Fótbolti

Hvers vegna var Messi í svartri skikkju á langþráðri sögulegri stund?

Hjörvar Ólafsson skrifar
Emírinn klæðir hér Lionel Messi í skikkjuna. 
Emírinn klæðir hér Lionel Messi í skikkjuna.  Vísir/Getty

Það vakti furðu margra fótboltaáhugamanna að Lionel Messi væri klæddur í svarta skikkju þegar hann lyfti verðlaunagripnum fyrir sigur á heimsmeistaramótinu.

Messi sem var að lyfta styttunni í fyrsta skipti á ferlinum heilsaði Gianni Infantino, forseta alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og Tamim bin Hamad Al Thani, Emírnum í Katar áður en hann fékk að handleika styttuna.

Emírinn klæddi Messi hins vegar í svarta skikkju með gulllitaðri rönd áður en argentínski fótboltasnillingurinn fékk að upplifa hina langþráðu stund.

Skikkja þessi er kölluð bisht en karlmenn klæðast henni í Arabalöndum og Mið-Austurlöndum, einkum og sér í lagi Katar, Sádí-Arabíu og Sameinu arabisku furstadæmunum á hátíðarstundum.

Lionel Messi á góðri stundu með samherjum sínum. Vísir/Getty

Sá siður að klæðast bisht á stórum stundum er mörg þúsunda ára gamall en skikkjan er dregin fram á viðburðum á borð við brúðkaup og aðrar trúarlegar athafnir.

Embættismenn og klerkar klæðast einnig bisht við athafnir en skikkjan hefur ámóta merkinu og svart bindi á Vesturlöndum.

Það er ekki venjan að leikmenn klæðist klæðnaði tengdum trúarbrögðum eða hátíðarbúningum þeirra landa sem halda heimsmeistaramótið hverju sinni.

Af þeim sökum vakti það undrun og jafnvel hneykslan að Emírinn hafi tekið upp á því að klæða Messi í svörtu skikkjuna á þessari sögulegu stund.


Tengdar fréttir

Messi ekki hættur með landsliðinu

Lionel Messi kveðst ekki ætla að hætta á toppnum með argentínska karlalandsliðinu í fótbolta karla en hann varð heimsmeistari með liðinu í Doha í Katar fyrr í dag. 

Messi valinn bestur á mótinu

Lionel Messi var valinn besti leikmaðurinn á heimsmeistaramótinu í fótbolta karla sem lauk með sigri Messi og félaga hjá Argentínu í Doha og Katar í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×