Myndasyrpa: Víkverjar komu á annað hundrað ferðamönnum til bjargar á aðfangadag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. desember 2022 14:02 Björgunarsveitir í Vík höfðu í nógu að snúast í gær. Sigurður Pétur Jóhannsson Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal fengu ekki að borða jólamatinn fyrr en á ellefta tímanum í gærkvöld vegna á annað hundrað erlendra ferðamanna sem sátu fastir í ófærðinni. Áfram er erfið færð víðast hvar á landinu og fólk hvatt til að halda sig heima. Gul viðvörun tekur gildi á Suðausturlandi klukkan tvö í dag vegna norðan storms. Búist er við vindi á bilinu 18 til 25 m/s og snörpum hviðum við fjöll. Varað hefur verið við því að fólk fari af stað að óþörfu út í veðrið. Viðvörunin er í gildi þar til klukkan tíu á morgun, annan dag jóla. Þá hefur verið gefin út gul viðvörun á Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi vegna hríðar. Viðvörunin tekur gildi á Austfjörðum klukkan tvö og gildir til klukkan ellefu í kvöld. Á Austurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan eitt og gildir til klukkan níu í kvöld. Slæm færð er víðast hvar á landinu og þjóðvegurinn milli Markarfljóts og Kirkjubæjarklausturs lokaður með öllu. Þá hefur óvissustigi verið lýst yfir á Hellisheiði og gæti henni verið lokað með stuttum fyrirvara. Á annað hundrað sátu fastir Björgunarsveitin Víkverji í Mýrdal hafði í nógu að snúast í gærkvöldi en um fimmtíu bílar lentu í vandræðum á og við Reynisfjall við Gatnabrún, við Hjörleifshöfða og austan Víkur við Múlakvísl. „Þetta byrjaði um hálf fjögur leitið í gær út af rútu sem fór út af. Þegar var farið að draga hana upp var endalaust af bílum út um allt fastir og komust hvorki eitt né neitt, sérstaklega yfir Reynisfjallið,“ segir Ingi Már Björnsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja. Hér að neðan má skoða ljósmyndir sem teknar voru við aðgerðir Víkverja í gær. Orri Örvarsson, björgunarsveitarmaður, að störfum í gær. Sigurður Pétur JóhannssonAðsend/Sigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonÁ myndinni má sjá þá Inga Má Björnsson, formann Víkverja, og son hans Björn Vigni. Sigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur Jóhannsson Aðgerðum lauk ekki fyrr en á ellefta tímanum þar sem koma þurfti öllum úr bílunum í gistingu. Hátt í tvö hundruð voru í hópnum, allir erlendir ferðamenn. Léleg færð hafi verið vegna snjókomu og blint. „Þetta er náttúrulega líka fólk sem er alls ekki vant því að keyra í þessum aðstæðum þannig að oft þurfti að taka og keyra bílana fyrir það. Þótt það væri búið að losa þá,“ segir Ingi. Jólamaturinn betri fyrir vikið Það hlýtur að hafa verið mikil þreyta í þínu fólki þegar það komst loksins heim? „Nei, nei, jólasteikin var bara betri þegar maður kom heim,“ segir Ingi og hlær. Það sé samt ergilegt að rútur fari af stað þegar spáin er eins og hún var í gær. „Það var auðvitað spáð gríðarlegri snjókomu. Það var ekki mikill vindur til trafala en það snjóaði mikið og var blint. Þannig að bílar áttu erfitt með að komast ferða sinna.“ Verkefnin héldu áfram í nótt og svo hafa björgunarsveitir þurft að manna lokunarpósta á vegum í dag. „Við fórum aftur af stað í nótt, austur á Mýrdalssand, og það var eiginlega frá miðnætti þar til klukkan sex í morgun. Þar var bíll sem hafði farið út af og maður sem þurfti að sækja. Það var svo gríðarleg ófærð þannig að það gekk ekki neitt. Þó við værum á 49 tommu breyttum bílum komust þeir ekkert í þessum snjó,“ segir Ingi. „Eins og staðan er núna eru allir vegirnir lokaðir. Það er bara verið að reyna að moka og opna og það tekur töluverðan tíma. Fólkið sem er komið upp á hótel er bara innlyksa og fast og fer ekkert að sleppa út á veg alveg strax.“ Veður Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Samgöngur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Sjá meira
Gul viðvörun tekur gildi á Suðausturlandi klukkan tvö í dag vegna norðan storms. Búist er við vindi á bilinu 18 til 25 m/s og snörpum hviðum við fjöll. Varað hefur verið við því að fólk fari af stað að óþörfu út í veðrið. Viðvörunin er í gildi þar til klukkan tíu á morgun, annan dag jóla. Þá hefur verið gefin út gul viðvörun á Austfjörðum og Austurlandi að Glettingi vegna hríðar. Viðvörunin tekur gildi á Austfjörðum klukkan tvö og gildir til klukkan ellefu í kvöld. Á Austurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan eitt og gildir til klukkan níu í kvöld. Slæm færð er víðast hvar á landinu og þjóðvegurinn milli Markarfljóts og Kirkjubæjarklausturs lokaður með öllu. Þá hefur óvissustigi verið lýst yfir á Hellisheiði og gæti henni verið lokað með stuttum fyrirvara. Á annað hundrað sátu fastir Björgunarsveitin Víkverji í Mýrdal hafði í nógu að snúast í gærkvöldi en um fimmtíu bílar lentu í vandræðum á og við Reynisfjall við Gatnabrún, við Hjörleifshöfða og austan Víkur við Múlakvísl. „Þetta byrjaði um hálf fjögur leitið í gær út af rútu sem fór út af. Þegar var farið að draga hana upp var endalaust af bílum út um allt fastir og komust hvorki eitt né neitt, sérstaklega yfir Reynisfjallið,“ segir Ingi Már Björnsson, formaður björgunarsveitarinnar Víkverja. Hér að neðan má skoða ljósmyndir sem teknar voru við aðgerðir Víkverja í gær. Orri Örvarsson, björgunarsveitarmaður, að störfum í gær. Sigurður Pétur JóhannssonAðsend/Sigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonÁ myndinni má sjá þá Inga Má Björnsson, formann Víkverja, og son hans Björn Vigni. Sigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur JóhannssonSigurður Pétur Jóhannsson Aðgerðum lauk ekki fyrr en á ellefta tímanum þar sem koma þurfti öllum úr bílunum í gistingu. Hátt í tvö hundruð voru í hópnum, allir erlendir ferðamenn. Léleg færð hafi verið vegna snjókomu og blint. „Þetta er náttúrulega líka fólk sem er alls ekki vant því að keyra í þessum aðstæðum þannig að oft þurfti að taka og keyra bílana fyrir það. Þótt það væri búið að losa þá,“ segir Ingi. Jólamaturinn betri fyrir vikið Það hlýtur að hafa verið mikil þreyta í þínu fólki þegar það komst loksins heim? „Nei, nei, jólasteikin var bara betri þegar maður kom heim,“ segir Ingi og hlær. Það sé samt ergilegt að rútur fari af stað þegar spáin er eins og hún var í gær. „Það var auðvitað spáð gríðarlegri snjókomu. Það var ekki mikill vindur til trafala en það snjóaði mikið og var blint. Þannig að bílar áttu erfitt með að komast ferða sinna.“ Verkefnin héldu áfram í nótt og svo hafa björgunarsveitir þurft að manna lokunarpósta á vegum í dag. „Við fórum aftur af stað í nótt, austur á Mýrdalssand, og það var eiginlega frá miðnætti þar til klukkan sex í morgun. Þar var bíll sem hafði farið út af og maður sem þurfti að sækja. Það var svo gríðarleg ófærð þannig að það gekk ekki neitt. Þó við værum á 49 tommu breyttum bílum komust þeir ekkert í þessum snjó,“ segir Ingi. „Eins og staðan er núna eru allir vegirnir lokaðir. Það er bara verið að reyna að moka og opna og það tekur töluverðan tíma. Fólkið sem er komið upp á hótel er bara innlyksa og fast og fer ekkert að sleppa út á veg alveg strax.“
Veður Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Samgöngur Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Sjá meira