Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Selfoss 34-28 | Heimamenn áfram eftir nokkuð óvæntan sigur Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 16. desember 2022 20:30 ÍR er komið áfram í bikarnum. vísir/diego ÍR er kannski í fallsæti Olís deildarinnar en er komið í 8-liða úrslit í bikarnum eftir frábæran sigur gegn Selfossi í Skógarseli í kvöld. Þegar þessi lið mættust í Olís-deildinni í þessu húsi í október þá fór Selfoss fór öruggan sigur af hólmi. Þeir unnu þá níu marka sigur, en það var alveg ljóst frá byrjun að ÍR-ingar ætluðu ekki að láta það koma fyrir aftur. Heimamenn skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins og settu tóninn, en Selfyssingar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Í hálfleik leiddi ÍR með einu marki. Aftur var það sama sagan þegar seinni hálfleikur hófst. ÍR-ingar voru dýrvitlausir í byrjun seinni hálfleiks og skoruðu fyrstu fimm mörkin. Þeir náðu upp sex marka forskoti og Selfyssingum tókst ekki að koma til baka eftir það. Þeir reyndu og átti varamarkvörðurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson flotta innkomu. Hann talaði mikið og reyndi að kveikja í sínum mönnum en það bara tókst ekki. Það skipti engu máli í dag hvernig staðan er í deildinni, ÍR-ingar vildu þetta bara miklu meira. Af hverju vann ÍR? ÍR byrjaði báða hálfleika gríðarlega vel og voru Selfyssingar ekki alveg tilbúnir að taka þátt í baráttunni sem Breiðhyltingar sýndu. Vörn og markvarsla var í mjög fínu lagi hjá ÍR í dag, og sóknin fylgdi með. Guðmundur Hólmar Helgason og Einar Sverrisson, sem eiga að drífa Selfoss-liðið áfram, hittu ekki á góðan dag og það hafði áhrif. Hverjir stóðu upp úr? Dagur Sverrir Kristjánsson átti stórkostlegan leik og skoraði tíu mörk. Þá var Ólafur Rafn Gíslason mjög flottur í markinu og varði 18 skot. Róbert Snær Örvarsson átti mjög fínan leik í vörninni hjá ÍR. Hjá Selfossi er í raun aðeins hægt að nefna Hannes Höskuldsson sem gerði ellefu mörk. Hvað gekk illa? Selfyssingar mættu hreinlega ekki til leiks fyrstu tíu mínúturnar í báðum hálfleikjum. Það er einfaldlega of dýrt. Markvarslan var ekki góð framan af hjá Selfossi á meðan Ólafur fór hamförum hjá ÍR, og líkt og áður segir þá voru stóru leikmennirnir í Selfossi ekki að hitta á góðan dag. Alltaf þegar Selfoss var við það að ná áhlaupi þá gerðu þeir heimskuleg mistök og ÍR refsaði. Hvað gerist næst? Það er langt jólafrí framundan, og svo bætist HM ofan á það. Gleðilega hátíð. „Finnst við vera að læra rosalega mikið og ég er ótrúlega ánægður með þá“ Bjarni var sáttur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var hæstánægður með leik sinna manna. Á móti Gróttu í síðustu umferð Olís-deildarinnar þá byrjaði liðið einnig vel en tókst þá ekki að landa sigrinum. „Þetta var ótrúlega flottur leikur, algjört áframhald af því sem við höfum verið að gera,“ sagði Bjarni eftir leik. „Við höfum rætt það að hluta til ástæðan fyrir því að við höfum verið að tapa leikjum er það að hinum finnst þeir eiga að vinna á meðan við erum glaðir að við erum að spila vel. Við þurfum að komast yfir þann hjalla andlega að finnast við eiga að vinna og ekki sætta okkur við neitt annað.“ „Við erum að fá hrikalega góðar stöður og erum ótrúlega miklir klaufar og svona. Það gerðist líka seinast. Við ræddum vel um þetta eftir seinasta leik og í hálfleik núna. Við erum að bæta okkur andlega, við erum sterkari í toppstykkinu. Það skóp þennan sigur klárlega.“ „Mér finnst við vera að læra rosalega mikið og ég er ótrúlega ánægður með þá, alltaf.“ ÍR hefur verið nokkuð mikið bikarlið í gegnum tíðina og unnið keppnina tvisvar. Er Bjarni farinn að hugsa um að komast í Laugardalshöllina? „Nei, ég get ekki sagt það. En það er ekki langt í hana. Strákarnir voru að vinna sér inn mjög skemmtilegan leik sem átta-liða úrslitin eru. Það er risaleikur. Ef við spilum vel þá fáum við gjafir. Þeir voru að næla sér í eina slíka.“ Um óskamótherja í átta-liða úrslitum sagði hann: „Ég væri til í að fá slakasta liðið heima. Ég veit ekkert hvaða lið eru í pottinum. Ég tek því sem kemur.“ „Líður alls ekki vel“ Þórir Ólafsson.Vísir/Diego Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var skiljanlega ekki eins glaður og Bjarni þegar hann ræddi við undirritaðan í leikslok. „Mér líður alls ekki vel. Það er virkilega sárt að detta út úr bikar. Það er stutt leið að titli og gaman að komast í höllina. Þessi frammistaða í dag sýndi að við áttum ekki skilið að fara áfram,“ sagði Þórir. Voru þetta óvænt úrslit? „Menn eru kannski að horfa á einhverja töflu og síðasta leik á milli þessara liða. En við höfum séð að ÍR-ingar eru búnir að spila vel og bæta sig mikið. Við mættum ekki nógu grimmir og ÍR vildi þetta meira. Seinni hálfleikurinn var arfaslakur af okkar hálfu.“ „Við brotnuðum bara. Við vorum búnir að tala um það að brotna ekki í mótlæti, en það vantaði meiri neista og samstöðu. Þetta var ekki til fyrirmyndar hjá okkur í dag. Ég óska ÍR til hamingju en við erum virkilega svekktir.“ Hvernig ætla Selfyssingar að nýta pásuna löngu sem framundan er? „Sem best. Menn eru tjónaðir og þreyttir eftir langa períódu núna. Við ætlum að nýta pásuna í frí og æfingar, og bara að bæta það sem þarf að bæta. Það eru alltaf einhverjir hlutir sem hægt er að vinna í. Við höldum áfram að gera það,“ sagði Þórir áður en haldið var upp í rútu til baka á Selfoss. Coca-Cola bikarinn ÍR UMF Selfoss
ÍR er kannski í fallsæti Olís deildarinnar en er komið í 8-liða úrslit í bikarnum eftir frábæran sigur gegn Selfossi í Skógarseli í kvöld. Þegar þessi lið mættust í Olís-deildinni í þessu húsi í október þá fór Selfoss fór öruggan sigur af hólmi. Þeir unnu þá níu marka sigur, en það var alveg ljóst frá byrjun að ÍR-ingar ætluðu ekki að láta það koma fyrir aftur. Heimamenn skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins og settu tóninn, en Selfyssingar unnu sig hægt og bítandi inn í leikinn. Í hálfleik leiddi ÍR með einu marki. Aftur var það sama sagan þegar seinni hálfleikur hófst. ÍR-ingar voru dýrvitlausir í byrjun seinni hálfleiks og skoruðu fyrstu fimm mörkin. Þeir náðu upp sex marka forskoti og Selfyssingum tókst ekki að koma til baka eftir það. Þeir reyndu og átti varamarkvörðurinn Jón Þórarinn Þorsteinsson flotta innkomu. Hann talaði mikið og reyndi að kveikja í sínum mönnum en það bara tókst ekki. Það skipti engu máli í dag hvernig staðan er í deildinni, ÍR-ingar vildu þetta bara miklu meira. Af hverju vann ÍR? ÍR byrjaði báða hálfleika gríðarlega vel og voru Selfyssingar ekki alveg tilbúnir að taka þátt í baráttunni sem Breiðhyltingar sýndu. Vörn og markvarsla var í mjög fínu lagi hjá ÍR í dag, og sóknin fylgdi með. Guðmundur Hólmar Helgason og Einar Sverrisson, sem eiga að drífa Selfoss-liðið áfram, hittu ekki á góðan dag og það hafði áhrif. Hverjir stóðu upp úr? Dagur Sverrir Kristjánsson átti stórkostlegan leik og skoraði tíu mörk. Þá var Ólafur Rafn Gíslason mjög flottur í markinu og varði 18 skot. Róbert Snær Örvarsson átti mjög fínan leik í vörninni hjá ÍR. Hjá Selfossi er í raun aðeins hægt að nefna Hannes Höskuldsson sem gerði ellefu mörk. Hvað gekk illa? Selfyssingar mættu hreinlega ekki til leiks fyrstu tíu mínúturnar í báðum hálfleikjum. Það er einfaldlega of dýrt. Markvarslan var ekki góð framan af hjá Selfossi á meðan Ólafur fór hamförum hjá ÍR, og líkt og áður segir þá voru stóru leikmennirnir í Selfossi ekki að hitta á góðan dag. Alltaf þegar Selfoss var við það að ná áhlaupi þá gerðu þeir heimskuleg mistök og ÍR refsaði. Hvað gerist næst? Það er langt jólafrí framundan, og svo bætist HM ofan á það. Gleðilega hátíð. „Finnst við vera að læra rosalega mikið og ég er ótrúlega ánægður með þá“ Bjarni var sáttur í leikslok.Vísir/Hulda Margrét Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var hæstánægður með leik sinna manna. Á móti Gróttu í síðustu umferð Olís-deildarinnar þá byrjaði liðið einnig vel en tókst þá ekki að landa sigrinum. „Þetta var ótrúlega flottur leikur, algjört áframhald af því sem við höfum verið að gera,“ sagði Bjarni eftir leik. „Við höfum rætt það að hluta til ástæðan fyrir því að við höfum verið að tapa leikjum er það að hinum finnst þeir eiga að vinna á meðan við erum glaðir að við erum að spila vel. Við þurfum að komast yfir þann hjalla andlega að finnast við eiga að vinna og ekki sætta okkur við neitt annað.“ „Við erum að fá hrikalega góðar stöður og erum ótrúlega miklir klaufar og svona. Það gerðist líka seinast. Við ræddum vel um þetta eftir seinasta leik og í hálfleik núna. Við erum að bæta okkur andlega, við erum sterkari í toppstykkinu. Það skóp þennan sigur klárlega.“ „Mér finnst við vera að læra rosalega mikið og ég er ótrúlega ánægður með þá, alltaf.“ ÍR hefur verið nokkuð mikið bikarlið í gegnum tíðina og unnið keppnina tvisvar. Er Bjarni farinn að hugsa um að komast í Laugardalshöllina? „Nei, ég get ekki sagt það. En það er ekki langt í hana. Strákarnir voru að vinna sér inn mjög skemmtilegan leik sem átta-liða úrslitin eru. Það er risaleikur. Ef við spilum vel þá fáum við gjafir. Þeir voru að næla sér í eina slíka.“ Um óskamótherja í átta-liða úrslitum sagði hann: „Ég væri til í að fá slakasta liðið heima. Ég veit ekkert hvaða lið eru í pottinum. Ég tek því sem kemur.“ „Líður alls ekki vel“ Þórir Ólafsson.Vísir/Diego Þórir Ólafsson, þjálfari Selfoss, var skiljanlega ekki eins glaður og Bjarni þegar hann ræddi við undirritaðan í leikslok. „Mér líður alls ekki vel. Það er virkilega sárt að detta út úr bikar. Það er stutt leið að titli og gaman að komast í höllina. Þessi frammistaða í dag sýndi að við áttum ekki skilið að fara áfram,“ sagði Þórir. Voru þetta óvænt úrslit? „Menn eru kannski að horfa á einhverja töflu og síðasta leik á milli þessara liða. En við höfum séð að ÍR-ingar eru búnir að spila vel og bæta sig mikið. Við mættum ekki nógu grimmir og ÍR vildi þetta meira. Seinni hálfleikurinn var arfaslakur af okkar hálfu.“ „Við brotnuðum bara. Við vorum búnir að tala um það að brotna ekki í mótlæti, en það vantaði meiri neista og samstöðu. Þetta var ekki til fyrirmyndar hjá okkur í dag. Ég óska ÍR til hamingju en við erum virkilega svekktir.“ Hvernig ætla Selfyssingar að nýta pásuna löngu sem framundan er? „Sem best. Menn eru tjónaðir og þreyttir eftir langa períódu núna. Við ætlum að nýta pásuna í frí og æfingar, og bara að bæta það sem þarf að bæta. Það eru alltaf einhverjir hlutir sem hægt er að vinna í. Við höldum áfram að gera það,“ sagði Þórir áður en haldið var upp í rútu til baka á Selfoss.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik