Fyrir í stjórninni eru Sigurður Reyndalsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, Brynjar H. Ingólfsson, rekstrarstjóri innkaupa- og markaðssviðs, Svanberg Halldórsson, rekstrarstjóri verslana- og rekstrarsviðs, Arndís Arnarsdóttir, starfsmannastjóri, og Ísak Pálmason, fjármálastjóri.
„Við erum því stolt að fá Evu inn í framkvæmdastjórn félagsins þar sem fyrir eru öflugir einstaklingar sem búa yfir víðtækri reynslu hvert á sínu sviði. Ég hef því þá trú að þessi öflugi hópur muni ásamt öllum okkar frábæru starfsmönnum leiða Hagkaup inn í spennandi tíma á komandi tímum og við lítum björtum augum til framtíðar,” er haft eftir Sigurði Reynaldssyni, framkvæmdastjóri Hagkaups, í tilkynningu.