Innlent

Beið í á­tján klukku­stundir í Straums­vík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Carl hafði beðið í átján klukkustundir við lokunina á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík. Þegar flugferð hans var frestað til morguns hélt hann aftur til Reykjavíkur.
Carl hafði beðið í átján klukkustundir við lokunina á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík. Þegar flugferð hans var frestað til morguns hélt hann aftur til Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Breski ferðamaðurinn Carl Gallagher hafði beðið í bíl í Straumsvík í átján klukkustundir þegar hann ákvað að gefast upp eftir að flugi hans var frestað til morguns.

Carl var fremstur í bílaröð við lokun Reykjanesbrautarinnar í Straumsvík þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði tali af honum í morgun. Carl útskýrði að hann hefði ákveðið að bíða þess í von og óvon að brautin yrði opnuð. Biðin varði í heilar átján klukkustundir.

Þegar honum bárust fregnir um að flugi hans hefði enn verið frestað til hádegis á morgun ákvað hann að snúa við til Reykjavíkur.

Mörgum flugferðum hefur verið aflýst á Keflavíkurflugvelli bæði í gær og í dag. Reykjanesbraut var opnuð fyrir umferð í hádeginu. Þar er hálka og við bætist skafrenningur á snjóþekja nærri Reykjanesbær.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×