86 prósent sögðu já við nýjum kjarasamningi SGS við SA Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2022 13:51 Frá fundi Vilhjálms Birgissonar, formanns SGS, formanna VR og ASÍ með Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA í forsætisráðuneytinu á dögunum. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna hjá sautján af nítján félögum Starfsgreinasambandsins sögðu já við nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Í fimmtán af sautján félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Þáttaka var lítil í kosningunum en aðeins sautján prósent félagsmanna tóku afstöðu til samningsins. Rafrænni atkvæðagreiðslu lauk í hádeginu en hún stóð yfir frá 9. til 19. desember. Í heildina var kjörsókn 16,56%, já sögðu 85,71% en nei sögðu 11%. 3,29% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 23.711 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum, en í 15 af 17 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 80% atkvæða. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir félagsmenn hafa setið undir áróðri frá Eflingu sem finni samningnum allt til foráttu. Hann vísar til þess að fjölmargar greinar hafi verið skrifaðar þess efnis. „Það var ályktun birt á sömu mínútu og atkvæðagreiðslan hófst. Starfsmaður Eflingar, Stefán Ólafsson, skrifaði grein og gagnrýndi samninginn. Síðast í gær kom grein eftir formann Eflingar í sama anda,“ segir Vilhjálmur. Niðurstöðurnar liggja nú fyrir. „Þessi niðurstaða í ljósi alls þessa er alveg ótrúleg í mínum huga og staðfestir það sem við vorum algjörlega sannfærð um. Þetta er ótrúlega góður kjarasamningur,“ segir Vilhjálmur. Það sé skoðun fólksins, félagsmanna, sem skipti máli. Stóri dómur sé fallinn. „Fólk byggir lifibrauð sitt á þessu og er sammála okkur í SGS að þetta hafi verið góður samningur. Það er hinn stóri dómur. Það er fólkið sjálft sem kveður upp þennan endanlega úrskurð.“ Samningurinn, sem undirritaður var 3. desember síðastliðinn, telst því samþykktur hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Níu af tíu samþykktu SGS-samninginn á Akranesi Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness samþykktu með yfirgnæfandi meirihluti kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til fimmtán mánaða. Formaður félagsins og Starfsgreinasambandsins á von á að samningurinn verði samþykktur. 19. desember 2022 13:18 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Rafrænni atkvæðagreiðslu lauk í hádeginu en hún stóð yfir frá 9. til 19. desember. Í heildina var kjörsókn 16,56%, já sögðu 85,71% en nei sögðu 11%. 3,29% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 23.711 manns. Niðurstöðurnar voru afgerandi í öllum félögunum, en í 15 af 17 félögum var samningurinn samþykktur með yfir 80% atkvæða. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir félagsmenn hafa setið undir áróðri frá Eflingu sem finni samningnum allt til foráttu. Hann vísar til þess að fjölmargar greinar hafi verið skrifaðar þess efnis. „Það var ályktun birt á sömu mínútu og atkvæðagreiðslan hófst. Starfsmaður Eflingar, Stefán Ólafsson, skrifaði grein og gagnrýndi samninginn. Síðast í gær kom grein eftir formann Eflingar í sama anda,“ segir Vilhjálmur. Niðurstöðurnar liggja nú fyrir. „Þessi niðurstaða í ljósi alls þessa er alveg ótrúleg í mínum huga og staðfestir það sem við vorum algjörlega sannfærð um. Þetta er ótrúlega góður kjarasamningur,“ segir Vilhjálmur. Það sé skoðun fólksins, félagsmanna, sem skipti máli. Stóri dómur sé fallinn. „Fólk byggir lifibrauð sitt á þessu og er sammála okkur í SGS að þetta hafi verið góður samningur. Það er hinn stóri dómur. Það er fólkið sjálft sem kveður upp þennan endanlega úrskurð.“ Samningurinn, sem undirritaður var 3. desember síðastliðinn, telst því samþykktur hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Níu af tíu samþykktu SGS-samninginn á Akranesi Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness samþykktu með yfirgnæfandi meirihluti kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til fimmtán mánaða. Formaður félagsins og Starfsgreinasambandsins á von á að samningurinn verði samþykktur. 19. desember 2022 13:18 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Níu af tíu samþykktu SGS-samninginn á Akranesi Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness samþykktu með yfirgnæfandi meirihluti kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til fimmtán mánaða. Formaður félagsins og Starfsgreinasambandsins á von á að samningurinn verði samþykktur. 19. desember 2022 13:18