Segir að hvaða miðlungs þjálfari sem er gæti náð sama árangri og Southgate Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2022 18:31 Gareth Southgate hefur stýrt enska landsliðinu frá árinu 2016. Vísir/Getty Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu og núverandi sparkspekingur, er ekki hrifinn af árangri enska liðsins á heimsmeistaramótnu sem lauk í Katar í gær. Eins og svo oft áður hafði enska þjóðin miklar væntingar til liðsins í aðdragandi HM og á meðan mótinu stóð. Eftir 6-2 sigur gegn Íran í fyrsta leik riðlakeppninnar höfðu margir trú á því að nú væri fótboltinn loksins að koma heim. Enska karlalandsliðið kom fótboltanum þó ekki heim í þetta skiptið frekar en fyrri ár. Liðið féll úr leik eftir 2-1 tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum í leik þar sem fyrirliðinn Harry Kane misnotaði vítaspyrnu á ögurstundu. Redknapp, sem lék á sínum tíma 17 leiki fyrir enska landsliðið, er allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins á mótinu. Í pistli á Sky Sports segir hann meðal annars að franska liðið sem sló Englendinga úr leik sé eitt slakasta lið Frakka í langan tíma. „Ef þú horfir á franska liðið þá sérðu að þetta er eitt slakasta lið Frakka sem við höfum séð,“ ritar Redknapp. „Þegar ég spilaði á móti þeim árið 1998 þá voru þeir með Zinedine Zidane, Emmanuel Petit, Patrick Viera og Didier Deschamps sem fyrirliða. Þetta voru allt leikmenn sem gátu unnið leiki.“ „Berum þetta saman við liðið í dag. Með fullri virðingu fyrir Olivier Giroud, sem átti frábært mót, en ef hann er einn af þeirra markahæstu mönnum...“ „Frakkar voru án Karim Benzema og N'Golo Kante. Þeir voru bara með Kylian Mbappé sem var með þennan X-factor. Við munum aldrei fá betra tækifæri til að vinna þá en tækifærið sem við fengum í átta liða úrslitum, en stóru augnablikin féllu með þeim.“ Þá segir Redknapp að þrátt fyrir að Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, hafi gert fína hluti með liðið frá því hann tók við árið 2016, þá séu aðrir þjálfarar sem hefðu komið liðinu lengra á nýafstöðnu móti. „Gareth Southgate hefur staðið sig ágætlega með þetta lið. En við eigum ekki að sitja hér og halda að það sé enginn annar sem getur gert það sama. Það er fullt af miðlungs góðum þjálfurum sem myndu standa sig alveg jafn vel.“ „Hvaða enski þjálfari sem er í ensku úrvalsdeildinni hefði komið enska liðinu í átta liða úrslit þegar þú horfir á hvaða liðum við mættum,“ sagði Redknapp. HM 2022 í Katar Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Eins og svo oft áður hafði enska þjóðin miklar væntingar til liðsins í aðdragandi HM og á meðan mótinu stóð. Eftir 6-2 sigur gegn Íran í fyrsta leik riðlakeppninnar höfðu margir trú á því að nú væri fótboltinn loksins að koma heim. Enska karlalandsliðið kom fótboltanum þó ekki heim í þetta skiptið frekar en fyrri ár. Liðið féll úr leik eftir 2-1 tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum í leik þar sem fyrirliðinn Harry Kane misnotaði vítaspyrnu á ögurstundu. Redknapp, sem lék á sínum tíma 17 leiki fyrir enska landsliðið, er allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins á mótinu. Í pistli á Sky Sports segir hann meðal annars að franska liðið sem sló Englendinga úr leik sé eitt slakasta lið Frakka í langan tíma. „Ef þú horfir á franska liðið þá sérðu að þetta er eitt slakasta lið Frakka sem við höfum séð,“ ritar Redknapp. „Þegar ég spilaði á móti þeim árið 1998 þá voru þeir með Zinedine Zidane, Emmanuel Petit, Patrick Viera og Didier Deschamps sem fyrirliða. Þetta voru allt leikmenn sem gátu unnið leiki.“ „Berum þetta saman við liðið í dag. Með fullri virðingu fyrir Olivier Giroud, sem átti frábært mót, en ef hann er einn af þeirra markahæstu mönnum...“ „Frakkar voru án Karim Benzema og N'Golo Kante. Þeir voru bara með Kylian Mbappé sem var með þennan X-factor. Við munum aldrei fá betra tækifæri til að vinna þá en tækifærið sem við fengum í átta liða úrslitum, en stóru augnablikin féllu með þeim.“ Þá segir Redknapp að þrátt fyrir að Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, hafi gert fína hluti með liðið frá því hann tók við árið 2016, þá séu aðrir þjálfarar sem hefðu komið liðinu lengra á nýafstöðnu móti. „Gareth Southgate hefur staðið sig ágætlega með þetta lið. En við eigum ekki að sitja hér og halda að það sé enginn annar sem getur gert það sama. Það er fullt af miðlungs góðum þjálfurum sem myndu standa sig alveg jafn vel.“ „Hvaða enski þjálfari sem er í ensku úrvalsdeildinni hefði komið enska liðinu í átta liða úrslit þegar þú horfir á hvaða liðum við mættum,“ sagði Redknapp.
HM 2022 í Katar Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti