Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Árni Sæberg skrifar 24. desember 2022 14:29 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Egill Landsvirkjun hefur sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem yrði fyrsta virkjunin í neðri Þjórsá, 95 megavött að stærð. Miðvikudaginn 14. desember 2022 barst sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps umsókn um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar frá Landsvirkjun, að því er segir í fundargerð sveitarstjórnar frá síðasta fundi hennar. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Umsóknin fer í vinnslu hjá sveitarstjórn. Í framhaldi af vinnslu sveitarstjórnar er fyrirhugaður fundur með íbúum Skeiða- og Gnúpverjarhrepps. Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í Þjórsá í byggð.Landsvirkjun Í lok nóvember síðastliðins fékk Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun hjá Orkustofnun eftir langa bið. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma að hann vonaðist til þess að geta hafist handa við virkjunina um mitt næsta ár. Áður en hafist verður handa þarf Landsvirkjun að afla framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórnum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra. Sveitarstjórn síðarnefnda sveitarfélagsins fundaði ekki um Hvammsvirkjun á síðasta fundi sínum. Þá mun stjórn Landsvirkjunar þurfa að samþykkja framkvæmdirnar. Á heimasíðu Landsvirkjunar kemur fram að Hvammsvirkjun hafi verið í orkunýtingarflokki rammaáætlunar frá árinu 2015. Hún sé í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár; Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps. Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum. 29. nóvember 2022 11:44 Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. 25. apríl 2022 21:50 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Miðvikudaginn 14. desember 2022 barst sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps umsókn um framkvæmdaleyfi Hvammsvirkjunar frá Landsvirkjun, að því er segir í fundargerð sveitarstjórnar frá síðasta fundi hennar. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá. Umsóknin fer í vinnslu hjá sveitarstjórn. Í framhaldi af vinnslu sveitarstjórnar er fyrirhugaður fundur með íbúum Skeiða- og Gnúpverjarhrepps. Hvammsvirkjun yrði fyrsta virkjunin í Þjórsá í byggð.Landsvirkjun Í lok nóvember síðastliðins fékk Landsvirkjun virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun hjá Orkustofnun eftir langa bið. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma að hann vonaðist til þess að geta hafist handa við virkjunina um mitt næsta ár. Áður en hafist verður handa þarf Landsvirkjun að afla framkvæmdaleyfi frá sveitarstjórnum Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Rangárþings ytra. Sveitarstjórn síðarnefnda sveitarfélagsins fundaði ekki um Hvammsvirkjun á síðasta fundi sínum. Þá mun stjórn Landsvirkjunar þurfa að samþykkja framkvæmdirnar. Á heimasíðu Landsvirkjunar kemur fram að Hvammsvirkjun hafi verið í orkunýtingarflokki rammaáætlunar frá árinu 2015. Hún sé í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélaganna beggja vegna Þjórsár; Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Rangárþing ytra Landsvirkjun Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum. 29. nóvember 2022 11:44 Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. 25. apríl 2022 21:50 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum. 29. nóvember 2022 11:44
Vonast til að hefja framkvæmdir við stórvirkjun í Þjórsá í haust Landsvirkjun vonast til að virkjunarleyfi fyrir næstu stórvirkjun landsins, Hvammsvirkjun í Þjórsá, verði auglýst á næstu dögum og stefnir að því að hefja undirbúningsframkvæmdir með haustinu. 25. apríl 2022 21:50