Fótbolti

Sakaður um að hafa lekið upplýsingum úr franska hópnum í fjölmiðla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benjamin Pavard snertir HM-styttuna eftir úrslitaleik Frakka og Argentínumanna.
Benjamin Pavard snertir HM-styttuna eftir úrslitaleik Frakka og Argentínumanna. getty/Shaun Botterill

Benjamin Pavard, leikmaður franska fótboltalandsliðsins, er sakaður um að hafa gagnrýnt samherja sína á meðan úrslitaleik HM stóð og lekið upplýsingum úr herbúðum franska liðsins.

Pavard var í byrjunarliði Frakka í fyrsta leik þeirra á HM, 4-1 sigri á Áströlum, en spilaði ekkert eftir það. Samkvæmt franska blaðinu L'Equipe gagnrýndu bæði Didier Deschamps, þjálfari Frakka, og nokkrir leikmenn liðsins Pavard fyrir frammistöðu hans í leiknum. 

Hann svaraði fyrir sig og dæmið snerist svo við í úrslitaleiknum þegar hann gagnrýndi samherja sína meðan hann sat á varamannabekknum. Deschamps var ósáttur við Pavard og lét hann heyra það.

Samherjar Pavards voru líka ósáttir við hann og gruna hann um að hafa lekið upplýsingum úr franska hópnum í fjölmiðla.

Pavard, sem leikur með Bayern München, var í lykilhlutverki þegar Frakkar urðu heimsmeistarar í Rússlandi fyrir fjórum árum en hefur ekki náð að fylgja því nægilega vel eftir og framtíð hans með franska liðinu er nú í óvissu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×