Segir bönnuðu blaðamennina hafa deilt ígildi „launmorðshnita“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2022 09:00 Elon Musk er umdeildur. Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur eytt reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu hafa fjallað um auðkýfinginn Elon Musk, eiganda Twitter. Sjálfur segir Musk að blaðamennirnir hafi deilt staðsetningu hans, sem ígildi „launmorðshnitum“. Á meðal þeirra sem bannaðir hafa verið eru Drew Harrel, blaðamaður Washington Post sem sérhæfir sig í í tæknimálum. Donie O'Sullivan, blaðamaður CNN og Ryan Mac, blaðamaður New York Times. Í frétt Washington Post um málið segir að um tugur blaðamanna hafi verið sparkað fyrirvaralaust af samfélagsmiðlinum, án viðvörunar. Þar kemur fram að Twitter hafi gefið litlar skýringar á þessari ákvörðun. Í frétt Post kemur einnig fram að meirihluti þeirra blaðamanna sem sparkað var af Twitter hafi að undanförnu fjallað um Musk og hinn svokallaða ElonJet reikning sem fylgst hafði með einkaflugvél Musk. ElonJet var sparkað af Twitter fyrir að deila upplýsingum um ferðir einkaflugvélarinnar. Reglum Twitter var þá einnig breytt til að koma í veg fyrir að upplýsingum um rauntíma staðsetningu einstaklinga yrði deilt á samfélagsmiðlinum. Í frétt Post segir að Twitter hafi ekki svarað spurningum um ákvörðunina að banna blaðamennina. Sjálfur hefur Musk hins vegar virkur á Twitter nú í morgunsárið. Sjá má að hann hefur fest tíst efst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann segir að það sé ekkert mál að gagnrýna hann, en það fari yfir strikið að deila upplýsingum um rauntíma staðsetningu hans sem ógni fjölskyldu hans. Criticizing me all day long is totally fine, but doxxing my real-time location and endangering my family is not— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í öðru svari á Twitter segir hann að blaðamennirnir hafi deilt rauntíma staðsetningu hans, sem sé ígildi þess að deila „launmorðshnitum“, líkt og hann orðar það. They posted my exact real-time location, basically assassination coordinates, in (obvious) direct violation of Twitter terms of service— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í frétt Post segir að blaðið hafi ekki séð neinar upplýsingar um að tíst blaðamannanna hafi ógnað fjölskyldu Musk. Samfélagsmiðlar Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Á meðal þeirra sem bannaðir hafa verið eru Drew Harrel, blaðamaður Washington Post sem sérhæfir sig í í tæknimálum. Donie O'Sullivan, blaðamaður CNN og Ryan Mac, blaðamaður New York Times. Í frétt Washington Post um málið segir að um tugur blaðamanna hafi verið sparkað fyrirvaralaust af samfélagsmiðlinum, án viðvörunar. Þar kemur fram að Twitter hafi gefið litlar skýringar á þessari ákvörðun. Í frétt Post kemur einnig fram að meirihluti þeirra blaðamanna sem sparkað var af Twitter hafi að undanförnu fjallað um Musk og hinn svokallaða ElonJet reikning sem fylgst hafði með einkaflugvél Musk. ElonJet var sparkað af Twitter fyrir að deila upplýsingum um ferðir einkaflugvélarinnar. Reglum Twitter var þá einnig breytt til að koma í veg fyrir að upplýsingum um rauntíma staðsetningu einstaklinga yrði deilt á samfélagsmiðlinum. Í frétt Post segir að Twitter hafi ekki svarað spurningum um ákvörðunina að banna blaðamennina. Sjálfur hefur Musk hins vegar virkur á Twitter nú í morgunsárið. Sjá má að hann hefur fest tíst efst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann segir að það sé ekkert mál að gagnrýna hann, en það fari yfir strikið að deila upplýsingum um rauntíma staðsetningu hans sem ógni fjölskyldu hans. Criticizing me all day long is totally fine, but doxxing my real-time location and endangering my family is not— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í öðru svari á Twitter segir hann að blaðamennirnir hafi deilt rauntíma staðsetningu hans, sem sé ígildi þess að deila „launmorðshnitum“, líkt og hann orðar það. They posted my exact real-time location, basically assassination coordinates, in (obvious) direct violation of Twitter terms of service— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í frétt Post segir að blaðið hafi ekki séð neinar upplýsingar um að tíst blaðamannanna hafi ógnað fjölskyldu Musk.
Samfélagsmiðlar Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira