Hallærislegt að kirkjan spili sig sem fórnarlamb Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. desember 2022 16:03 Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar gagnrýnir jólaprédikun biskups harðlega. Aðsend Formaður Siðmenntar segir hallærislegt að kirkjan láti eins og hún sé fórnarlamb. Kirkjan sé í mikilli forréttindastöðu og fái ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Hún gagnrýnir jólaprédikun biskups, sem sagði óvinsælt að nefna Guð kristinna manna í almennri umræðu. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands sagði í jólaprédikun sinni í gær að þöggun ríkti um Guð. Ekki væri vinsælt að nefna hann á nafn í opinberri umræðu. Hún gerði heimsóknir skólabarna í kirkjur á jólunum meðal annars að umtalsefni. Inga Auðbjörg Straumland formaður Siðmenntar vakti athygli á orðum biskups í færslu á Twitter. Hún sagði óviðeigandi að biskup spilaði sig sem fórnarlamb, gulli skrýdd á háum launum. Í samtali við fréttastofu segir Inga Auðbjörg að henni þyki þetta hallærislegt. Það er svo óviðeigandi að standa þarna, gulli skrýdd, á háum launum í boði þjóðarinnar, þar sem þú færð borgað fyrir að stunda trúboð á þinni trú, og spila sig sem eitthvað fórnarlamb. Það eina sem er að gerast er að fólk er farið að setja spurningarmerki við forréttindi þín. https://t.co/lpcn6QQeXI pic.twitter.com/qKD3dlqULs— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) December 25, 2022 „Náttúrulega bara rangt“ „Þau eru í mikilli forréttindastöðu og fá alveg ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Og þannig geta þau haldið ákveðinni einokunarstöðu á alls konar þjónustuþáttum. Þannig að mér finnst ekki í lagi að hún spili sig sem eitthvað fórnarlamb, það er náttúrulega bara rangt að það sé verið að þagga niður Guð kristinna manna, það er engin þöggun í gangi varðandi hann.“ Hún segir að Þjóðkirkjan fái 80 klukkutíma trúboð í Ríkisútvarpinu, eitthvað sem önnur lífsskoðunarfélög - kristin eða veraldleg - fái ekki. Þöggunin sé nákvæmlega ekki nein. „Það er bara viðspyrna í gangi. Ég held að það sé mjög greinilegt að kirkjan haldi að hún sé að ná einhverjum botni og geti spyrnt svona í botninn. Þau eru komin undir 60 prósent í fyrsta skipti. Ég held að kirkjan finni það að hún sé ekki lengur eins „relevant“ í íslensku samfélagi og ætlar að reyna að spyrna í botninn. En í staðinn fyrir að gera það með því að reyna að vera relevant þá gerir hún það með því að væla yfir hlutskipti sínu,“ segir Inga Auðbjörg. Trúmál Þjóðkirkjan Jól Tengdar fréttir Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. 25. desember 2022 11:26 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands sagði í jólaprédikun sinni í gær að þöggun ríkti um Guð. Ekki væri vinsælt að nefna hann á nafn í opinberri umræðu. Hún gerði heimsóknir skólabarna í kirkjur á jólunum meðal annars að umtalsefni. Inga Auðbjörg Straumland formaður Siðmenntar vakti athygli á orðum biskups í færslu á Twitter. Hún sagði óviðeigandi að biskup spilaði sig sem fórnarlamb, gulli skrýdd á háum launum. Í samtali við fréttastofu segir Inga Auðbjörg að henni þyki þetta hallærislegt. Það er svo óviðeigandi að standa þarna, gulli skrýdd, á háum launum í boði þjóðarinnar, þar sem þú færð borgað fyrir að stunda trúboð á þinni trú, og spila sig sem eitthvað fórnarlamb. Það eina sem er að gerast er að fólk er farið að setja spurningarmerki við forréttindi þín. https://t.co/lpcn6QQeXI pic.twitter.com/qKD3dlqULs— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) December 25, 2022 „Náttúrulega bara rangt“ „Þau eru í mikilli forréttindastöðu og fá alveg ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Og þannig geta þau haldið ákveðinni einokunarstöðu á alls konar þjónustuþáttum. Þannig að mér finnst ekki í lagi að hún spili sig sem eitthvað fórnarlamb, það er náttúrulega bara rangt að það sé verið að þagga niður Guð kristinna manna, það er engin þöggun í gangi varðandi hann.“ Hún segir að Þjóðkirkjan fái 80 klukkutíma trúboð í Ríkisútvarpinu, eitthvað sem önnur lífsskoðunarfélög - kristin eða veraldleg - fái ekki. Þöggunin sé nákvæmlega ekki nein. „Það er bara viðspyrna í gangi. Ég held að það sé mjög greinilegt að kirkjan haldi að hún sé að ná einhverjum botni og geti spyrnt svona í botninn. Þau eru komin undir 60 prósent í fyrsta skipti. Ég held að kirkjan finni það að hún sé ekki lengur eins „relevant“ í íslensku samfélagi og ætlar að reyna að spyrna í botninn. En í staðinn fyrir að gera það með því að reyna að vera relevant þá gerir hún það með því að væla yfir hlutskipti sínu,“ segir Inga Auðbjörg.
Trúmál Þjóðkirkjan Jól Tengdar fréttir Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. 25. desember 2022 11:26 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. 25. desember 2022 11:26