Sport

Argentína unnið fleiri innbyrðis viðureignir gegn Frökkum

Andri Már Eggertsson skrifar
Argentína og Frakkland mættust í sjö marka leik á HM 2018
Argentína og Frakkland mættust í sjö marka leik á HM 2018 Vísir/Getty

Í dag fer fram úrslitaleikur heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu árið 2022 þar sem Argentína og Frakkland mætast. Þessar risaþjóðir hafa tólf sinnum mæst innbyrðis og þar af þrisvar sinnum á heimsmeistaramótinu.

Argentína og Frakkland hafa tólf sinnum mæst innbyrðis. Argentína hefur sex sinnum unnið Frakkland, gert þrjú jafntefli og tapað þrisvar sinnum. Seinasti sigur Argentínu gegn Frakklandi kom árið 2009 í æfingarleik þar sem Lionel Messi skoraði annað af tveimur mörkum Argrentínu.

 

Í dag fer fram fjórði leikurinn milli þessara þjóða á heimsmeistaramóti. Fyrsti leikurinn var árið 1930 þar sem Argentína vann 1-0. Fjörutíu og átta árum síðar mættust þjóðirnar aftur í riðlakeppni heimsmeistaramótsins og aftur vann Argentína þar sem ​​Leopoldo Luque gerði sigurmarkið í 2-1 sigri. Árið 1978 fór Argentína alla leið og vann heimsmeistaramótið.

Frakkland og Argentína mættust í ótrúlegum leik í sextán liða úrslitum á síðasta heimsmeistaramóti árið 2018. Frakkland vann ótrúlegan 4-3 sigur þar sem Kylian Mbappe gerði tvö mörk á fjórum mínútum. Fjórir leikmenn úr byrjunarliði Frakklands gegn Argentínu árið 2018 eru ekki í leikmannahópi Frakklands á HM í Katar. Eftir að hafa slegið út Argentínu fór Frakkland alla leið og vann heimsmeistaramótið í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×