufabrauð með fimmtán stykkjum í einni öskju. Þetta hef ég verið með fyrir síðustu tvö jól og hefur reynst gríðarlega vel en það er ekki séns að anna eftirspurn,“ sagði Höskuldur. „Eins er ég með hérna ósteikt og óskorið. Bara deig fyrir fólk sem vill gera sjálft. Ég vill ýta undir það og hvetja fólk til að gera þetta sjálft. Svo eru hérna afskorningar eins og þekkist í heimilisiðnaðinum. Þegar kakan er hringskorin þá eru afskorningarnir nýttir til að búa til jólasnakk á aðventunni því laufabrauðið sjálft má bara snerta fyrst 24. desember,“ sagði Höskuldur. Vísir/Vilhelm Fótboltinn aftur í fyrirrúmi í janúar Gaupi vildi fá að vita hvernig væri að samhæfa þetta með fótboltanum. „Þetta er fínt þegar það er off-season eftir keppnistímabilið þá getur maður svolítið farið í þetta og svo kemur janúar en þá er fótboltinn aftur í fyrirrúmi,“ sagði Höskuldur. „Hér er í raun allt í steik. Það er ekki eins og í fótboltanum því þar er allt í blóma en hér er allt í steik,“ sagði Guðjón. Steikti fimmtán þúsund kökur 2020 „Eins og þú sérð þá er lokaafurðin er glæsileg þótt að þetta sé mikið puð, blóð, sviti og einstaka tár í laufabrauðsgerðinni. Þetta er bara gaman,“ sagði Höskuldur en er hann búinn að vera í þessu lengi. Vísir/Hulda Margrét „Ég prufukeyrði 2020 og steikti þá fimmtán þúsund kökur. Ég fór með þúsund öskjur í verslanir Hagkaups. Það gekk svona vel og var svona markaðstilraun að athuga hvort fólk myndi gefa eitthvað fyrir þetta,“ sagði Höskuldur. „Sú var raunin þannig að núna er maður af skyldurækni að verða við óskum þessara allra hörðustu laufabrauðsunnendum,“ sagði Höskuldur. „Eitt er ljóst að í þessu getur þú alltaf verið meistari en það er ekki þannig í fótboltanum,“ sagði Guðjón. „Ég veit það ekki því þetta er eiginlega erfiðara en að spila fótbolta. Þetta er svo mikið handverk og þetta listræna gildi sem laufabrauðið snýst um. Ekki eins og hefur birst okkur í fjöldaframleiðslunni í verslunum undanfarin ár,“ sagði Höskuldur. Að reyna að endurheimta fyrri gæði laufabrauðsins „Ég er aðeins að reyna að endurheimta fyrri gæði laufabrauðsins og koma þeim á stall á markaðnum,“ sagði Höskuldur og hann þarf að vera flinkur í puttunum til að skera svona vel út. Vísir/Diego „Ég held að ég hafi verið sirka fjögurra ára þegar pabbi rétti mér fyrst vasahníf og bannaði mér að nota rúllujárnið. Það þótti of einhæft. Ég þurfti að læra það ungur að aldri að bretta upp á kökuna og sker fjölbreytt mynstur,“ sagði Höskuldur. Uppskriftin frá ömmu „Þetta er mikil fjölskylduhefð enda kemur uppskriftin frá ömmu og hún var frá Eiði á Langanesi. Þetta er því norðlenskt laufabrauð,“ sagði Höskuldur en það má horfa á viðtalið og heimsókn Gaupa hér fyrir ofan.
Besta deild karla Bakarí Handverk Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira