Kuldaboli hefur bitið landsmenn síðustu daga. Veturkonungur hefur fylgt kuldabolanum eins og Vestmannaeyingar geta borið vitni um.
Fréttamaður leit við í Hlíðarfjalli í dag.
Og snjórinn mun láta sjá sig víðar á næstu dögum. Gul veðurviðvörun er í gildi á Suður- og Vesturlandi frá kvöldinu í kvöld fram á morgun vegna lægðar sem færist nær landinu. Reiknað er með að þessari lægð fylgi snjókoma og þar sem ekkert annað en frost er í kortunum má gera ráð fyrir að jólin verði hvít víða um land.
Eins og fjallað hefur verið um í fréttum að undanförnu hefur frostið margvísleg áhrif á samfélagið. Það eru þó til staðir þar sem frostinu er ekki bara fagnað, það er nauðsynlegt. Forsenda fyrir rekstrinum.
Kjöraðstæður fyrir skíðasvæði búin snjóbyssum
Hlíðarfjall við Akureyri er einn slíkur staður. Þar er frostinu fagnað enda gerir kuldinn það að verkum að hægt var að opna skíðasvæðið í fyrsta sinn í vetur.
„Mjög gott frost og stilla. Það eru bara kjöraðstæður fyrir búnaðinn, að framleiða,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, framkvæmdastjóri skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli, þegar fréttamaður leit við í fjallinu í dag.
Búnaðurinn sem um ræðir eru snjóframleiðsluvélar, svokallaðar snjóbyssur. Þær hafa verið í gangi allan sólarhringin í Hlíðarfjalli að undanförn, þökk sé frostinu. Án þeirra væri ekki hægt að opna skíðasvæðið í dag.

Það eru nefnilega ekki nema tvær vikur liðnar frá því að útlitið var ekkert sérstaklega bjart, eftir einstaklega snjólítin og raunar hlýjann vetur. Það breytist með komu kuldabola.
„Staðan er bara nokkuð góð núna. Hún var það ekki fyrir tveimur vikum. Þá bara sást í lyng hérna víða um fjall og sést sums staðar enn. En við erum með góðan snjóframleiðslubúnað og það er svo sannarlega að skila sér,“ segir Brynjar Helgi.
Fagna snjóstormum
Frekari snjór er í kortunum og ólíkt flestum landsmönnum fagna forsvarsmenn skíðasvæða þegar snjóstormar eru væntanlegar.
„Já, við fögnum til dæmist að það er spáð stormi eftir helgina. Það eru kannski ekkir alir sem eru fegnir að fá hann en við mjög ánægð að fá snjóstorm því að það hentar okkar starfsemi mjög vel.“

Skíðasvæðið var sem fyrr segir opnað í dag. Það þýðir að skíðavertíðin á hinu landsfræga skíðasvæði Akureyringa er að hefjast.
„Já, það fer að verða allt klárt. Við ætlum að vera með opið á milli 16 og 19 í dag og svo bara hefðbundin opnun á morgun 10-16 og á sunnudag.“
Þannig að þetta er að bresta á?
„Já, þetta er að bresta á. Ég ætla að farar að skella mér í skóna bara rétt fyrir fjögur.“