Úkraínuforseti færir Bandaríkjaforseta áritaðan fána hermanna á vígstöðvunum Heimir Már Pétursson skrifar 21. desember 2022 19:20 Hermenn í Bakhmut afhentu forseta sínum áritaðan úkraínskan fána sem hann sagðist ætla að taka með sér til Bandaríkjanna. AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Bandarísk stjórnvöld munu staðfesta 45 milljarða dollara aðstoð við Úkraínu í óvæntri heimsókn Úkraínuforseta til Bandaríkjanna í kvöld. Zelenskyy heiðrari hermenn á víglínunni í Bakhmut í gær og sagði þá verja alla Úkraínu fyrir dauða og eyðileggingu sem Rússar skildu alls staðar eftir sig. Í dag eru 300 dagar liðnir frá því Rússar hófu ólöglega innrás sína í fullvalda og sjálfstæða Úkraínu. Hrikaleg eyðilegging, fjöldamorð á óbreyttum borgurum, pyntingar á föngum og ólöglegt brottnám á börnum sem fullorðnum til Rússlands er hinn ömurlegi minnisvarði sem her Putins Rússlandsforseta hefur reist rússnesku þjóðinni. Zelenskyy sæmdi hermenn í Bakhmut orðum og sagði þá ekki einungis vera að verja borgina heldur alla Úkraínu.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti birtist óvænt á vígstöðvunum í Bakhmut á Donbas svæðinu í gær þar sem bardagarnir hafa verið hvað harðastir undanfarnar vikur. Hann stappaði stálinu í hermenn sína og sæmdi þá heiðursmerkjum. Heyra mátti sprengjugnýinn þar sem hann ávarpaði hermennina. „Við færum þeim sem ekki eru lengur meðal okkar þakkir. Ef hægt er heiðrum við minningu allra fallinna hetja með stuttri þögn,“ sagði Zelenskyy í hópi hermanna. Forsetinn hét því að Úkraínumenn muni endurheimta öll hernumin landsvæði. „Það sem ég vil segja við ykkur hér í Donbas er að þið eruð að verja alla Úkraínu. Ef þeir ná Donbas munu þeir endurtaka leikinn í öllum borgum landsins vegna þess að þeir samþiggja ekkert úkraínskt. Ég er hundrað prósent viss um það. Þessa vegna hvíla varnir allrar Úkraínu á herðum ykkar, ekki bara Donbas," sagði forsetinn. Forseti Úkraínu (fyrir miðri mynd) situr fyrir á mynd með hópi hermanna í fremstu víglínu í borginni Bakhmut á Donbas svæðinu.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Zelenskyy sagði hermönnum í Bakhmut að það væri heiður að vera á meðal þeirra. Barátta þeirri hleypti kjarki og baráttuanda í alla þjóðina. „Þetta er ekki bara Bakhmut, borgin er táknrænt virki. Við viljum ekki að rússneski fáninn blakti á rústum virkja okkar. Þannig að ég færi ykkur þakkir. Verið sterk og verjið þetta virki,“ sagði forsetinn undri þrumum stórskotaliðsárása í næsta nágrenni. Það er eins og hermennirnir hafi vitað að Zelenskyy væri á leið til Bandaríkjanna. Því áður en hann fór frá þeim afhentu þeir forsetanum áritaðan fána með áskorun til Bandaríkjamanna um frekari hernaðarstuðning. „Óvinurinn er að auka herafla sinn en þjóð okkar er hugrakkari og þarf á öflugri vopnum að halda. Við munum koma þessum skilaboðum áfram til Bandaríkjaþings, til forseta Bandaríkjanna. Við erum þakklát fyrir stuðning Bandaríkjamanna, en hann dugar ekki til. Hann er aðeins áfangi en dugar ekki til,“sagði Zelenskyy eftir að hafa tekið við fánanum. Joe Biden fundar með Zelenskyy í Hvíta húsinu í kvöld og hefur lofað áframhaldandi stuðningi við landið.AP/Patrick Semansky Forsetanum verður að ósk sinni því þegar hann hittir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld verður 45 milljarða dollara stuðningur við Úkraínu staðfestur og að þeir fái fullkomnustu loftvarnakerfi sem völ er á í heiminum. Að loknum fundi með Biden sem hefst um klukkan sjö að íslenskum tíma á hann fundi með ýmsum hernaðarsérfræðingum, fundar með fréttamönnum og þingmönnum og ávarpar sameinaðar deildir Bandaríkjaþings. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Selenskí heimsækir Bandaríkin í dag Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fer í sína fyrstu utanlandsferð í dag frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. 21. desember 2022 07:28 ESB samþykkir verðþak á jarðgasi Samþykkt hefur verið innan Evrópusambandsins að innleiða verðþak á jarðgasi frá og með 15.febrúar næstkomandi. Verðþakið felur í sér að óheimilt er að greiða hærra verð en 180 evrur fyrir megavattstundina í meira en þrjá daga í röð. 20. desember 2022 14:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. 20. desember 2022 14:49 Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Í dag eru 300 dagar liðnir frá því Rússar hófu ólöglega innrás sína í fullvalda og sjálfstæða Úkraínu. Hrikaleg eyðilegging, fjöldamorð á óbreyttum borgurum, pyntingar á föngum og ólöglegt brottnám á börnum sem fullorðnum til Rússlands er hinn ömurlegi minnisvarði sem her Putins Rússlandsforseta hefur reist rússnesku þjóðinni. Zelenskyy sæmdi hermenn í Bakhmut orðum og sagði þá ekki einungis vera að verja borgina heldur alla Úkraínu.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Volodymyr Zelenskyy forseti birtist óvænt á vígstöðvunum í Bakhmut á Donbas svæðinu í gær þar sem bardagarnir hafa verið hvað harðastir undanfarnar vikur. Hann stappaði stálinu í hermenn sína og sæmdi þá heiðursmerkjum. Heyra mátti sprengjugnýinn þar sem hann ávarpaði hermennina. „Við færum þeim sem ekki eru lengur meðal okkar þakkir. Ef hægt er heiðrum við minningu allra fallinna hetja með stuttri þögn,“ sagði Zelenskyy í hópi hermanna. Forsetinn hét því að Úkraínumenn muni endurheimta öll hernumin landsvæði. „Það sem ég vil segja við ykkur hér í Donbas er að þið eruð að verja alla Úkraínu. Ef þeir ná Donbas munu þeir endurtaka leikinn í öllum borgum landsins vegna þess að þeir samþiggja ekkert úkraínskt. Ég er hundrað prósent viss um það. Þessa vegna hvíla varnir allrar Úkraínu á herðum ykkar, ekki bara Donbas," sagði forsetinn. Forseti Úkraínu (fyrir miðri mynd) situr fyrir á mynd með hópi hermanna í fremstu víglínu í borginni Bakhmut á Donbas svæðinu.AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Zelenskyy sagði hermönnum í Bakhmut að það væri heiður að vera á meðal þeirra. Barátta þeirri hleypti kjarki og baráttuanda í alla þjóðina. „Þetta er ekki bara Bakhmut, borgin er táknrænt virki. Við viljum ekki að rússneski fáninn blakti á rústum virkja okkar. Þannig að ég færi ykkur þakkir. Verið sterk og verjið þetta virki,“ sagði forsetinn undri þrumum stórskotaliðsárása í næsta nágrenni. Það er eins og hermennirnir hafi vitað að Zelenskyy væri á leið til Bandaríkjanna. Því áður en hann fór frá þeim afhentu þeir forsetanum áritaðan fána með áskorun til Bandaríkjamanna um frekari hernaðarstuðning. „Óvinurinn er að auka herafla sinn en þjóð okkar er hugrakkari og þarf á öflugri vopnum að halda. Við munum koma þessum skilaboðum áfram til Bandaríkjaþings, til forseta Bandaríkjanna. Við erum þakklát fyrir stuðning Bandaríkjamanna, en hann dugar ekki til. Hann er aðeins áfangi en dugar ekki til,“sagði Zelenskyy eftir að hafa tekið við fánanum. Joe Biden fundar með Zelenskyy í Hvíta húsinu í kvöld og hefur lofað áframhaldandi stuðningi við landið.AP/Patrick Semansky Forsetanum verður að ósk sinni því þegar hann hittir Joe Biden Bandaríkjaforseta í kvöld verður 45 milljarða dollara stuðningur við Úkraínu staðfestur og að þeir fái fullkomnustu loftvarnakerfi sem völ er á í heiminum. Að loknum fundi með Biden sem hefst um klukkan sjö að íslenskum tíma á hann fundi með ýmsum hernaðarsérfræðingum, fundar með fréttamönnum og þingmönnum og ávarpar sameinaðar deildir Bandaríkjaþings.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Bandaríkin Tengdar fréttir Selenskí heimsækir Bandaríkin í dag Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fer í sína fyrstu utanlandsferð í dag frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. 21. desember 2022 07:28 ESB samþykkir verðþak á jarðgasi Samþykkt hefur verið innan Evrópusambandsins að innleiða verðþak á jarðgasi frá og með 15.febrúar næstkomandi. Verðþakið felur í sér að óheimilt er að greiða hærra verð en 180 evrur fyrir megavattstundina í meira en þrjá daga í röð. 20. desember 2022 14:00 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. 20. desember 2022 14:49 Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44 Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Sjá meira
Selenskí heimsækir Bandaríkin í dag Volodomír Selenskí Úkraínuforseti fer í sína fyrstu utanlandsferð í dag frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst. 21. desember 2022 07:28
ESB samþykkir verðþak á jarðgasi Samþykkt hefur verið innan Evrópusambandsins að innleiða verðþak á jarðgasi frá og með 15.febrúar næstkomandi. Verðþakið felur í sér að óheimilt er að greiða hærra verð en 180 evrur fyrir megavattstundina í meira en þrjá daga í röð. 20. desember 2022 14:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Selenskí birtist óvænt í „hakkavélinni“ Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti óvænt Bakhmut í austurhluta Úkraínu í dag. Harðir bardagar hafa geisað um bæinn um mánaða skeið og hefur bænum verið lýst sem „hakkavél“. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagði fyrr í morgun að ástandið í austurhluta Úkraínu væri „gífurlega flókið“ fyrir rússneska hermenn. 20. desember 2022 14:49
Pútín, Lavrov og Shoigu allir í Hvíta-Rússlandi Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fer í dag á fund Alexanders Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem Pútín sækir Lúkasjenka heim en hann er einn af fáum bandamönnum Pútíns. 19. desember 2022 13:44