Ekki ölmusa heldur fjárfesting í öryggi og lýðræði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2022 06:26 Zelensky var vel tekið á bandaríska þinginu í gær. epa/Michael Reynolds „Fjárstuðningur ykkar er ekki ölmusa. Hann er fjárfesting í öryggi heimsins og lýðræði, sem við förum með á sem ábyrgastan hátt,“ sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gærkvöldi. Selenskí heimsótti þingið og Hvíta húsið í gær, í sinni fyrstu opinberu heimsókn á erlendri grundu frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Honum var vel tekið af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, þrátt fyrir að köll heyrist nú í síðarnefnda hópnum um endurskoðun fjárframlaga Bandaríkjanna til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi eftir tveggja tíma fund með Selenskí að það væri hins vegar engan bilbug að finna meðal bandamanna og að Bandaríkin myndu styðja Úkraínu eins lengi og þörf krefði. Happening Now: President Biden hosts a joint press conference with President Volodymyr Zelenskyy of Ukraine. https://t.co/6WhOYPL79t— The White House (@WhiteHouse) December 21, 2022 Biden sagði Selenskí hafa ítrekað mikilvægi samstöðu út árið 2023 og sagði ekki myndu skorta á hana af hálfu Bandaríkjamanna. Fyrr um daginn var tilkynnt um viðbótarframlag Bandaríkjanna upp á 1,8 milljarð dala, þar á meðal Patriot eldflaugavarnakerfi. Á blaðamannafundinum var Selenskí spurður að því hvað hann teldi „sanngjörn“ endalok á átökunum í landinu. Forsetinn sagðist ekki myndu slá af kröfum Úkraínumanna um sjálfræði, frelsi og endurheimt alls landsvæðis Úkraínu. Hann sagði Úkraínumenn deila sömu gildum og Bandaríkjamenn og að þeir væru að berjast fyrir sameiginlegum sigri gegn valdníðslu Rússa. „Við munum sigra og mig langar að við sigrum saman.“ Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira
Selenskí heimsótti þingið og Hvíta húsið í gær, í sinni fyrstu opinberu heimsókn á erlendri grundu frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu 24. febrúar síðastliðinn. Honum var vel tekið af þingmönnum bæði Demókrataflokksins og Repúblikanaflokksins, þrátt fyrir að köll heyrist nú í síðarnefnda hópnum um endurskoðun fjárframlaga Bandaríkjanna til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi eftir tveggja tíma fund með Selenskí að það væri hins vegar engan bilbug að finna meðal bandamanna og að Bandaríkin myndu styðja Úkraínu eins lengi og þörf krefði. Happening Now: President Biden hosts a joint press conference with President Volodymyr Zelenskyy of Ukraine. https://t.co/6WhOYPL79t— The White House (@WhiteHouse) December 21, 2022 Biden sagði Selenskí hafa ítrekað mikilvægi samstöðu út árið 2023 og sagði ekki myndu skorta á hana af hálfu Bandaríkjamanna. Fyrr um daginn var tilkynnt um viðbótarframlag Bandaríkjanna upp á 1,8 milljarð dala, þar á meðal Patriot eldflaugavarnakerfi. Á blaðamannafundinum var Selenskí spurður að því hvað hann teldi „sanngjörn“ endalok á átökunum í landinu. Forsetinn sagðist ekki myndu slá af kröfum Úkraínumanna um sjálfræði, frelsi og endurheimt alls landsvæðis Úkraínu. Hann sagði Úkraínumenn deila sömu gildum og Bandaríkjamenn og að þeir væru að berjast fyrir sameiginlegum sigri gegn valdníðslu Rússa. „Við munum sigra og mig langar að við sigrum saman.“
Úkraína Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Sjá meira