Innlent

Halli blandar sér í Fjöl­skyldu­hjálpar­málið

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Haraldur Þorleifsson, er stofnandi Ueno og starfsmaður hjá Twitter. Síðustu misseri hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir framtakið Römpum upp Ísland en verkefnið hefur gengið framar vonum. 
Haraldur Þorleifsson, er stofnandi Ueno og starfsmaður hjá Twitter. Síðustu misseri hefur hann vakið verðskuldaða athygli fyrir framtakið Römpum upp Ísland en verkefnið hefur gengið framar vonum.  Vísir/Vilhelm

Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama.

Haraldur greinir frá þessu á Twitter og virðist framtakið vera viðbragð við færslu Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesi á Facebook þar sem segir að Íslendingar fái forgang á fjölskylduhjálp. Færslan hefur sætt mikilli gagnrýni og hefur verið lýst sem rasískri. 

Í færslu fjölskylduhjálpar segir að byrjað yrði á að veita Íslendingum sem óskað höfðu eftir aðstoð og að erlendir ríkisborgarar með íslenskar kennitölur yrðu næstir.

Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu á vegum samtakanna sem birtist í gær.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins. Á mbl.is í dag er haft eftir henni að sjálfboðaliði hafi sett færsluna inn og að sá hafi verið látinn fara.

Tíst Haraldar:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×