Úkraínuforseti færir Bandaríkjaforseta áritaðan fána hermanna á vígstöðvunum Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2022 19:20 Hermenn í Bakhmut afhentu forseta sínum áritaðan úkraínskan fána sem hann sagðist ætla að taka með sér til Bandaríkjanna. AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Bandarísk stjórnvöld munu staðfesta 45 milljarða dollara aðstoð við Úkraínu í óvæntri heimsókn Úkraínuforseta til Bandaríkjanna í kvöld. Zelenskyy heiðrari hermenn á víglínunni í Bakhmut í gær og sagði þá verja alla Úkraínu fyrir dauða og eyðileggingu sem Rússar skildu alls staðar eftir sig. Í dag eru 300 dagar liðnir frá því Rússar hófu ólöglega innrás sína í fullvalda og sjálfstæða Úkraínu. Hrikaleg eyðilegging, fjöldamorð á óbreyttum borgurum, pyntingar á föngum og ólöglegt brottnám á börnum sem fullorðnum til Rússlands er hinn ömurlegi minnisvarði sem her Putins Rússlandsforseta hefur reist rússnesku þjóðinni. Zelenskyy sæmdi hermenn í Bakhmut orðum og sagði þá ekki einungis vera að verja borgina heldur alla Úkraínu.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti birtist óvænt á vígstöðvunum í Bakhmut á Donbas svæðinu í gær þar sem bardagarnir hafa verið hvað harðastir undanfarnar vikur. Hann stappaði stálinu í hermenn sína og sæmdi þá heiðursmerkjum. Heyra mátti sprengjugnýinn þar sem hann ávarpaði hermennina. „Við færum þeim sem ekki eru lengur meðal okkar þakkir. Ef hægt er heiðrum við minningu allra fallinna hetja með stuttri þögn,“ sagði Zelenskyy í hópi hermanna. Forsetinn hét því að Úkraínumenn muni endurheimta öll hernumin landsvæði. „Það sem ég vil segja við ykkur hér í Donbas er að þið eruð að verja alla Úkraínu. Ef þeir ná Donbas munu þeir endurtaka leikinn í öllum borgum landsins vegna þess að þeir samþiggja ekkert úkraínskt. Ég er hundrað prósent viss um það. Þessa vegna hvíla varnir allrar Úkraínu á herðum ykkar, ekki bara Donbas," sagði forsetinn. Forseti Úkraínu (fyrir miðri mynd) situr fyrir á mynd með hópi hermanna í fremstu víglínu í borginni Bakhmut á Donbas svæðinu.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Zelenskyy sagði hermönnum í Bakhmut að það væri heiður að vera á meðal þeirra. Barátta þeirri hleypti kjarki og baráttuanda í alla þjóðina. „Þetta er ekki bara Bakhmut, borgin er táknrænt virki. Við viljum ekki að rússneski fáninn blakti á rústum virkja okkar. Þannig að ég færi ykkur þakkir. Verið sterk og verjið þetta virki,“ sagði forsetinn undri þrumum stórskotaliðsárása í næsta nágrenni. Það er eins og hermennirnir hafi vitað að Zelenskyy væri á leið til Bandaríkjanna. Því áður en hann fór frá þeim afhentu þeir forsetanum áritaðan fána með áskorun til Bandaríkjamanna um frekari hernaðarstuðning. „Óvinurinn er að auka herafla sinn en þjóð okkar er hugrakkari og þarf á öflugri vopnum að halda. Við munum koma þessum skilaboðum áfram til Bandaríkjaþings, til forseta Bandaríkjanna. Við erum þakklát fyrir stuðning Bandaríkjamanna, en hann dugar ekki til. Hann er aðeins áfangi en dugar ekki til,“sagði Zelenskyy eftir að hafa tekið við fánanum. Joe Biden fundar með Zelenskyy í Hvíta húsinu í kvöld og hefur lofað áframhaldandi stuðningi við landið.AP/Patrick Semansky Forsetanum verður að ósk sinni því þegar hann hittir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld verður 45 milljarða dollara stuðningur við Úkraínu staðfestur og að þeir fái fullkomnustu loftvarnakerfi sem völ er á í heiminum. Að loknum fundi með Biden sem hefst um klukkan sjö að íslenskum tíma á hann fundi með ýmsum hernaðarsérfræðingum, fundar með fréttamönnum og þingmönnum og ávarpar sameinaðar deildir Bandaríkjaþings. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Selenskí heimsækir Bandaríkin í dag Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fer í sína fyrstu utanlandsferð í dag frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. 21. desember 2022 07:28 ESB samþykkir verðþak á jarðgasi Samþykkt hefur verið innan Evrópusambandsins að innleiða verðþak á jarðgasi frá og með 15.febrúar næstkomandi. Verðþakið felur í sér að óheimilt er að greiða hærra verð en 180 evrur fyrir megavattstundina í meira en þrjá daga í röð. 20. desember 2022 14:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. 20. desember 2022 14:49 Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Í dag eru 300 dagar liðnir frá því Rússar hófu ólöglega innrás sína í fullvalda og sjálfstæða Úkraínu. Hrikaleg eyðilegging, fjöldamorð á óbreyttum borgurum, pyntingar á föngum og ólöglegt brottnám á börnum sem fullorðnum til Rússlands er hinn ömurlegi minnisvarði sem her Putins Rússlandsforseta hefur reist rússnesku þjóðinni. Zelenskyy sæmdi hermenn í Bakhmut orðum og sagði þá ekki einungis vera að verja borgina heldur alla Úkraínu.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti birtist óvænt á vígstöðvunum í Bakhmut á Donbas svæðinu í gær þar sem bardagarnir hafa verið hvað harðastir undanfarnar vikur. Hann stappaði stálinu í hermenn sína og sæmdi þá heiðursmerkjum. Heyra mátti sprengjugnýinn þar sem hann ávarpaði hermennina. „Við færum þeim sem ekki eru lengur meðal okkar þakkir. Ef hægt er heiðrum við minningu allra fallinna hetja með stuttri þögn,“ sagði Zelenskyy í hópi hermanna. Forsetinn hét því að Úkraínumenn muni endurheimta öll hernumin landsvæði. „Það sem ég vil segja við ykkur hér í Donbas er að þið eruð að verja alla Úkraínu. Ef þeir ná Donbas munu þeir endurtaka leikinn í öllum borgum landsins vegna þess að þeir samþiggja ekkert úkraínskt. Ég er hundrað prósent viss um það. Þessa vegna hvíla varnir allrar Úkraínu á herðum ykkar, ekki bara Donbas," sagði forsetinn. Forseti Úkraínu (fyrir miðri mynd) situr fyrir á mynd með hópi hermanna í fremstu víglínu í borginni Bakhmut á Donbas svæðinu.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Zelenskyy sagði hermönnum í Bakhmut að það væri heiður að vera á meðal þeirra. Barátta þeirri hleypti kjarki og baráttuanda í alla þjóðina. „Þetta er ekki bara Bakhmut, borgin er táknrænt virki. Við viljum ekki að rússneski fáninn blakti á rústum virkja okkar. Þannig að ég færi ykkur þakkir. Verið sterk og verjið þetta virki,“ sagði forsetinn undri þrumum stórskotaliðsárása í næsta nágrenni. Það er eins og hermennirnir hafi vitað að Zelenskyy væri á leið til Bandaríkjanna. Því áður en hann fór frá þeim afhentu þeir forsetanum áritaðan fána með áskorun til Bandaríkjamanna um frekari hernaðarstuðning. „Óvinurinn er að auka herafla sinn en þjóð okkar er hugrakkari og þarf á öflugri vopnum að halda. Við munum koma þessum skilaboðum áfram til Bandaríkjaþings, til forseta Bandaríkjanna. Við erum þakklát fyrir stuðning Bandaríkjamanna, en hann dugar ekki til. Hann er aðeins áfangi en dugar ekki til,“sagði Zelenskyy eftir að hafa tekið við fánanum. Joe Biden fundar með Zelenskyy í Hvíta húsinu í kvöld og hefur lofað áframhaldandi stuðningi við landið.AP/Patrick Semansky Forsetanum verður að ósk sinni því þegar hann hittir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld verður 45 milljarða dollara stuðningur við Úkraínu staðfestur og að þeir fái fullkomnustu loftvarnakerfi sem völ er á í heiminum. Að loknum fundi með Biden sem hefst um klukkan sjö að íslenskum tíma á hann fundi með ýmsum hernaðarsérfræðingum, fundar með fréttamönnum og þingmönnum og ávarpar sameinaðar deildir Bandaríkjaþings.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Selenskí heimsækir Bandaríkin í dag Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fer í sína fyrstu utanlandsferð í dag frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. 21. desember 2022 07:28 ESB samþykkir verðþak á jarðgasi Samþykkt hefur verið innan Evrópusambandsins að innleiða verðþak á jarðgasi frá og með 15.febrúar næstkomandi. Verðþakið felur í sér að óheimilt er að greiða hærra verð en 180 evrur fyrir megavattstundina í meira en þrjá daga í röð. 20. desember 2022 14:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. 20. desember 2022 14:49 Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Selenskí heimsækir Bandaríkin í dag Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fer í sína fyrstu utanlandsferð í dag frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. 21. desember 2022 07:28
ESB samþykkir verðþak á jarðgasi Samþykkt hefur verið innan Evrópusambandsins að innleiða verðþak á jarðgasi frá og með 15.febrúar næstkomandi. Verðþakið felur í sér að óheimilt er að greiða hærra verð en 180 evrur fyrir megavattstundina í meira en þrjá daga í röð. 20. desember 2022 14:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. 20. desember 2022 14:49
Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44