Útlitið var svart þegar hún var komin í hríðir og bíllinn fastur í ófærri götu. En nágrannarnir stukku til og björguðu deginum. Við hittum ungt par í kvöldfréttum sem áttu erfiða ferð upp á fæðingardeild í gær.
Tæplega þriðjungur nemenda sem útskrifuðust úr Fisktækniskóla Íslands í vikunni sem leið eru Pólverjar. Rekstrarstjóri fiskvinnslu í Grindavík segir hana ekki geta verið án erlends vinnuafls. Pólverjarnir eru hæstánægðir með námið sem að hluta var kennt á pólsku.
Starfsfólk hjúkrunarheimilisins Kirkjuhvols á Hvolsvelli hefur tekið að sér að skemmta heimilisfólki á aðventunni - og þar skortir ekki hæfileikana.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö: