Martínez var valinn besti markvörður HM í Katar enda átti hann risastóran þátt í að Argentína stóð uppi sem sigurvegari. Það sem Martínez hefur gert eftir úrslitaleikinn gegn Frakklandi hefur þó ekki síður vakið athygli.
Hann fagnaði á mjög sérstakan þátt þegar hann tók við verðlaununum fyrir að vera besti markvörður HM.
Þegar Argentínumenn komu inn í búningsklefa bað hann svo samherja sína um að hafa einnar mínútu þögn fyrir frönsku stórstjörnuna Kylian Mbappé.
Martínez var ekki hættur og þegar Argentínumenn fögnuðu heimsmeistaratitlinum fyrir framan landa sína í gær var hann mættur með brúðu með andliti Mbappés.
Frakkinn, sem fagnaði 24 ára afmæli sínu í gær, gerði þrennu í úrslitaleiknum auk þess sem hann skoraði úr sinni spyrnu í vítakeppninni.