Fram kemur í tilkynningu frá handknattleiksdeild FH að nýr leikmaður verði kynntur til leiks hjá félaginu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða landsliðsmanninn Aron Pálmarsson.
Aron er uppalinn FH-ingur en hefur spilað sem atvinnumaður í fjórtán ár. Hann tilkynnti fyrr í dag að hann væri á leiðinni til Íslands. Tími væri kominn til að vera nær fjölskyldu sinni. Hann sé alls ekki kominn heim til að enda handboltaferillinn. Raunar ætli hann sér stóra hluti með FH á komandi árum.