Þá verður púlsinn tekinn á jólaversluninni en margir eru að kaupa síðasta pakkann í Kringlunni í dag og við skoðum jólaveðrið en gular viðvaranir eru í gildi fyrir nokkra landshluta.
Margir mættu í kirkjugarðana í morgunsárið til að minnast látinna ástvina. Við ræðum líka við áttatíu og átta ára listmálara sem heldur nú glæsilega sýningu á Listasafni Akureyrar.
Þetta og fleira í hádegisfréttum á Stöð 2 og samtengdum rásum Bylgjunnar.