Tekist á um frumvarp Willums: Vill að saumaklúbbarnir fái sínar mentólsígarettur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. desember 2022 08:08 Hildur Sverrisdóttir og Willum Þór Þórsson. Þau eru ósammála um hvort banna eigi mentólsígarettur. Vísir/Vilhelm Tekist var á um frumvarp heilbrigðisráðherra um tóbaksvarnir á Alþingi í gær. Fari frumvarpið í gegn væru mentólsígarettur ekki lengur leyfilegar. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir frumvarpið einna helst hafa áhrif á saumaklúbba landsins. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær frumvarp sitt um breytingu á lögum um tóbaksvarnir. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun. Meðal þess sem verður bannað fari frumvarpið í gegn eru bragðbættar sígarettur, til dæmis mentólsígarettur, og bragðbætt tóbak, til dæmis vanillutóbak. Markmið laganna er að draga úr heilsutjóni, þá sérstaklega ungs fólks. Frumvarpinu er ætlað að takmarka framboð á tóbaki og eftirlíkingu af tóbaki sem sérstaklega er ætlað að höfða til ungs fólks. Börnin ekki í meiri hættu vegna mentóls Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti gegn frumvarpinu á Alþingi í gær. Hún sagði að það væri vont að komið væri frumvarp sem ætlar að banna Salem og Capri bláan. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hún segir rökstuðninginn við frumvarpið vera ansi rýran. Þar sé eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi einkennandi og bragðbætandi bragð, annað en af tóbaki. „En forseti, afleiðingar af þessu frumvarpi eru ekki að bannaðar verði í stórum stíl jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur, sem væri vel skiljanlegt að væru girnilegri börnum en æskilegt væri. En nei, það er verið að banna mentól sígarettur,“ segir Hildur. Jónína og Dóra á svölunum í saumó Að hennar sögn reykir tæplega fjórðungur reykingafólks á Íslandi mentólsígarettur. Þá sé alls engin samstaða á meðal reykingafólks að mentólsígarettur séu bragðbetri en aðrar tegundir. Ekki einn einasti einstaklingur sem hún veit um byrjaði að reykja eingöngu vegna þess að í boði voru mentólsígarettur. „Nei, það eru ekki unglingar sem eru að flykkjast til að eiga gæðastundir með mentólsígarettunum. Það eru Jónína Jónínudóttir og vinkona hennar Dóra Dórudóttir sem fara út á svalir í sínar gæðastundir í saumaklúbbnum með Capri bláuum. Og við ætlum hér að taka þær frá þeim og fjórðungi reykingafólks á Íslandi með litlum eða engum rökstuðningi,“ segir Hildur. Hún bendir á að hún sjálf hafi aldrei reykt mentólsígarettur og því klagi þetta ekkert upp á hana sjálfa. Hildi finnst frumvarpið vera órökstudd sýndarlýðheilsuaðgerð og segir að hvorki rökrétt né lögfræðileg stoð sé fyrir banninu. Hún lagði til að velferðarnefnd myndi breyta frumvarpinu á þann hátt að mentólsígarettur myndu ekki falla undir það. „Forseti, ef eftirlitsstofnun ESA ætlar að kvarta yfir því má beina öllum kvörtunum til mín, það er vel þess virði í staðinn fyrir að ég geti treyst því að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sinn Capri bláan í friði,“ segir Hildur. Alþingi Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær frumvarp sitt um breytingu á lögum um tóbaksvarnir. Frumvarpið kemur beint frá EES-tilskipun. Meðal þess sem verður bannað fari frumvarpið í gegn eru bragðbættar sígarettur, til dæmis mentólsígarettur, og bragðbætt tóbak, til dæmis vanillutóbak. Markmið laganna er að draga úr heilsutjóni, þá sérstaklega ungs fólks. Frumvarpinu er ætlað að takmarka framboð á tóbaki og eftirlíkingu af tóbaki sem sérstaklega er ætlað að höfða til ungs fólks. Börnin ekki í meiri hættu vegna mentóls Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mælti gegn frumvarpinu á Alþingi í gær. Hún sagði að það væri vont að komið væri frumvarp sem ætlar að banna Salem og Capri bláan. „Í rökstuðningnum eru blessuð börnin í forgrunni, sem væri gott og blessað og sjálfsagt ef hægt væri að færa rök fyrir því að Salem, Capri blár og aðrar mentólsígarettur hefðu einhvern tímann gert börnum eitthvað umfram aðrar sígarettutegundir en svo er einfaldlega ekki,“ sagði Hildur í andsvari sínu. Hún segir rökstuðninginn við frumvarpið vera ansi rýran. Þar sé eingöngu vísað til þess að líkur séu á að tóbaksneysla hefjist ef tóbaksvörur hafi einkennandi og bragðbætandi bragð, annað en af tóbaki. „En forseti, afleiðingar af þessu frumvarpi eru ekki að bannaðar verði í stórum stíl jarðaberja- eða súkkulaðisígarettur, sem væri vel skiljanlegt að væru girnilegri börnum en æskilegt væri. En nei, það er verið að banna mentól sígarettur,“ segir Hildur. Jónína og Dóra á svölunum í saumó Að hennar sögn reykir tæplega fjórðungur reykingafólks á Íslandi mentólsígarettur. Þá sé alls engin samstaða á meðal reykingafólks að mentólsígarettur séu bragðbetri en aðrar tegundir. Ekki einn einasti einstaklingur sem hún veit um byrjaði að reykja eingöngu vegna þess að í boði voru mentólsígarettur. „Nei, það eru ekki unglingar sem eru að flykkjast til að eiga gæðastundir með mentólsígarettunum. Það eru Jónína Jónínudóttir og vinkona hennar Dóra Dórudóttir sem fara út á svalir í sínar gæðastundir í saumaklúbbnum með Capri bláuum. Og við ætlum hér að taka þær frá þeim og fjórðungi reykingafólks á Íslandi með litlum eða engum rökstuðningi,“ segir Hildur. Hún bendir á að hún sjálf hafi aldrei reykt mentólsígarettur og því klagi þetta ekkert upp á hana sjálfa. Hildi finnst frumvarpið vera órökstudd sýndarlýðheilsuaðgerð og segir að hvorki rökrétt né lögfræðileg stoð sé fyrir banninu. Hún lagði til að velferðarnefnd myndi breyta frumvarpinu á þann hátt að mentólsígarettur myndu ekki falla undir það. „Forseti, ef eftirlitsstofnun ESA ætlar að kvarta yfir því má beina öllum kvörtunum til mín, það er vel þess virði í staðinn fyrir að ég geti treyst því að saumaklúbbar landsins geta áfram fengið sinn Capri bláan í friði,“ segir Hildur.
Alþingi Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilsa Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira