Ekki bara jólaboð heldur félagsskapur fyrir hátíðarnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2022 21:00 Sigrún Lára Hauksdóttir, móttökustjóri hjá Hjálpræðishernum. Vísir/Einar Á fimmta hundrað sótti jólaboð Hjálpræðishersins sem fór fram í dag. Gestir sögðust þakklátir fyrir boðið, sem sé mikilvæg samvera fyrir marga sem finna fyrir einmanaleika yfir hátíðarnar. Hangikjötslyktina lagði frá nýja Herkastalanum á Suðurlandsbraut þegar fréttastofu bar þar að garði um klukkan eitt í dag. Jólaboð Hjálpræðishersins fór þar fram, í fyrsta sinn á Þorláksmessu. Tæplega fimm hundruð snæddu jólamat hjá Hjálpræðishernum í dag og annar eins fjöldi fékk þar jólagjöf og matarpakka fyrir helgina. Mikill meirihluti þeirra sem snæðir hjá Hjálpræðishernum er af erlendum uppruna, bæði flóttamenn frá Suður-Ameríku, Úkraínumenn og fólk frá Sýrlandi og Afganistan. „Það eru mörg ný andlit hér í dag. Þannig að fólk er greinilega nýkomið og veit ekki hvert það á að fara,“ segir Sigrún Lára Hauksdóttir, móttökustjóri hjá Hjálpræðishernum. Á fimmta hundrað mættu í jólaboð Hjálpræðishersins í dag.Vísir/Einar Gestum líkaði íslenski jólamaturinn. „Mér fannst maturinn frábær. Mjög góður,“ segir Isaias, sem er flóttamaður frá Venesúela og hefur verið hér á landi í tæpa sjö mánuði. Coralia, vinkona hans frá El Salvador tekur undir: „Já, mjög góður matur. “ Og þau voru fegin félagsskapnum. „Hann er mjög mikilvægur vegna þess að svona fáum við að kynnast nýjum menningarheimum og verja tíma með öðru fólki,“ segir Isaias, sem er einnig sjálfboðaliði hjá Hjálpræðishernum. Regina Melara tekur undir þetta en hún er ein þeirra flóttamanna sem nýttu sér þjónustu Hjálpræðishersins fyrstu mánuðina á landinu og hafa síðan fengið þar vinnu. „Þegar ég kom hingað í fyrsta sinn var það vegna þess að ég var að leita að einhverjum góðum og fallegum stað og vildi kynnast fleiri Íslendingum,“ segir Regina. Jól Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Hangikjötslyktina lagði frá nýja Herkastalanum á Suðurlandsbraut þegar fréttastofu bar þar að garði um klukkan eitt í dag. Jólaboð Hjálpræðishersins fór þar fram, í fyrsta sinn á Þorláksmessu. Tæplega fimm hundruð snæddu jólamat hjá Hjálpræðishernum í dag og annar eins fjöldi fékk þar jólagjöf og matarpakka fyrir helgina. Mikill meirihluti þeirra sem snæðir hjá Hjálpræðishernum er af erlendum uppruna, bæði flóttamenn frá Suður-Ameríku, Úkraínumenn og fólk frá Sýrlandi og Afganistan. „Það eru mörg ný andlit hér í dag. Þannig að fólk er greinilega nýkomið og veit ekki hvert það á að fara,“ segir Sigrún Lára Hauksdóttir, móttökustjóri hjá Hjálpræðishernum. Á fimmta hundrað mættu í jólaboð Hjálpræðishersins í dag.Vísir/Einar Gestum líkaði íslenski jólamaturinn. „Mér fannst maturinn frábær. Mjög góður,“ segir Isaias, sem er flóttamaður frá Venesúela og hefur verið hér á landi í tæpa sjö mánuði. Coralia, vinkona hans frá El Salvador tekur undir: „Já, mjög góður matur. “ Og þau voru fegin félagsskapnum. „Hann er mjög mikilvægur vegna þess að svona fáum við að kynnast nýjum menningarheimum og verja tíma með öðru fólki,“ segir Isaias, sem er einnig sjálfboðaliði hjá Hjálpræðishernum. Regina Melara tekur undir þetta en hún er ein þeirra flóttamanna sem nýttu sér þjónustu Hjálpræðishersins fyrstu mánuðina á landinu og hafa síðan fengið þar vinnu. „Þegar ég kom hingað í fyrsta sinn var það vegna þess að ég var að leita að einhverjum góðum og fallegum stað og vildi kynnast fleiri Íslendingum,“ segir Regina.
Jól Reykjavík Flóttafólk á Íslandi Félagsmál Málefni heimilislausra Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira