Segir að hvaða miðlungs þjálfari sem er gæti náð sama árangri og Southgate Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. desember 2022 18:31 Gareth Southgate hefur stýrt enska landsliðinu frá árinu 2016. Vísir/Getty Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu og núverandi sparkspekingur, er ekki hrifinn af árangri enska liðsins á heimsmeistaramótnu sem lauk í Katar í gær. Eins og svo oft áður hafði enska þjóðin miklar væntingar til liðsins í aðdragandi HM og á meðan mótinu stóð. Eftir 6-2 sigur gegn Íran í fyrsta leik riðlakeppninnar höfðu margir trú á því að nú væri fótboltinn loksins að koma heim. Enska karlalandsliðið kom fótboltanum þó ekki heim í þetta skiptið frekar en fyrri ár. Liðið féll úr leik eftir 2-1 tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum í leik þar sem fyrirliðinn Harry Kane misnotaði vítaspyrnu á ögurstundu. Redknapp, sem lék á sínum tíma 17 leiki fyrir enska landsliðið, er allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins á mótinu. Í pistli á Sky Sports segir hann meðal annars að franska liðið sem sló Englendinga úr leik sé eitt slakasta lið Frakka í langan tíma. „Ef þú horfir á franska liðið þá sérðu að þetta er eitt slakasta lið Frakka sem við höfum séð,“ ritar Redknapp. „Þegar ég spilaði á móti þeim árið 1998 þá voru þeir með Zinedine Zidane, Emmanuel Petit, Patrick Viera og Didier Deschamps sem fyrirliða. Þetta voru allt leikmenn sem gátu unnið leiki.“ „Berum þetta saman við liðið í dag. Með fullri virðingu fyrir Olivier Giroud, sem átti frábært mót, en ef hann er einn af þeirra markahæstu mönnum...“ „Frakkar voru án Karim Benzema og N'Golo Kante. Þeir voru bara með Kylian Mbappé sem var með þennan X-factor. Við munum aldrei fá betra tækifæri til að vinna þá en tækifærið sem við fengum í átta liða úrslitum, en stóru augnablikin féllu með þeim.“ Þá segir Redknapp að þrátt fyrir að Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, hafi gert fína hluti með liðið frá því hann tók við árið 2016, þá séu aðrir þjálfarar sem hefðu komið liðinu lengra á nýafstöðnu móti. „Gareth Southgate hefur staðið sig ágætlega með þetta lið. En við eigum ekki að sitja hér og halda að það sé enginn annar sem getur gert það sama. Það er fullt af miðlungs góðum þjálfurum sem myndu standa sig alveg jafn vel.“ „Hvaða enski þjálfari sem er í ensku úrvalsdeildinni hefði komið enska liðinu í átta liða úrslit þegar þú horfir á hvaða liðum við mættum,“ sagði Redknapp. HM 2022 í Katar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Eins og svo oft áður hafði enska þjóðin miklar væntingar til liðsins í aðdragandi HM og á meðan mótinu stóð. Eftir 6-2 sigur gegn Íran í fyrsta leik riðlakeppninnar höfðu margir trú á því að nú væri fótboltinn loksins að koma heim. Enska karlalandsliðið kom fótboltanum þó ekki heim í þetta skiptið frekar en fyrri ár. Liðið féll úr leik eftir 2-1 tap gegn Frökkum í átta liða úrslitum í leik þar sem fyrirliðinn Harry Kane misnotaði vítaspyrnu á ögurstundu. Redknapp, sem lék á sínum tíma 17 leiki fyrir enska landsliðið, er allt annað en sáttur við frammistöðu liðsins á mótinu. Í pistli á Sky Sports segir hann meðal annars að franska liðið sem sló Englendinga úr leik sé eitt slakasta lið Frakka í langan tíma. „Ef þú horfir á franska liðið þá sérðu að þetta er eitt slakasta lið Frakka sem við höfum séð,“ ritar Redknapp. „Þegar ég spilaði á móti þeim árið 1998 þá voru þeir með Zinedine Zidane, Emmanuel Petit, Patrick Viera og Didier Deschamps sem fyrirliða. Þetta voru allt leikmenn sem gátu unnið leiki.“ „Berum þetta saman við liðið í dag. Með fullri virðingu fyrir Olivier Giroud, sem átti frábært mót, en ef hann er einn af þeirra markahæstu mönnum...“ „Frakkar voru án Karim Benzema og N'Golo Kante. Þeir voru bara með Kylian Mbappé sem var með þennan X-factor. Við munum aldrei fá betra tækifæri til að vinna þá en tækifærið sem við fengum í átta liða úrslitum, en stóru augnablikin féllu með þeim.“ Þá segir Redknapp að þrátt fyrir að Gareth Southgate, þjálfari enska liðsins, hafi gert fína hluti með liðið frá því hann tók við árið 2016, þá séu aðrir þjálfarar sem hefðu komið liðinu lengra á nýafstöðnu móti. „Gareth Southgate hefur staðið sig ágætlega með þetta lið. En við eigum ekki að sitja hér og halda að það sé enginn annar sem getur gert það sama. Það er fullt af miðlungs góðum þjálfurum sem myndu standa sig alveg jafn vel.“ „Hvaða enski þjálfari sem er í ensku úrvalsdeildinni hefði komið enska liðinu í átta liða úrslit þegar þú horfir á hvaða liðum við mættum,“ sagði Redknapp.
HM 2022 í Katar Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira