Luka Doncic setti niður 33 þegar lið hans, Dallas Mavericks, fór með sigur af hólmi gegn Portland Trail Blazers en Doncic hefur leikið vel í upphafi keppnistímabilsins.
Þá skoraði LeBron James 30 stig í sigri Los Angeles Lakers gegn Denver Nuggets.
Donovan Mitchell átti svo stórleik er Cleveland Cavaliers lagði Indiana Pacers að velli. Mitchell skoraði 41 stig í leiknum. Fred van Vleet sallaði niður 39 stigum fyrir Toronto Raptors en það dugði ekki til í lei liðsins gegn Brooklyn Nets.
Golden State Warriors, ríkjandi NBA-meistari, sem mun leika án síns lykilleikmanns, Stephen Curry, næstu vikurnar laut í lægra haldi fyrir Philadelphia 76ers.
Úrslitin í leikjum næturinnar má sjá hér að neðan:
Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 126-108
Dallas Mavericks - Portland Trail Blazers 130-110
Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 118-106
Cleveland Cavaliers - Indiana Pacers 118-112
Toronto Raptors - Brooklyn Nets 116-119
Chicago Bulls - New York Knick 91-114
Charlotte Hornets - Atlanta Hawks 106-125
Boston Celtics - Orlando Magic 109-107
Detroit Pistons - Sacramento Kings 113-122
Oklahoma City Thunder - Minnesota Timberwolves 110-112