Sport

Chelsea á eftir enn einum miðverðinum

Andri Már Eggertsson skrifar
Benoît Badiashile spilar með AS Monaco í frönsku úrvalsdeildinni
Benoît Badiashile spilar með AS Monaco í frönsku úrvalsdeildinni Vísir/Getty

Chelsea er á höttunum eftir Frakkanum Benoît Badiashile sem er miðvörður og leikur með AS Monaco. Ef marka má Fabrizio Romano er kaupverðið milli 35-40 milljónir evra og mun Chelsea kaupa hann í janúar. 

Chelsea hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni og í september gerði Chelsea þjálfarabreytingu þar sem Thomas Tuchel var rekinn og Graham Potter tók við félaginu og gerði fimm ára samning. 

Í sumarglugganum verslaði Chelsea þrjá miðverði þá Marc Cucurella, Kalidou Koulibaly og Wesley Fofana sem var gerður að einum dýrasta varnarmanni allra tíma. Ef kaupin á Benoît Badiashile myndu ganga í gegn yrði hann fjórði miðvörðurinn sem Chelsea myndi næla sér í á tímabilinu.

Fabrizio Romano segir að viðræður milli Chelsea og AS Monaco séu í gangi og Chelsea vill ganga frá kaupunum sem allra fyrst. Kaupverðið yrði á milli 35-40 milljónir punda. 

Chelsea mætir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni klukkan 17:30 á morgun.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×