Festist á Íslandi með öll fötin sín í Finnlandi: „Gekk í fötum af tengdaforeldrunum“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. desember 2022 08:01 Anna Margrét Ólafsdóttir, AMO, er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Anna Margrét Ólafsdóttir, jafnan þekkt sem AMO, er myndlistarkona og lífskúnstner sem brýtur upp fyrir fram ákveðnar hugmyndir og væntingar um klæðnað kynjanna með sínum persónulega stíl. Anna Margrét á ýmsar skemmtilegar sögur í tengslum við klæðaburð sinn en hún er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by AnnaMargrét Ólafsdóttir Amó (@annamargretamo) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Að blanda ólíkum flíkum sem eiga ekkert endilega saman. Mér finnst gaman að blanda ólíkum mynstrum, kannski klæðast röndóttum buxum, abstrakt skyrtu, köflóttum jakka og rósóttum klút. Eiginlega algjört tískuslys, en að taka það nógu langt að það fari hringinn og verði ljótt/flott. View this post on Instagram A post shared by AnnaMargrét Ólafsdóttir Amó (@annamargretamo) Mér finnst gaman að leika mér að þeim mörkum að ég veit ekki hvort að outfittið virki eða ekki. Einnig finnst mér skemmtilegast að vinna á kynjamörkum þegar kemur að fötum. Að mínu mati ættu ekki að vera kvennadeildir og karladeildir í búðum, við erum einstakari og ólíkari en kynjatvíhuggjan gefur til kynna. En mér finnst gaman að nota tískuna til að brjóta upp fyrir fram ákveðnar hugmyndir og væntingar um klæðnað kynjanna. Þegar ég var lítil hugsaði ég oft hvað það væri auðveldara fyrir stráka að klæða sig flott, örugglega bara af því að tengdi meira við fötin sem var ætluð þeim. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er skyrta sem ég keypti í París fyrir næstum tíu árum síðan. Hún er afskaplega litrík með alls konar myndum af dýrum og einhverju bulli. Ég er reyndar búin að nota hana svo mikið að hún er í henglum, en ég er búin að klippa góðan bút af henni og ætla mér að sauma bútinn á hvíta skyrtu. Þannig mun uppáhalds flíkin eiga aðeins lengra líf og ég fæ að njóta mynstursins lengur. Ætli hún sé ekki uppáhalds flíkin mín af því ég man eftir deginum þegar ég keypti hana, var ein á rölti í París og þegar ég sá þessa skyrtu minnti hún helst á listaverk. Anna Margrét í uppáhalds skyrtunni sinni á veitingastað með fjölskyldumeðlimum.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer eftir dögum. Suma daga gríp ég mjög venjuleg föt, einlitar buxur, bol og peysu og læt það duga en aðra daga kemst ég ekki út úr húsi því ég er að púsla saman litum, mynstrum og ólíkum flíkum. Það kemur fyrir að ég er lengi að velja föt þegar ég veit ekki alveg hvernig skapi ég er í þann dag, mér finnst föt segja svo mikið um hvernig okkur líður hverju sinni og hvaða hlið af okkur við viljum draga fram þann dag. Stundum stend ég mig þó að því að vera í of einsleitum og leiðinlegum fötum og reyni að nýta hvert tækifæri til að fara í litríkari og skemmtilegri föt. AMO blandar hiklaust saman litum og mustrum.Aðsend Ég lenti nú reyndar í því að ég var búsett í Helsinki en stödd á Íslandi þegar Covid skall á þannig ég strandaði hér en allt dótið mitt og fötin voru eftir í Helsinki. Ég var þá bara með eina handfarangurstösku með mér á Íslandi. Ég hef enn ekki farið aftur út til Finnlands en vinkona mín sem ég bjó með úti kom með töskurnar mínar í þremur hollum á tveimur árum. Öll skemmtilegustu fötin skiluðu sér til mín núna í sumar eftir tveggja ára fjarveru. Fyrstu mánuðina heima á Íslandi fékk ég mikið lánað og gekk í fötum af kærustunni minni og mömmu og aðeins af tengdaforeldrum mínum. Það var fyndið að máta sig í fötum annarra og stundum krefjandi að finna sinn stíl í þeim. View this post on Instagram A post shared by AnnaMargrét Ólafsdóttir Amó (@annamargretamo) Ég hef auðvitað keypt mér eitthvað líka, en ég vildi samt ekki fylla fataskápinn því ég vissi af uppáhalds flíkunum mínum í Helsinki. Oft er líka mjög fínt að hafa minna úr að velja og þá er rými til að vera meira skapandi með það sem maður hefur. Ég verð að viðurkenna að ég var mjög glöð að fá allar uppáhalds skyrturnar síðustu í ferðatöskunni núna í sumar. Ég var eins og barn á jólunum. En mjög góð leið til að spara og minnka neyslu að taka pásu frá eigin fötum og enduruppgötva þau nokkrum árum seinna. Mæli með! Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Wannabe blanda af íslenskum bónda, dönskum hipster og frönskum rithöfundi. View this post on Instagram A post shared by AnnaMargrét Ólafsdóttir Amó (@annamargretamo) Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Fyrsta svarið mitt væri JÁ, en þegar ég hugsa betur út í það, þá hefur litagleðin haldist en kjólarnir og hælarnir hafa horfið. Fyrstu tvö árin í menntaskóla var ég alltaf búin að ákveða outfit fyrir vikuna, var mikið í pilsum og Kron Kron hælum í skólanum. Ef það var ekki veður fyrir hæla, tók ég þá með í skólann og skipti. Þá var ég með sítt ljóst hár og var oft búin að ákveða hárgreiðslu í stíl við fötin. View this post on Instagram A post shared by AnnaMargrét Ólafsdóttir Amó (@annamargretamo) Þegar ég var búin að klippa mig stutt og meira farin að klæðast buxum og stórum skyrtum var ég eitt kvöld á djamminu og stelpa segir við mig að ég sé „flottur í tauinu“. Ég tók því sem miklu hrósi, enda hefur mér alltaf fundist föt ætluð strákum miklu flottari. Daginn eftir þetta komment fór ég í Spútnik og keypti fleiri skyrtur og bindi og slaufur og klæddi mig í jakkaföt það sem eftir var sumarsins, hef síðan þá haldið mig meira jakkafatamegin í lífinu. Á seinni árum hef ég farið að huga meira að þægindum og byrjaði að ganga í sokkaskóm á þessu ári sem er með því þægilegasta sem ég veit. View this post on Instagram A post shared by AnnaMargrét Ólafsdóttir Amó (@annamargretamo) Ég lærði svo líka á árinu að hekla, kann svo sem ekki að fara eftir neinum uppskriftum en hefur tekist að gera á mig vesti og peysu. Í heklinu fæ ég útrás fyrir litagleði og að blanda alls konar saman sem ég hef kannski ekki séð áður. Ég heklaði vesti á mig fyrir afmælið mitt, ég var heillengi að velja liti í búðinni, vissi svo ekki alveg hvað ég var að spá þegar ég var komin út úr búðinni. En einhvern veginn finnst mér þeir virka saman og skemmir ekki fyrir að hafa búið það til sjálf. AMO klæðist hér vesti sem hún heklaði sjálf.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég myndi segja einhvers konar nostalgía veitir mér innblástur. Allt frá karlmannsfötum í París frá 1920 til barnafata á Íslandi árið 1995. Mér finnst 90’s fötin sem ég klæddist sem barn mjög flott, sterkir litir og áberandi mynstur sem minnir mig á að halda í leikgleðina. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Helst kaupi ég mér ekki svarta flík. Mér líður alltaf eins og ég sé á leið í jarðarför ef ég er í svörtu. Einnig reyni ég helst að kaupa einungis notuð föt eða fá föt frá vinum og ættingjum sem eru að losa sig við gömul föt. Nýjasta flíkin mín eru jakkaföt frá afa sem hann keypti fyrir mörgum árum á Spáni og notar ekki lengur. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það er Mjallhvítar kjóll sem ég klæddist í 100 daga árið 2019. Það var gjörningur sem var hluti af lokaverkefni mínu í myndlist. Það var með því erfiðasta sem ég hef gert. Ég lét sauma á mig tvo kjóla, til að hafa til skiptist svo ég gæti þvegið þá inn á milli. AMO klæddist Mjallhvítar kjólnum í 100 dagaAðsend Ég tengdi ekkert við sniðið á kjólnum, flegið flauelsefni með púff ermar og sítt pils flaksandi í kringum mig eins og óboðinn gestur. Mér leið ekkert eins og mér sjálfri, enda var þetta búningur sem allir þekktu sem Disney prinsessu. Mér fannst eins og ég væri að fela mig á bak við vegg sem var erfitt að brjótast í gegnum. Þó auðvitað eigi ekki að dæma fólk út frá klæðnaði þá finnst mér samt föt vera kynning á hverri manneskju fyrir sig á jákvæðan hátt. Við erum á einhvern hátt að gefa til kynna hver við erum og í hvernig skapi við erum hverju sinni. En með því að klæðast prinsessukjól í þrjá mánuði fannst mér ég týna sjálfri mér að hluta og fannst það koma niður á sjálfstraustinu með því að fela mig svona bak við búning þekktrar teiknimyndapersónu. Aðsend Þessir 100 dagar sem ég klæddist kjólnum voru einhvers konar tilraun til þess að sjá hvaða áhrif þetta myndi hafa á mig og aðra í kringum mig og á sama tíma ádeila um þessar prinsessur sem mín kynslóð ólst upp við að horfa á og verða einhvers konar fyrirmyndir ungra stúlkna. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Þegar ég fer inn í búð, aðallega vintage búðir, þá leyfi ég mér bara að kaupa föt sem mér líður eins og ég eigi nú þegar. Þá meina ég að ef ég er inni í búð og einhver flík fangar athyglina mína af því mér líður eins og þetta sé mín peysa hangandi í búðinni þá má ég kaupa hana. Því þá veit ég að hún á vel við mig, fyrst mér finnst eins og ég eigi hana nú þegar, þó ég hafi aldrei séð hana. Þá losna ég við valkvíðann og mistökin að kaupa eitthvað sem ég held eða vona að muni einhvern tíman nýtast mér en enda síðan á að nota aldrei. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 „Það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast“ Magnús Jóhann Ragnarsson er tónlistarmaður og lífskúnstner sem sækir tískuinnblástur í ýmsar áttir en hefur tímaleysið að leiðarljósi, bæði í klæðaburði og listsköpun. Magnús Jóhann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. desember 2022 09:01 „Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“ Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. nóvember 2022 09:02 Marimekko kápa frá langömmu í miklu uppáhaldi Guðný Margrét Magnúsdóttir, alltaf kölluð Magga Magnúsdóttir, er á sínu lokaári í fatahönnun við Listaháskólann og vakti athygli á dögunum fyrir hönnun sína á sokkum fyrir Amnesty International. Hún heldur mikið upp á kápu frá langömmu sinni og fann sinn persónulega stíl fyrir um tveimur árum síðan. Magga Magnúsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. nóvember 2022 11:31 Markmiðið að fylgja ekki því sem er í tísku hverju sinni Aníta Björk Jóhannsdóttir er litaglaður lífskúnstner sem starfar sem pípari og vann sem landvörður í mörg ár en draumurinn hjá henni er að sinna píparastörfum yfir veturinn og landvörslu á sumrin. Aníta Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by AnnaMargrét Ólafsdóttir Amó (@annamargretamo) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Að blanda ólíkum flíkum sem eiga ekkert endilega saman. Mér finnst gaman að blanda ólíkum mynstrum, kannski klæðast röndóttum buxum, abstrakt skyrtu, köflóttum jakka og rósóttum klút. Eiginlega algjört tískuslys, en að taka það nógu langt að það fari hringinn og verði ljótt/flott. View this post on Instagram A post shared by AnnaMargrét Ólafsdóttir Amó (@annamargretamo) Mér finnst gaman að leika mér að þeim mörkum að ég veit ekki hvort að outfittið virki eða ekki. Einnig finnst mér skemmtilegast að vinna á kynjamörkum þegar kemur að fötum. Að mínu mati ættu ekki að vera kvennadeildir og karladeildir í búðum, við erum einstakari og ólíkari en kynjatvíhuggjan gefur til kynna. En mér finnst gaman að nota tískuna til að brjóta upp fyrir fram ákveðnar hugmyndir og væntingar um klæðnað kynjanna. Þegar ég var lítil hugsaði ég oft hvað það væri auðveldara fyrir stráka að klæða sig flott, örugglega bara af því að tengdi meira við fötin sem var ætluð þeim. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Það er skyrta sem ég keypti í París fyrir næstum tíu árum síðan. Hún er afskaplega litrík með alls konar myndum af dýrum og einhverju bulli. Ég er reyndar búin að nota hana svo mikið að hún er í henglum, en ég er búin að klippa góðan bút af henni og ætla mér að sauma bútinn á hvíta skyrtu. Þannig mun uppáhalds flíkin eiga aðeins lengra líf og ég fæ að njóta mynstursins lengur. Ætli hún sé ekki uppáhalds flíkin mín af því ég man eftir deginum þegar ég keypti hana, var ein á rölti í París og þegar ég sá þessa skyrtu minnti hún helst á listaverk. Anna Margrét í uppáhalds skyrtunni sinni á veitingastað með fjölskyldumeðlimum.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Það fer eftir dögum. Suma daga gríp ég mjög venjuleg föt, einlitar buxur, bol og peysu og læt það duga en aðra daga kemst ég ekki út úr húsi því ég er að púsla saman litum, mynstrum og ólíkum flíkum. Það kemur fyrir að ég er lengi að velja föt þegar ég veit ekki alveg hvernig skapi ég er í þann dag, mér finnst föt segja svo mikið um hvernig okkur líður hverju sinni og hvaða hlið af okkur við viljum draga fram þann dag. Stundum stend ég mig þó að því að vera í of einsleitum og leiðinlegum fötum og reyni að nýta hvert tækifæri til að fara í litríkari og skemmtilegri föt. AMO blandar hiklaust saman litum og mustrum.Aðsend Ég lenti nú reyndar í því að ég var búsett í Helsinki en stödd á Íslandi þegar Covid skall á þannig ég strandaði hér en allt dótið mitt og fötin voru eftir í Helsinki. Ég var þá bara með eina handfarangurstösku með mér á Íslandi. Ég hef enn ekki farið aftur út til Finnlands en vinkona mín sem ég bjó með úti kom með töskurnar mínar í þremur hollum á tveimur árum. Öll skemmtilegustu fötin skiluðu sér til mín núna í sumar eftir tveggja ára fjarveru. Fyrstu mánuðina heima á Íslandi fékk ég mikið lánað og gekk í fötum af kærustunni minni og mömmu og aðeins af tengdaforeldrum mínum. Það var fyndið að máta sig í fötum annarra og stundum krefjandi að finna sinn stíl í þeim. View this post on Instagram A post shared by AnnaMargrét Ólafsdóttir Amó (@annamargretamo) Ég hef auðvitað keypt mér eitthvað líka, en ég vildi samt ekki fylla fataskápinn því ég vissi af uppáhalds flíkunum mínum í Helsinki. Oft er líka mjög fínt að hafa minna úr að velja og þá er rými til að vera meira skapandi með það sem maður hefur. Ég verð að viðurkenna að ég var mjög glöð að fá allar uppáhalds skyrturnar síðustu í ferðatöskunni núna í sumar. Ég var eins og barn á jólunum. En mjög góð leið til að spara og minnka neyslu að taka pásu frá eigin fötum og enduruppgötva þau nokkrum árum seinna. Mæli með! Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Wannabe blanda af íslenskum bónda, dönskum hipster og frönskum rithöfundi. View this post on Instagram A post shared by AnnaMargrét Ólafsdóttir Amó (@annamargretamo) Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Fyrsta svarið mitt væri JÁ, en þegar ég hugsa betur út í það, þá hefur litagleðin haldist en kjólarnir og hælarnir hafa horfið. Fyrstu tvö árin í menntaskóla var ég alltaf búin að ákveða outfit fyrir vikuna, var mikið í pilsum og Kron Kron hælum í skólanum. Ef það var ekki veður fyrir hæla, tók ég þá með í skólann og skipti. Þá var ég með sítt ljóst hár og var oft búin að ákveða hárgreiðslu í stíl við fötin. View this post on Instagram A post shared by AnnaMargrét Ólafsdóttir Amó (@annamargretamo) Þegar ég var búin að klippa mig stutt og meira farin að klæðast buxum og stórum skyrtum var ég eitt kvöld á djamminu og stelpa segir við mig að ég sé „flottur í tauinu“. Ég tók því sem miklu hrósi, enda hefur mér alltaf fundist föt ætluð strákum miklu flottari. Daginn eftir þetta komment fór ég í Spútnik og keypti fleiri skyrtur og bindi og slaufur og klæddi mig í jakkaföt það sem eftir var sumarsins, hef síðan þá haldið mig meira jakkafatamegin í lífinu. Á seinni árum hef ég farið að huga meira að þægindum og byrjaði að ganga í sokkaskóm á þessu ári sem er með því þægilegasta sem ég veit. View this post on Instagram A post shared by AnnaMargrét Ólafsdóttir Amó (@annamargretamo) Ég lærði svo líka á árinu að hekla, kann svo sem ekki að fara eftir neinum uppskriftum en hefur tekist að gera á mig vesti og peysu. Í heklinu fæ ég útrás fyrir litagleði og að blanda alls konar saman sem ég hef kannski ekki séð áður. Ég heklaði vesti á mig fyrir afmælið mitt, ég var heillengi að velja liti í búðinni, vissi svo ekki alveg hvað ég var að spá þegar ég var komin út úr búðinni. En einhvern veginn finnst mér þeir virka saman og skemmir ekki fyrir að hafa búið það til sjálf. AMO klæðist hér vesti sem hún heklaði sjálf.Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég myndi segja einhvers konar nostalgía veitir mér innblástur. Allt frá karlmannsfötum í París frá 1920 til barnafata á Íslandi árið 1995. Mér finnst 90’s fötin sem ég klæddist sem barn mjög flott, sterkir litir og áberandi mynstur sem minnir mig á að halda í leikgleðina. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Helst kaupi ég mér ekki svarta flík. Mér líður alltaf eins og ég sé á leið í jarðarför ef ég er í svörtu. Einnig reyni ég helst að kaupa einungis notuð föt eða fá föt frá vinum og ættingjum sem eru að losa sig við gömul föt. Nýjasta flíkin mín eru jakkaföt frá afa sem hann keypti fyrir mörgum árum á Spáni og notar ekki lengur. Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Það er Mjallhvítar kjóll sem ég klæddist í 100 daga árið 2019. Það var gjörningur sem var hluti af lokaverkefni mínu í myndlist. Það var með því erfiðasta sem ég hef gert. Ég lét sauma á mig tvo kjóla, til að hafa til skiptist svo ég gæti þvegið þá inn á milli. AMO klæddist Mjallhvítar kjólnum í 100 dagaAðsend Ég tengdi ekkert við sniðið á kjólnum, flegið flauelsefni með púff ermar og sítt pils flaksandi í kringum mig eins og óboðinn gestur. Mér leið ekkert eins og mér sjálfri, enda var þetta búningur sem allir þekktu sem Disney prinsessu. Mér fannst eins og ég væri að fela mig á bak við vegg sem var erfitt að brjótast í gegnum. Þó auðvitað eigi ekki að dæma fólk út frá klæðnaði þá finnst mér samt föt vera kynning á hverri manneskju fyrir sig á jákvæðan hátt. Við erum á einhvern hátt að gefa til kynna hver við erum og í hvernig skapi við erum hverju sinni. En með því að klæðast prinsessukjól í þrjá mánuði fannst mér ég týna sjálfri mér að hluta og fannst það koma niður á sjálfstraustinu með því að fela mig svona bak við búning þekktrar teiknimyndapersónu. Aðsend Þessir 100 dagar sem ég klæddist kjólnum voru einhvers konar tilraun til þess að sjá hvaða áhrif þetta myndi hafa á mig og aðra í kringum mig og á sama tíma ádeila um þessar prinsessur sem mín kynslóð ólst upp við að horfa á og verða einhvers konar fyrirmyndir ungra stúlkna. Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Þegar ég fer inn í búð, aðallega vintage búðir, þá leyfi ég mér bara að kaupa föt sem mér líður eins og ég eigi nú þegar. Þá meina ég að ef ég er inni í búð og einhver flík fangar athyglina mína af því mér líður eins og þetta sé mín peysa hangandi í búðinni þá má ég kaupa hana. Því þá veit ég að hún á vel við mig, fyrst mér finnst eins og ég eigi hana nú þegar, þó ég hafi aldrei séð hana. Þá losna ég við valkvíðann og mistökin að kaupa eitthvað sem ég held eða vona að muni einhvern tíman nýtast mér en enda síðan á að nota aldrei.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00 „Það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast“ Magnús Jóhann Ragnarsson er tónlistarmaður og lífskúnstner sem sækir tískuinnblástur í ýmsar áttir en hefur tímaleysið að leiðarljósi, bæði í klæðaburði og listsköpun. Magnús Jóhann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. desember 2022 09:01 „Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“ Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. nóvember 2022 09:02 Marimekko kápa frá langömmu í miklu uppáhaldi Guðný Margrét Magnúsdóttir, alltaf kölluð Magga Magnúsdóttir, er á sínu lokaári í fatahönnun við Listaháskólann og vakti athygli á dögunum fyrir hönnun sína á sokkum fyrir Amnesty International. Hún heldur mikið upp á kápu frá langömmu sinni og fann sinn persónulega stíl fyrir um tveimur árum síðan. Magga Magnúsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. nóvember 2022 11:31 Markmiðið að fylgja ekki því sem er í tísku hverju sinni Aníta Björk Jóhannsdóttir er litaglaður lífskúnstner sem starfar sem pípari og vann sem landvörður í mörg ár en draumurinn hjá henni er að sinna píparastörfum yfir veturinn og landvörslu á sumrin. Aníta Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. nóvember 2022 07:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Best klæddu Íslendingarnir árið 2022 Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 16. desember 2022 06:00
„Það er hættuspil en fátt er betra en þegar það lukkast“ Magnús Jóhann Ragnarsson er tónlistarmaður og lífskúnstner sem sækir tískuinnblástur í ýmsar áttir en hefur tímaleysið að leiðarljósi, bæði í klæðaburði og listsköpun. Magnús Jóhann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. desember 2022 09:01
„Hætt að reyna að selja sjálfri mér að ég sé einhver önnur týpa“ Athafnakonan, bæjarfulltrúinn og lífskúnstnerinn Brynja Dan elskar að sjá hvernig fólk tjáir sig með tískunni á alls konar hátt. Uppáhalds flíkin hennar er Burberry frakki sem hana dreymdi um frá því hún man eftir sér en hún segir annars fataskápinn sinn vera 95% svartar flíkur. Brynja Dan er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 27. nóvember 2022 09:02
Marimekko kápa frá langömmu í miklu uppáhaldi Guðný Margrét Magnúsdóttir, alltaf kölluð Magga Magnúsdóttir, er á sínu lokaári í fatahönnun við Listaháskólann og vakti athygli á dögunum fyrir hönnun sína á sokkum fyrir Amnesty International. Hún heldur mikið upp á kápu frá langömmu sinni og fann sinn persónulega stíl fyrir um tveimur árum síðan. Magga Magnúsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 20. nóvember 2022 11:31
Markmiðið að fylgja ekki því sem er í tísku hverju sinni Aníta Björk Jóhannsdóttir er litaglaður lífskúnstner sem starfar sem pípari og vann sem landvörður í mörg ár en draumurinn hjá henni er að sinna píparastörfum yfir veturinn og landvörslu á sumrin. Aníta Björk er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 13. nóvember 2022 07:01