Segir engan í áskrift að mataraðstoð Árni Sæberg skrifar 22. desember 2022 10:15 Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands. Vísir Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands segir engan í áskrift að mataraðstoð í svari til manns sem gagnrýndi að samtökin myndu ekki aðstoða úkraínskar fjölskyldur á Selfossi frekar á árinu. Vísir greindi frá því í gær að Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hafi tjáð Árna Hilmarssyni, sem hefur verið úkraínskum fjölskyldum innan handar, að þær fengju ekki frekari matarúthlutanir á þessu ári. „Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ sagði Árni í samtali við Vísi í gær. „Upplýsingar til Árna á Selfossi, það er enginn í áskrift að mataraðstoð. Við erum að aðstoða hundruð Úkraníufjölskyldur. Árni er að aðstoða 8 fjölskyldur á Selfossi og víðar og hafði samband við okkur og óskaði eftir aðstoð fyrir þennan hóp sem við gátum ekki gert þar sem fullbókað var í umrædda úthlutun. Hann hafði fengið í tvígang risaúthlutanir fyrir hópinn,“ segir í færslu Fjölskylduhjálpar á Facebook. Í samtali við Vísi staðfestir Ásgerður Jóna að hún hafi ritað færsluna en segist ekkert ætla að tjá sig um málið frekar. Fjölskylduhjálp Íslands eru félagasamtök sem stofnuð voru árið 2003 af fimm konum, þar á meðal Ásgerði Jónu Flosadóttur, sem er formaður og stjórnarformaður félagsins. „Fjölskylduhjálp Íslands starfar í þágu kvenna, karla og barna í neyð, óháð uppruna þeirra. Fjöldi fjölskyldna sem eru á skrá eru yfir 5000 talsins sem þurfa aðstoð í mismiklu mæli, en árið 2006 aðstoðaði Fjölskylduhjálpin yfir 15.000 manns. Starfsárið 2012 til 2013 úthutaði Fjölskylduhjálp Íslands yfir 30.000 mataraðstoðum. Þeir sem leita eftir aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands eru öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður og feður, eldri borgarar, lágtekjufólk og einstæðingar,“ segir á vef Fjölskylduhjálpar. Hjálparstarf Félagsmál Árborg Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00 Halli blandar sér í Fjölskylduhjálparmálið Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. 21. desember 2022 17:50 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar, hafi tjáð Árna Hilmarssyni, sem hefur verið úkraínskum fjölskyldum innan handar, að þær fengju ekki frekari matarúthlutanir á þessu ári. „Ég varð auðvitað bara mjög reiður og svekktur. Á maður ekki að hjálpa öllum ef maður er í þessu á annað borð?“ sagði Árni í samtali við Vísi í gær. „Upplýsingar til Árna á Selfossi, það er enginn í áskrift að mataraðstoð. Við erum að aðstoða hundruð Úkraníufjölskyldur. Árni er að aðstoða 8 fjölskyldur á Selfossi og víðar og hafði samband við okkur og óskaði eftir aðstoð fyrir þennan hóp sem við gátum ekki gert þar sem fullbókað var í umrædda úthlutun. Hann hafði fengið í tvígang risaúthlutanir fyrir hópinn,“ segir í færslu Fjölskylduhjálpar á Facebook. Í samtali við Vísi staðfestir Ásgerður Jóna að hún hafi ritað færsluna en segist ekkert ætla að tjá sig um málið frekar. Fjölskylduhjálp Íslands eru félagasamtök sem stofnuð voru árið 2003 af fimm konum, þar á meðal Ásgerði Jónu Flosadóttur, sem er formaður og stjórnarformaður félagsins. „Fjölskylduhjálp Íslands starfar í þágu kvenna, karla og barna í neyð, óháð uppruna þeirra. Fjöldi fjölskyldna sem eru á skrá eru yfir 5000 talsins sem þurfa aðstoð í mismiklu mæli, en árið 2006 aðstoðaði Fjölskylduhjálpin yfir 15.000 manns. Starfsárið 2012 til 2013 úthutaði Fjölskylduhjálp Íslands yfir 30.000 mataraðstoðum. Þeir sem leita eftir aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands eru öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður og feður, eldri borgarar, lágtekjufólk og einstæðingar,“ segir á vef Fjölskylduhjálpar.
Fjölskylduhjálp Íslands eru félagasamtök sem stofnuð voru árið 2003 af fimm konum, þar á meðal Ásgerði Jónu Flosadóttur, sem er formaður og stjórnarformaður félagsins. „Fjölskylduhjálp Íslands starfar í þágu kvenna, karla og barna í neyð, óháð uppruna þeirra. Fjöldi fjölskyldna sem eru á skrá eru yfir 5000 talsins sem þurfa aðstoð í mismiklu mæli, en árið 2006 aðstoðaði Fjölskylduhjálpin yfir 15.000 manns. Starfsárið 2012 til 2013 úthutaði Fjölskylduhjálp Íslands yfir 30.000 mataraðstoðum. Þeir sem leita eftir aðstoð hjá Fjölskylduhjálp Íslands eru öryrkjar, atvinnulausir, einstæðar mæður og feður, eldri borgarar, lágtekjufólk og einstæðingar,“ segir á vef Fjölskylduhjálpar.
Hjálparstarf Félagsmál Árborg Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00 Halli blandar sér í Fjölskylduhjálparmálið Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. 21. desember 2022 17:50 Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30 Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Við getum talað um misskilning þegar þetta gerist bara einu sinni“ Stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna á Íslandi telur augljóst að Fjölskylduhjálp á Reykjanesi hafi mismunað fólki og segir framkomu þeirra bæði ólöglega og viðbjóðslega. Samtökin krefjast þess að stjórn Fjölskylduhjálpar segi af sér og aðrir með manneskjulegri nálgun taki við. 21. desember 2022 21:00
Halli blandar sér í Fjölskylduhjálparmálið Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull, hefur heitið því að millifæra tuttugu þúsund krónur inn á reikning fimmtíu innflytjenda á Íslandi sem eru hjálpar þurfi. Hann hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. 21. desember 2022 17:50
Þvertekur fyrir mismunun og býður þingmanni Pírata að mæta Sjálfboðaliði hjá Fjölskylduhjálp Íslands hafnar því alfarið að fólki sé mismunað eftir þjóðerni við úthlutun í Reykjanesbæ, líkt og skilja mátti af færslu sem birtist í gær. Hann segir þingmann Pírata sem gagnrýndi færsluna njóta forréttinda og spyr hvort hann hafi nokkurn tíma heimsótt Fjölskylduhjálp. Sjálfboðaliðinn sem birti færsluna hefur verið látinn fara. 21. desember 2022 14:30
Íslendingar fyrst og útlendingar með íslenskar kennitölur svo Fjölskylduhjálp Íslands á Reykjanesi skipuleggur úthlutun sína þessa dagana. Til stóð að reyna að úthluta mataraðstoð í dag og áttu þá Íslendingar á umsækjendalistanum að ganga fyrir. Þingmaður segir um brot á stjórnarskrá að ræða. 21. desember 2022 08:36