Fótbolti

Næstum því búnir að slasa Messi í fagnaðar­látunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi upp á rútunni með þeim Leandro Paredes, Rodrigo De Paul, Angel Di Maria og Nicolas Otamendi.
Lionel Messi upp á rútunni með þeim Leandro Paredes, Rodrigo De Paul, Angel Di Maria og Nicolas Otamendi. Getty/Rodrigo Valle

Hvað væri það versta sem gæti gerst í fagnaðarlátum Argentínumanna eftir heimsmeistaratitilinn? Við sáum það kannski næstum því verða að veruleika í sigurhátíð Argentínumanna um miðja nótt í Buenos Aires.

Lionel Messi var nefnilega nálægt því að meiðast í fagnaðarlátunum.

Argentínska landsliðið lenti í Argentínu um miðja nótt eftir flugið frá Katar og það voru hundruð þúsunda samankomin til að fagna þeim þótt klukkan væri bara fjögur að nótt.

Argentínsku leikmennirnir fóru í rútu sem keyrði um göturnar í Buenos Aires og þar gátu þeir veifað til stuðningsmanna sinna og fengið sigurgleðina beint í æð.

Lionel Messi var að sjálfsögðu þarna en litlu mátti þó muna að illa færi.

Messi sat þarna á toppi rútunnar ásamt Angel Di Maria, Leandro Paredes, Rodrigo De Paul og Nicolas Otamendi. Rútan keyrði þá í átt að vírum sem lágu yfir götuna og rétt áður en þeir lenti á þeim þá tókst þeim sem betur að beygja sig niður og forðast þá.

Vírarnir hefðu auðvitað geta stórslasað þá alla, bæði sjálfir vírarnir en eins með því að fella þá ofan af rútunni. Sem betur fer sluppu allir vel úr þessu og geta því haldið áfram að fagna með löndum sínum næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×