Innlent

Gular viðvaranir í gildi til hádegis

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Víða er spáð snjókomu, en styttir upp seinnipartinn og lengst af þurrt suðaustantil.
Víða er spáð snjókomu, en styttir upp seinnipartinn og lengst af þurrt suðaustantil. Vísir/Vilhelm

Búist er við snjókomu sunnan- og vestanlands fram yfir hádegi. Gular viðvaranir á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði og Suðurlandi gilda til hádegis.

Talsverð snjókoma á köflum og lélegt skyggni verður á höfuðborgarsvæðinu í dag og búast má við erfiðum akstursskilyrðum.

Víða er spáð snjókomu, en styttir upp seinnipartinn og lengst af þurrt suðaustantil.

Hægari vindur verður á Norðaustur- og Austurlandi og dálítil él við ströndina. Spáð er  0 til 15 stiga frosti og kaldast norðaustantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×