Innlent

Betur fór en á horfðist í Hafnar­firði

Árni Sæberg skrifar
Frá vettvangi að Breiðvangi í Hafnarfirði í gærkvöldi.
Frá vettvangi að Breiðvangi í Hafnarfirði í gærkvöldi. Ingibjörg Gestsdóttir

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði í nægu að snúast síðastliðinn sólarhring. Þar bar hæst útkall í Hafnarfirði þar sem eldur hafði kviknað í þaki fjölbýlishúss. Betur fór en á horfðist, að sögn slökkviliðsins.

Í færslu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á Facebook segir að tekist hafi að slökkva eldinn og klára öll verkefni á vettvangi á innan við tveimur klukkustundum. Líkt og Vísir greindi frá í gærkvöldi var allt tiltækt lið kallað út.

Það var þó ekki það eina sem slökkviliðsmenn gerðu í gær, farið var í fimm útköll á dælubílum, verkefnum þar sem reykskynjarar fóru í gang vegna eldamennsku, vatntjóni og umferðarslysum var sinnt.

Þá voru verkefni vegna sjúkraflutnings 103 talsins, þar af fjörutíu forgangsverkefni og 27 eftir miðnætti. Sjúkraflutningar gengu margir hverjir hægt vegna ófærðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×