Geir segir galið að hafa verið gerður að glæpamanni Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2022 08:01 Geir H. Haarde á síðasta Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hann segir um Landsdómsmálið að hafni hans sé oft stillt upp við hliðina á þekktu fólki frá öðrum löndum sem hefur gert sig sekt um að misnota aðstöðu sína til að stela úr opinberum sjóðum. Hann hafi oft heyrt spurninguna: ,,Hvað stal hann miklu þessi?” um sjálfan sig. vísir/vilhelm Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að sér þyki vænt um það að menn hafi viljað biðja sig afsökunar á því að hafa átt þátt í að draga sig fyrir Landsdóm. Það hafi hins vegar lítið gildi nema það sé gert opinberlega. Þetta kemur meðal annars fram í nýju viðtali við Geir en hann var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Þar ræðir Geir meðal annars hrunið og svo Landsdómsmálið sem situr enn í honum. Geir var í kjölfar fjármálahruns 2008 dreginn fyrir Landsdóm og dæmdur þar fyrir að hafa látið fyrir farast að upplýsa samráðherra sína í ríkisstjórn um alvarleika málsins og aðsteðjandi ógn. Geir var afar ósáttur við þá niðurstöðu sem og að hafa verið dreginn fyrir Landsdóm þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur án refsingar og að málskostnaður félli á ríkissjóð. Hann vísaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu en hafði ekki erindi sem erfiði. Strax í kjölfarið sendi Geir frá sér yfirlýsingu þar sem sagði meðal annars: „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptu mestu máli fyrir mig,“ sagði Geir; að hann hafi unnið málið efnislega. Í samtali við Sölva fer hann nánar í saumana í þessum málum og segir: „Mér datt aldrei í hug að nokkrum manni dytti í hug að ætla að gera glæpamenn úr 4 fyrrverandi ráðherrum, sem voru allir að reyna að gera sitt besta í gríðarlega erfiðum aðstæðum. Ég dreg ekkert fjöður yfir það að eflaust hefur okkur orðið á mistök og mér þá sérstaklega, en að gera mistök á erfiðum tímum er ekki það sama og að fremja glæpsamlegan verknað. Það er gríðarlegur munur á því að vera ósammála tilteknum aðgerðum eða ætla að gera úr því refsivert athæfi. Enda fannst ekkert slíkt þó að það hafi verið farið í gegnum allt hjá mér, alla tölvupósta og fleira.“ Lítið að marka afsökunarbeiðni nema hún sé opinber Eins og Vísir hefur greint frá sendi Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson nýlega frá sér mikla bók um Landsdómsmálið en hann hefur lagst í miklar rannsóknir á þessu efni. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. ,,Ég er ekki endilega sammála öllu sem Hannes Hólmsteinn skrifar í bók sinni um málið sem var að koma út, en bókin er þarft verk og hann hefur augljóslega lagt mikla vinnu í hana,” segir Geir um bókina. Þá kom það jafnframt nýlega fram að Magnús Orri Schram fyrrverandi þingmaður bað Geir opinberlega afsökunar á að hafa tekið þátt í málinu. Sölvi spyr Geir út í það atriði og Geir segist meta þá afsökunarbeiðni mikils: ,,Mér þótti auðvitað mjög vænt um það, þó að seint væri. En það hafa margir aðrir komið að máli við mig persónulega og beðið mig afsökunar, en þá segi ég að það sé nú lítið að marka það nema það sé gert opinberlega,“ segir Geir. Glímdi við krabbamein og Landsdóm Og bætir við að sá sem í raun hafi gengið myndarlegast fram í því og hafi verið fyrstur manna til að gera það hafi verið Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna. Hann hafi skrifað greinar þar um í bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið. „Ég held að hann hafi einlæglega séð mikið eftir þessu. Það kom mér mjög á óvart að fólk sem ég taldi mig þekkja vel ákvað að taka þátt í þessari vegferð,” segir Geir, sem segir málið hafa tekið mikið á sig: ,,Ef maður talar um þetta við útlendinga eiga þeir erfitt með að skilja þetta þegar málið er útskýrt. Nafninu mínu hefur oft verið stillt upp við hliðina á þekktu fólki frá öðrum löndum sem hefur gert sig sekt um að misnota aðstöðu sína til að stela úr opinberum sjóðum. Geir sem sakborningur fyrir Landsdómi.vísir Ég hef oft heyrt spurninguna: „Hvað stal hann miklu þessi?” um sjálfan mig. Ég var fjármálaráðherra lengur en flestir og ef ég hefði seilst í opinbera sjóði hefði það réttlætt Landsdómsmál. Það fóru góð tvö ár af ævi minni meira og minna í þetta og ég var framan af þeim tíma líka að glíma við krabbamein í vélinda, sem betur fer fór allt saman vel. En auðvitað var þetta allt saman mjög dramatískt.” Setti tappann í flöskuna í hruninu Geir segist hafa þurft að hlúa mjög vel að sér til að halda jafnvægi í gegnum hrunið, enda álagið gríðarlegt: ,,Þetta var auðvitað mjög erfitt tímabil og algjörlega ólíkt öllu sem fólk þekkti. En mér tókst að halda ró minni og halda mér í góðu jafnvægi í gegnum allan þennan tíma.“ Og Geir segir frá því að tvennt hafi hann gert til þess meðvitað. „Ég neitaði mér algjörlega um allt áfengi í nánast heilt ár. Ekki að það hafi ekki verið vandamál, en ég vissi bara að það myndi ekki hjálpa mér. Svo var ég mjög duglegur í ræktinni og mætti alla morgna snemma til að vera kominn sprækur í vinnuna eftir að hafa hreyft mig. Þetta tvennt held ég að hafi hjálpað mér persónulega í þessum aðstæðum og hjálpað mér að takast á við hlutina betur.“ Hélt sig frá samfélagsmiðlum Geir segir að afstaða fólks, sem hann taldi sig þekkja vel, í Landsdómsmálinu hafi komið sér mjög á óvart.vísir/vilhelm Þá segist Geir hafa passað sig á því að vera ekkert inni á samfélagsmiðlum þegar sem mest gekk á. „Í raun hélt ég mig nánast alveg frá þeim fram til 2015. Það er mikilvægt fyrir fólk sem er í opinberum störfum að eyða ekki of miklum tíma á samfélagsmiðlum og ég hugsa að það geti auðveldlega brenglað dómgreindina ef maður fer að liggja yfir því sem fólk skrifar þar,” segir Geir. Geir hefur ekki veitt mörg viðtöl um þetta mál né önnur eftir að áfallið reið yfir. Hann segist ekki hafa fundið mikla löngun til þess eða að hafa miklar skoðanir opinberlega á undanförnum árum: ,,Ég er hættur í opinberum störfum og þá ber mér engin skylda til að vera að tjá mig opinberlega eða gefa kost á mér í viðtöl. Ég veit að margir fyrrverandi stjórnmálamenn hafa mikla löngun til að hafa sjónarmið og skoðanir á því sem er að gerast í samfélaginu. Auðvitað kemur það fyrir að mig langar að leggja orð í belg, en það er ekki þannig að ég geti ekki látið það eftir mér.” Landsdómur Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. 5. apríl 2016 17:35 Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. 5. apríl 2016 17:35 Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Þetta kemur meðal annars fram í nýju viðtali við Geir en hann var gestur í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Þar ræðir Geir meðal annars hrunið og svo Landsdómsmálið sem situr enn í honum. Geir var í kjölfar fjármálahruns 2008 dreginn fyrir Landsdóm og dæmdur þar fyrir að hafa látið fyrir farast að upplýsa samráðherra sína í ríkisstjórn um alvarleika málsins og aðsteðjandi ógn. Geir var afar ósáttur við þá niðurstöðu sem og að hafa verið dreginn fyrir Landsdóm þrátt fyrir að hann hafi verið dæmdur án refsingar og að málskostnaður félli á ríkissjóð. Hann vísaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu en hafði ekki erindi sem erfiði. Strax í kjölfarið sendi Geir frá sér yfirlýsingu þar sem sagði meðal annars: „Sú niðurstaða Landsdóms að sýkna mig af alvarlegustu sökunum sem á mig voru bornar skiptu mestu máli fyrir mig,“ sagði Geir; að hann hafi unnið málið efnislega. Í samtali við Sölva fer hann nánar í saumana í þessum málum og segir: „Mér datt aldrei í hug að nokkrum manni dytti í hug að ætla að gera glæpamenn úr 4 fyrrverandi ráðherrum, sem voru allir að reyna að gera sitt besta í gríðarlega erfiðum aðstæðum. Ég dreg ekkert fjöður yfir það að eflaust hefur okkur orðið á mistök og mér þá sérstaklega, en að gera mistök á erfiðum tímum er ekki það sama og að fremja glæpsamlegan verknað. Það er gríðarlegur munur á því að vera ósammála tilteknum aðgerðum eða ætla að gera úr því refsivert athæfi. Enda fannst ekkert slíkt þó að það hafi verið farið í gegnum allt hjá mér, alla tölvupósta og fleira.“ Lítið að marka afsökunarbeiðni nema hún sé opinber Eins og Vísir hefur greint frá sendi Dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson nýlega frá sér mikla bók um Landsdómsmálið en hann hefur lagst í miklar rannsóknir á þessu efni. Niðurstaðan kemur bókarhöfundi ekki á óvart. Geir H. Haarde er saklaus. ,,Ég er ekki endilega sammála öllu sem Hannes Hólmsteinn skrifar í bók sinni um málið sem var að koma út, en bókin er þarft verk og hann hefur augljóslega lagt mikla vinnu í hana,” segir Geir um bókina. Þá kom það jafnframt nýlega fram að Magnús Orri Schram fyrrverandi þingmaður bað Geir opinberlega afsökunar á að hafa tekið þátt í málinu. Sölvi spyr Geir út í það atriði og Geir segist meta þá afsökunarbeiðni mikils: ,,Mér þótti auðvitað mjög vænt um það, þó að seint væri. En það hafa margir aðrir komið að máli við mig persónulega og beðið mig afsökunar, en þá segi ég að það sé nú lítið að marka það nema það sé gert opinberlega,“ segir Geir. Glímdi við krabbamein og Landsdóm Og bætir við að sá sem í raun hafi gengið myndarlegast fram í því og hafi verið fyrstur manna til að gera það hafi verið Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra Vinstri grænna. Hann hafi skrifað greinar þar um í bæði Morgunblaðið og Fréttablaðið. „Ég held að hann hafi einlæglega séð mikið eftir þessu. Það kom mér mjög á óvart að fólk sem ég taldi mig þekkja vel ákvað að taka þátt í þessari vegferð,” segir Geir, sem segir málið hafa tekið mikið á sig: ,,Ef maður talar um þetta við útlendinga eiga þeir erfitt með að skilja þetta þegar málið er útskýrt. Nafninu mínu hefur oft verið stillt upp við hliðina á þekktu fólki frá öðrum löndum sem hefur gert sig sekt um að misnota aðstöðu sína til að stela úr opinberum sjóðum. Geir sem sakborningur fyrir Landsdómi.vísir Ég hef oft heyrt spurninguna: „Hvað stal hann miklu þessi?” um sjálfan mig. Ég var fjármálaráðherra lengur en flestir og ef ég hefði seilst í opinbera sjóði hefði það réttlætt Landsdómsmál. Það fóru góð tvö ár af ævi minni meira og minna í þetta og ég var framan af þeim tíma líka að glíma við krabbamein í vélinda, sem betur fer fór allt saman vel. En auðvitað var þetta allt saman mjög dramatískt.” Setti tappann í flöskuna í hruninu Geir segist hafa þurft að hlúa mjög vel að sér til að halda jafnvægi í gegnum hrunið, enda álagið gríðarlegt: ,,Þetta var auðvitað mjög erfitt tímabil og algjörlega ólíkt öllu sem fólk þekkti. En mér tókst að halda ró minni og halda mér í góðu jafnvægi í gegnum allan þennan tíma.“ Og Geir segir frá því að tvennt hafi hann gert til þess meðvitað. „Ég neitaði mér algjörlega um allt áfengi í nánast heilt ár. Ekki að það hafi ekki verið vandamál, en ég vissi bara að það myndi ekki hjálpa mér. Svo var ég mjög duglegur í ræktinni og mætti alla morgna snemma til að vera kominn sprækur í vinnuna eftir að hafa hreyft mig. Þetta tvennt held ég að hafi hjálpað mér persónulega í þessum aðstæðum og hjálpað mér að takast á við hlutina betur.“ Hélt sig frá samfélagsmiðlum Geir segir að afstaða fólks, sem hann taldi sig þekkja vel, í Landsdómsmálinu hafi komið sér mjög á óvart.vísir/vilhelm Þá segist Geir hafa passað sig á því að vera ekkert inni á samfélagsmiðlum þegar sem mest gekk á. „Í raun hélt ég mig nánast alveg frá þeim fram til 2015. Það er mikilvægt fyrir fólk sem er í opinberum störfum að eyða ekki of miklum tíma á samfélagsmiðlum og ég hugsa að það geti auðveldlega brenglað dómgreindina ef maður fer að liggja yfir því sem fólk skrifar þar,” segir Geir. Geir hefur ekki veitt mörg viðtöl um þetta mál né önnur eftir að áfallið reið yfir. Hann segist ekki hafa fundið mikla löngun til þess eða að hafa miklar skoðanir opinberlega á undanförnum árum: ,,Ég er hættur í opinberum störfum og þá ber mér engin skylda til að vera að tjá mig opinberlega eða gefa kost á mér í viðtöl. Ég veit að margir fyrrverandi stjórnmálamenn hafa mikla löngun til að hafa sjónarmið og skoðanir á því sem er að gerast í samfélaginu. Auðvitað kemur það fyrir að mig langar að leggja orð í belg, en það er ekki þannig að ég geti ekki látið það eftir mér.”
Landsdómur Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Samfélagsmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21 Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00 Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49 Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. 5. apríl 2016 17:35 Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. 5. apríl 2016 17:35 Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Réttindalausir stútar á ferðinni Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Vilja enn að Alþingi biðji ráðherra í landsdómsmáli afsökunar Fjórir þingmenn Mið- og Sjálfstæðisflokksins lögðu fram ályktun um að Alþingi biðji Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og tvo aðra ráðherra afsökunar vegna ákæru til landsdóms. Í þingsályktunartillögu þeirra segir að rangt hafi verið að leggja fram ályktun um að höfða mál gegn þeim. 27. september 2022 15:21
Geir tapaði í Strassborg Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í dag öllum kröfum Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í máli hans gegn íslenska ríkinu. 23. nóvember 2017 09:00
Oddný tjáir sig ekki um afsökunarbeiðni Magnúsar Orra Magnús Orri Marínarson Schram, fyrrverandi alþingismaður, hefur slegið í gegn meðal Sjálfstæðismanna sem kunna sér vart læti yfir afsökunarbeiðni hans vegna hlutdeildar hans í Landsdómsmálinu. 20. september 2022 13:49
Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. 5. apríl 2016 17:35
Landsdómsmálið gæti staðið í Sjálfstæðismönnum Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi atkvæði með því að Geir H. Haarde yrði dreginn fyrir Landsdóm. 5. apríl 2016 17:35
Fyrrverandi þingmaður sér eftir sínum hlut í Landsdómsmálinu Magnús Orri Marínarson Schram átti sæti í nefnd þingmanna sem fjallaði um Rannsóknarskýrslu Alþingis sem unnin var eftir bankahrunið árið 2008. Hans afstaða var sú, á meðan hann sat í nefndinni, að rétt væri að vísa málum þriggja ráðherra ríkisstjórnar Geirs H. Haarde til Landsdóms. Þeirri afstöðu sér hann nú eftir. 19. september 2022 21:18