Baggalútur og GDRN með nýtt jólalag: „Mátulega passív–agressíf“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. desember 2022 11:31 GDRN og Guðmundur Pálsson fluttu jólalagið Myrra á jólatónleikum Baggalúts. Skjáskot/Vísir Hljómsveitin Baggalútur og söngkonan GDRN voru að senda frá sér tónlistarmyndband við splunkunýtt lag sem þau frumfluttu á jólatónleikum Baggalúts í ár. Lagið ber heitið Myrra en blaðamaður heyrði í Braga Valdimar og fékk að heyra nánar frá. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Myrra - Baggalútur & GDRN Aðventutregi „Þegar Guðrún samþykkti að vera gestur hjá okkur fórum við að velta fyrir okkur hvað hún ætti að syngja. Það var gefið að hún myndi taka „Jólin eru okkar“, en við vildum endilega bæta við öðru lagi með henni,“ segir Bragi Valdimar. Það varð úr að hann samdi þetta lag fyrir hana. „Sem hún sem betur fer samþykkti að syngja! Þetta er með dálítið melankólískum texta um skammdegið og smá aðventutrega. Einhvern veginn er myrran einmitt táknið um það, aukapakkinn til jesúbarnsins, sem fær kannski ekki mestu athyglina hjá viðtakandanum. Guðrún gerir þetta auðvitað snilldarvel og ekki skemmir sópransaxinn hjá Óskari Guðjóns fyrir.“ GDRN var meðal leynigesta á jólatónleikum Baggalúts í ár. Tékkneski listamaðurinn Krištof Kintera hannaði sviðið.Spessi Fremur fúl í desember Hér má finna textann við lagið Myrra, fyrir þau sem elska að syngja með. Þau koma bara einu sinni á ári. Ótrúlega vinsæl, miðað við. Með öllu sínu óhófi og fári — um allan heim. Ég held samt alveg helling upp á þau — og heilmikið með þeim. Þau flæða yfir menn og málleysingja, mátulega passív–agressíf. Þegar trítilóðar kirkjubjöllur hringja — heims um ból þá er endanlega óumflýjanlegt það eru… jól — enn á ný. Ég hefði nú reyndar mátt búast við því. Jól — eins og í fyrra. Veröldin er reykelsi og gull. En ég er myrra. Ég hefði átt að elska þig í júlí í öllu falli meðan það var bjart. En í staðinn er ég hér — fremur fúl í desember. Og horfi upp á hamingjusöm flón sem halda…. jól — enn á ný. Ég hefði nú getað gert ráð fyrir því. Jól — eins og í fyrra. Veröldin er reykelsi og gull. En ég er myrra. Veröldin er reykelsi og gull. En ég er myrra. Baggalútur ásamt góðum gestum í lok tónleikanna.Spessi Lag og texti: Bragi Valdimar Skúlason. GDRN, söngur. Guðmundur Pálsson, söngur. Sigurður Guðmundsson, raddir. Kristinn Snær Agnarsson, trommur. Helgi Svavar Helgason, slagverk. Guðmundur Pétursson, gítar. Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi. Chris Carmichael, strengir. Óskar Guðjónsson, saxófónn. Tómas Jónsson, píanó og orgel. Tekið upp í Háskólabíói í desember 2022. Hljóðupptökur: Friðjón Jónsson. Hljóðblöndun og hljómjöfnun: Friðjón Jónsson og Guðmundur Kristinn Jónsson. Stjórn hljóðupptöku: Guðmundur Kristinn Jónsson. Stjórn myndupptöku: Helgi Jóhannesson. Klipping og litgreining: Guðmundur Kristinn Jónsson. Myndataka: Hlynur Hólm Hauksson, Sturla Holm Skúlason, Jón Víðir Hauksson, Gísli Berg, Vilhjálmur Siggeirsson Jól Jólalög Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Jóladagatal Vísis: Besta lag Baggalúts er eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara Að fara á tónleika með snillingunum í Baggalút er fyrir mörgum orðinn ómissandi partur af aðventunni. Því miður komast alltaf færri að en vilja en Vísir bætir það upp með þessu lagi í Jóladagatalinu. 12. desember 2022 07:00 Baggalútur afhjúpar samstarf við frægan erlendan listamann Ástsæla og sívinsæla sveitin Baggalútur var að senda frá sér myndband af áhugaverðum blaðamannafundi þeirra. Ástæðan er komandi jólatónleikatörn sveitarinnar og samstarf við tékkneska listamanninn og hönnuðinn Krištof Kintera.. 10. nóvember 2022 12:04 Nýtt lag frá Baggalút: „Extra sjálfhverfur og sjálfumglaður“ Hljómsveitin Baggalútur gefur frá sér glænýjan hásumarsmell sem fær hlustendur til þess að dansa og dilla sér á björtum sumarnóttum. Þeir eru að sjóða saman nýja plötu og eru strax byrjaðir að huga að jólagleðinni. 28. júní 2022 13:08 „Það er ekki bannað að hafa gaman“ Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. 20. desember 2021 00:00 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Myrra - Baggalútur & GDRN Aðventutregi „Þegar Guðrún samþykkti að vera gestur hjá okkur fórum við að velta fyrir okkur hvað hún ætti að syngja. Það var gefið að hún myndi taka „Jólin eru okkar“, en við vildum endilega bæta við öðru lagi með henni,“ segir Bragi Valdimar. Það varð úr að hann samdi þetta lag fyrir hana. „Sem hún sem betur fer samþykkti að syngja! Þetta er með dálítið melankólískum texta um skammdegið og smá aðventutrega. Einhvern veginn er myrran einmitt táknið um það, aukapakkinn til jesúbarnsins, sem fær kannski ekki mestu athyglina hjá viðtakandanum. Guðrún gerir þetta auðvitað snilldarvel og ekki skemmir sópransaxinn hjá Óskari Guðjóns fyrir.“ GDRN var meðal leynigesta á jólatónleikum Baggalúts í ár. Tékkneski listamaðurinn Krištof Kintera hannaði sviðið.Spessi Fremur fúl í desember Hér má finna textann við lagið Myrra, fyrir þau sem elska að syngja með. Þau koma bara einu sinni á ári. Ótrúlega vinsæl, miðað við. Með öllu sínu óhófi og fári — um allan heim. Ég held samt alveg helling upp á þau — og heilmikið með þeim. Þau flæða yfir menn og málleysingja, mátulega passív–agressíf. Þegar trítilóðar kirkjubjöllur hringja — heims um ból þá er endanlega óumflýjanlegt það eru… jól — enn á ný. Ég hefði nú reyndar mátt búast við því. Jól — eins og í fyrra. Veröldin er reykelsi og gull. En ég er myrra. Ég hefði átt að elska þig í júlí í öllu falli meðan það var bjart. En í staðinn er ég hér — fremur fúl í desember. Og horfi upp á hamingjusöm flón sem halda…. jól — enn á ný. Ég hefði nú getað gert ráð fyrir því. Jól — eins og í fyrra. Veröldin er reykelsi og gull. En ég er myrra. Veröldin er reykelsi og gull. En ég er myrra. Baggalútur ásamt góðum gestum í lok tónleikanna.Spessi Lag og texti: Bragi Valdimar Skúlason. GDRN, söngur. Guðmundur Pálsson, söngur. Sigurður Guðmundsson, raddir. Kristinn Snær Agnarsson, trommur. Helgi Svavar Helgason, slagverk. Guðmundur Pétursson, gítar. Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi. Chris Carmichael, strengir. Óskar Guðjónsson, saxófónn. Tómas Jónsson, píanó og orgel. Tekið upp í Háskólabíói í desember 2022. Hljóðupptökur: Friðjón Jónsson. Hljóðblöndun og hljómjöfnun: Friðjón Jónsson og Guðmundur Kristinn Jónsson. Stjórn hljóðupptöku: Guðmundur Kristinn Jónsson. Stjórn myndupptöku: Helgi Jóhannesson. Klipping og litgreining: Guðmundur Kristinn Jónsson. Myndataka: Hlynur Hólm Hauksson, Sturla Holm Skúlason, Jón Víðir Hauksson, Gísli Berg, Vilhjálmur Siggeirsson
Jól Jólalög Tónlist Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Jóladagatal Vísis: Besta lag Baggalúts er eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara Að fara á tónleika með snillingunum í Baggalút er fyrir mörgum orðinn ómissandi partur af aðventunni. Því miður komast alltaf færri að en vilja en Vísir bætir það upp með þessu lagi í Jóladagatalinu. 12. desember 2022 07:00 Baggalútur afhjúpar samstarf við frægan erlendan listamann Ástsæla og sívinsæla sveitin Baggalútur var að senda frá sér myndband af áhugaverðum blaðamannafundi þeirra. Ástæðan er komandi jólatónleikatörn sveitarinnar og samstarf við tékkneska listamanninn og hönnuðinn Krištof Kintera.. 10. nóvember 2022 12:04 Nýtt lag frá Baggalút: „Extra sjálfhverfur og sjálfumglaður“ Hljómsveitin Baggalútur gefur frá sér glænýjan hásumarsmell sem fær hlustendur til þess að dansa og dilla sér á björtum sumarnóttum. Þeir eru að sjóða saman nýja plötu og eru strax byrjaðir að huga að jólagleðinni. 28. júní 2022 13:08 „Það er ekki bannað að hafa gaman“ Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. 20. desember 2021 00:00 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Jóladagatal Vísis: Besta lag Baggalúts er eftir ástralskættaðan falsettuhneggjara Að fara á tónleika með snillingunum í Baggalút er fyrir mörgum orðinn ómissandi partur af aðventunni. Því miður komast alltaf færri að en vilja en Vísir bætir það upp með þessu lagi í Jóladagatalinu. 12. desember 2022 07:00
Baggalútur afhjúpar samstarf við frægan erlendan listamann Ástsæla og sívinsæla sveitin Baggalútur var að senda frá sér myndband af áhugaverðum blaðamannafundi þeirra. Ástæðan er komandi jólatónleikatörn sveitarinnar og samstarf við tékkneska listamanninn og hönnuðinn Krištof Kintera.. 10. nóvember 2022 12:04
Nýtt lag frá Baggalút: „Extra sjálfhverfur og sjálfumglaður“ Hljómsveitin Baggalútur gefur frá sér glænýjan hásumarsmell sem fær hlustendur til þess að dansa og dilla sér á björtum sumarnóttum. Þeir eru að sjóða saman nýja plötu og eru strax byrjaðir að huga að jólagleðinni. 28. júní 2022 13:08
„Það er ekki bannað að hafa gaman“ Baggalútur harmar mjög ef að sóttvarnabrot voru framin á tónleikum þeirra í gær eins og lögreglan greindi frá í dag. Hljómsveitin hafi látið almannavarnir taka út fyrirkomulag viðburðarins í síðustu viku til að passa að allt væri í samræmi við gildandi reglur og eina brotið sem meðlimir hljómsveitarinnar hafi tekið eftir í gær hafi verið grímuleysi margra gesta, sem er eflaust vandamál við flesta viðburði í dag. 20. desember 2021 00:00