Þekkt rödd kveður: Viðtalið sem stendur upp úr er síðasta viðtalið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. desember 2022 17:53 Kristján Sigurjónsson hefur marga fjöruna sopið í útvarpsgerð á Íslandi en leggur nú hljóðnemann á hilluna eftir 39 ár í starfi. vísir/vilhelm Kristján Sigurjónsson er kannski ekki þjóðþekkt nafn en víst er að röddina þekkja flestallir landsmenn. Kristján hefur enda verið við hljóðnemann á Ríkisútvarpinu nánast á hverjum degi síðastliðin 39 ár en lætur nú af störfum vegna aldurs. Vísir ræddi við Kristján um útvarpsferilinn, vinnufélagana og eftirminnileg augnablik. Kristján hóf störf á Ríkisútvarpinu í desember árið 1983 þegar Rás 2 hóf göngu sína, þá með vikulega þjóðlagaþætti. „Þetta fannst manni heilmikil upphefð,“ segir Kristján um fyrsta útvarpstækifærið. Þaðan lá leiðin í morgunútvarp Rásar 2 og síðan í sjónvarpsfréttir norður á Akureyri árið 1987. Frá árinu 2001 hefur Kristján unnið á fréttastofu RÚV í útvarpi og síðustu fjögur ár í fréttaskýringaþættinum Speglinum. „Sem barn og unglingur var ég mjög hrifinn af útvarpi. Mér fannst þægilegt að hlusta á góða útvarpsmenn og konur og langaði bara að vera eins. Ég vona að það hafi tekist,“ segir Kristján. Kristján lauk störfum nú í desember 67 ára að aldri. Hann segir blendnar tilfinningar fylgja því að hætta störfum en hann og kona hans, Áslaug Óttarsdóttir, hættu störfum sama dag og ætla sér að njóta lífsins í framhaldinu. Kristján kvaddur með virktum af félögum frá upphafsárum Rásar 2. Myndina birti Bogi Ágústsson á Facebook. Forleikur að hruninu minnisstæður Margt stendur upp úr þegar Kristján lítur til baka. „Fljótlega eftir að ég kom inn á fréttastofuna árið 2001 var árásin gerð á tvíburaturnana í New York. Það er mér mjög eftirminnilegt, hvaða áhrif það hafði á alla starfsmenn og fréttastofuna, hvernig brugðist var við. Þar fattaði maður hvað þetta fólk, sem var í kringum mann, var klárt í því að bregðast við þessum tíðindum,“ segir Kristján og bætir við að eldgosin hérlendis síðustu ár hafi verið sérlega minnisstæð. „Hrunið og forleikurinn að hruninu er líka eitthvað sem ég gleymi aldrei. Hvernig andrúmsloftið á fréttastofunni var þegar fólk fattaði að eitthvað væri að gerast, einhverjum tveimur eða þremur dögum áður en Geir H. Haarde flutti sína ræðu fyrir alþjóð. Þetta er allt mjög minnisstætt, og auðvitað Covidið.“ Margt vatn hefur runnið til sjávar frá því að Kristján hóf sinn feril í fjölmiðlum. „Ég byrjaði nú bara á rafmagnsritvélum og síminn var aðalvinnutækið, nú er netið aðalvinnutækið. Þetta hefur allt mótað mann í gegnum árin.“ Inspírerandi samstarfsfélagar Fleira mótaði Kristján sem útvarpsmann og nefnir hann af samstarfsfélögum helst þrjá; „Það var í fyrsta lagi Broddi Broddason. Hvernig hann notaði tungumálið og skrifaði fréttir, ég leit mikið upp til hans og hann var nú eiginlega minn mentor, þrátt fyrir að ég hafi byrjað á undan honum í útvarpi. Í öðru lagi Arnar Páll Hauksson, við höfum fylgst að í gegnum lífið mjög lengi án þess að það hafi verið planað. Síðast en ekki síst er það Anna Kristín Jónsdóttir sem hefur verið minn nánasti samstarfsmaður frá því ég byrjaði á fréttastofunni 2001. Hún er bara einstaklega þægilegur og góður samstarfsmaður,“ segir Kristján. Hann lýsir einnig ánægju sinni með þá þróun sem hefur átt sér stað innan fréttastofunnar. „Ég er mjög ánægður með það hversu margar ungar konur hafa náð að blómstra síðustu 10-15 árin á fréttastofunni. Það er mjög mikilvæg breyting á stöðu kynjanna í fjölmiðlum almennt.“ Þrettán fréttatímar á dag árum saman „Þetta rennur nú svolítið saman í eitt,“ segir Kristján spurður út í eftirminnileg augnablik úr útvarpi og eftirminnilega viðmælendur. „Ég veit ekki hvað ég hef talað margar mínútur í útvarpi. Á tímabili þegar ég var útvarpsvaktstjóri frá því snemma á morgnanna og fram eftir degi, las ég held ég þrettán fréttatíma á dag.“ Eftir nokkra umhugsun kemst Kristján að þeirri niðurstöðu að síðasta viðtalið sem hann tók sé það eftirminnilegasta. „Það var viðtal við hana Elizu Reid, sem var í Speglinum 20. desember síðastliðinn. Ég velti talsvert fyrir mér við hvern ég ætti að tala í mínum síðasta þætti og hún var niðurstaðan. Mig langaði til að ræða við öfluga konu og hún er kona sem ég hef hrifist af og ber mikla virðingu fyrir. Hún sagði ýmislegt þarna sem mér finnst mjög gott.“ Kristján nefnir einnig þætti sem hann vann um tónlistarmanninn Ingimar Eydal í dagskrárgerð fyrir norðan. „Það eru þættir sem ég er einna hreyknastur af. Ég held að mér þyki einna vænst um þá þætti. Það var lögð gríðarlega mikil vinna í þetta árið eftir að hann dó. Þarna var þetta auðvitað unnið á allt annan hátt, þetta var allt unnið á analogböndum og klippt með rakvélablöðum.“ Nýtt blómaskeið útvarpsins Þrátt fyrir sína spretti í sjónvarpi var útvarpið ávallt hilla Kristjáns. „Það sem heillar mig við útvarp er hvað þetta er spondant miðill. Það er hægt að lýsa því sem er að gerast bara um leið. Útvarpið gegnir enn þessu hlutverki þar sem fólk stillir inn um leið og eitthvað mikið gengur á. Svo gefur útvarpið meira svigrúm fyrir ímyndunaraflið. Þú færð einhvern veginn allt matreitt ofan í þig í sjónvarpi en í útvarpi þarf bæði útvarpsmaður og hlustandi að beita ímyndunaraflinu til að fá efnið beint í æð.“ Hann fagnar einnig komu hlaðvarpsins. „Mér finnst útvarpið bara að fara í nýtt blómaskeið núna,“ segir Kristján sem ætlar sér þó ekki að dunda sér við hlaðvarpsgerð í ellinni. „Nei,“ segir Kristján og hlær. „Ég er bara hættur. Maður á auðvitað aldrei að segja aldrei en eins og staðan er núna sé ég bara fram á góða tíma við að slaka á og lifa lífinu,“ segir Kristján að lokum. Ríkisútvarpið Vistaskipti Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Kristján hóf störf á Ríkisútvarpinu í desember árið 1983 þegar Rás 2 hóf göngu sína, þá með vikulega þjóðlagaþætti. „Þetta fannst manni heilmikil upphefð,“ segir Kristján um fyrsta útvarpstækifærið. Þaðan lá leiðin í morgunútvarp Rásar 2 og síðan í sjónvarpsfréttir norður á Akureyri árið 1987. Frá árinu 2001 hefur Kristján unnið á fréttastofu RÚV í útvarpi og síðustu fjögur ár í fréttaskýringaþættinum Speglinum. „Sem barn og unglingur var ég mjög hrifinn af útvarpi. Mér fannst þægilegt að hlusta á góða útvarpsmenn og konur og langaði bara að vera eins. Ég vona að það hafi tekist,“ segir Kristján. Kristján lauk störfum nú í desember 67 ára að aldri. Hann segir blendnar tilfinningar fylgja því að hætta störfum en hann og kona hans, Áslaug Óttarsdóttir, hættu störfum sama dag og ætla sér að njóta lífsins í framhaldinu. Kristján kvaddur með virktum af félögum frá upphafsárum Rásar 2. Myndina birti Bogi Ágústsson á Facebook. Forleikur að hruninu minnisstæður Margt stendur upp úr þegar Kristján lítur til baka. „Fljótlega eftir að ég kom inn á fréttastofuna árið 2001 var árásin gerð á tvíburaturnana í New York. Það er mér mjög eftirminnilegt, hvaða áhrif það hafði á alla starfsmenn og fréttastofuna, hvernig brugðist var við. Þar fattaði maður hvað þetta fólk, sem var í kringum mann, var klárt í því að bregðast við þessum tíðindum,“ segir Kristján og bætir við að eldgosin hérlendis síðustu ár hafi verið sérlega minnisstæð. „Hrunið og forleikurinn að hruninu er líka eitthvað sem ég gleymi aldrei. Hvernig andrúmsloftið á fréttastofunni var þegar fólk fattaði að eitthvað væri að gerast, einhverjum tveimur eða þremur dögum áður en Geir H. Haarde flutti sína ræðu fyrir alþjóð. Þetta er allt mjög minnisstætt, og auðvitað Covidið.“ Margt vatn hefur runnið til sjávar frá því að Kristján hóf sinn feril í fjölmiðlum. „Ég byrjaði nú bara á rafmagnsritvélum og síminn var aðalvinnutækið, nú er netið aðalvinnutækið. Þetta hefur allt mótað mann í gegnum árin.“ Inspírerandi samstarfsfélagar Fleira mótaði Kristján sem útvarpsmann og nefnir hann af samstarfsfélögum helst þrjá; „Það var í fyrsta lagi Broddi Broddason. Hvernig hann notaði tungumálið og skrifaði fréttir, ég leit mikið upp til hans og hann var nú eiginlega minn mentor, þrátt fyrir að ég hafi byrjað á undan honum í útvarpi. Í öðru lagi Arnar Páll Hauksson, við höfum fylgst að í gegnum lífið mjög lengi án þess að það hafi verið planað. Síðast en ekki síst er það Anna Kristín Jónsdóttir sem hefur verið minn nánasti samstarfsmaður frá því ég byrjaði á fréttastofunni 2001. Hún er bara einstaklega þægilegur og góður samstarfsmaður,“ segir Kristján. Hann lýsir einnig ánægju sinni með þá þróun sem hefur átt sér stað innan fréttastofunnar. „Ég er mjög ánægður með það hversu margar ungar konur hafa náð að blómstra síðustu 10-15 árin á fréttastofunni. Það er mjög mikilvæg breyting á stöðu kynjanna í fjölmiðlum almennt.“ Þrettán fréttatímar á dag árum saman „Þetta rennur nú svolítið saman í eitt,“ segir Kristján spurður út í eftirminnileg augnablik úr útvarpi og eftirminnilega viðmælendur. „Ég veit ekki hvað ég hef talað margar mínútur í útvarpi. Á tímabili þegar ég var útvarpsvaktstjóri frá því snemma á morgnanna og fram eftir degi, las ég held ég þrettán fréttatíma á dag.“ Eftir nokkra umhugsun kemst Kristján að þeirri niðurstöðu að síðasta viðtalið sem hann tók sé það eftirminnilegasta. „Það var viðtal við hana Elizu Reid, sem var í Speglinum 20. desember síðastliðinn. Ég velti talsvert fyrir mér við hvern ég ætti að tala í mínum síðasta þætti og hún var niðurstaðan. Mig langaði til að ræða við öfluga konu og hún er kona sem ég hef hrifist af og ber mikla virðingu fyrir. Hún sagði ýmislegt þarna sem mér finnst mjög gott.“ Kristján nefnir einnig þætti sem hann vann um tónlistarmanninn Ingimar Eydal í dagskrárgerð fyrir norðan. „Það eru þættir sem ég er einna hreyknastur af. Ég held að mér þyki einna vænst um þá þætti. Það var lögð gríðarlega mikil vinna í þetta árið eftir að hann dó. Þarna var þetta auðvitað unnið á allt annan hátt, þetta var allt unnið á analogböndum og klippt með rakvélablöðum.“ Nýtt blómaskeið útvarpsins Þrátt fyrir sína spretti í sjónvarpi var útvarpið ávallt hilla Kristjáns. „Það sem heillar mig við útvarp er hvað þetta er spondant miðill. Það er hægt að lýsa því sem er að gerast bara um leið. Útvarpið gegnir enn þessu hlutverki þar sem fólk stillir inn um leið og eitthvað mikið gengur á. Svo gefur útvarpið meira svigrúm fyrir ímyndunaraflið. Þú færð einhvern veginn allt matreitt ofan í þig í sjónvarpi en í útvarpi þarf bæði útvarpsmaður og hlustandi að beita ímyndunaraflinu til að fá efnið beint í æð.“ Hann fagnar einnig komu hlaðvarpsins. „Mér finnst útvarpið bara að fara í nýtt blómaskeið núna,“ segir Kristján sem ætlar sér þó ekki að dunda sér við hlaðvarpsgerð í ellinni. „Nei,“ segir Kristján og hlær. „Ég er bara hættur. Maður á auðvitað aldrei að segja aldrei en eins og staðan er núna sé ég bara fram á góða tíma við að slaka á og lifa lífinu,“ segir Kristján að lokum.
Ríkisútvarpið Vistaskipti Fjölmiðlar Tímamót Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira