Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um húsnæðismarkaðinn, jöfnunarsjóð fatlaðra og fasta liði á Þorláksmessu eins og skötuát og friðargönguna.

Verðtryggð lán njóta sífellt aukinna vinsælda um þessar mundir að sögn hagfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Samningur ríkis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um sérstaka viðbótarfjármögnun vegna þjónustu við fatlað fólk, og skilar sveitarfélögum fimm milljörðum á næsta ári, er frábært fyrsta skref að mati formanns borgarráðs en meira þurfi þó að koma til.

Ilm af kæstri skötu leggur nú yfir landið á heilögum Þorláki og við kíkjum í skötuveislu og heyrum einnig í skipuleggjendum friðargöngunnar sem nú er gengin í fyrsta sinn eftir hlé.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×