Fundi Eflingar og SA frestað fram á nýtt ár Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2022 07:33 Fjölmenn samninganefnd Eflingar á fundi með Samtökum atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara þann 22. desember. Vísir/Vilhelm Fyrirhuguðum fundi samninganefnda Eflingar og Samtaka atvinnulífsins, sem fara átti fram í dag, hefur verið frestað fram á næsta ár. Þess í stað mun vinnufundur minni hóps fara fram á morgun. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara og aðstoðarsáttasemjari, í samtali við fréttastofu. Næsti formlegi fundur er fyrirhugaður klukkan 13 miðvikudaginn 4. janúar. Síðasti fundur samninganefndanna fór fram í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni 22. desember. Þar kynnti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, nýtt tilboð Eflingar í kjaradeilunni. Tilboðið fól meðal annars í sér að félagið hafi fallist á að hagvaxtarauki sem koma ætti til greiðslu í vor samkvæmt nýútrunnum samningum myndi falla niður en yrði bætt upp með öðrum launaliðshækkunum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að fundi loknum að nú lægju fyrir samþykktir kjarasamningar við um áttatíu þúsund manns í landinu og að kröfur Eflingar vikju í öllum meginatriðum frá þeim línum sem þar hefðu verið lagðar. Tilboð Eflingar, sem kynnt var í síðustu viku, gæti því aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara og aðstoðarsáttasemjari, í samtali við fréttastofu. Næsti formlegi fundur er fyrirhugaður klukkan 13 miðvikudaginn 4. janúar. Síðasti fundur samninganefndanna fór fram í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni 22. desember. Þar kynnti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, nýtt tilboð Eflingar í kjaradeilunni. Tilboðið fól meðal annars í sér að félagið hafi fallist á að hagvaxtarauki sem koma ætti til greiðslu í vor samkvæmt nýútrunnum samningum myndi falla niður en yrði bætt upp með öðrum launaliðshækkunum. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að fundi loknum að nú lægju fyrir samþykktir kjarasamningar við um áttatíu þúsund manns í landinu og að kröfur Eflingar vikju í öllum meginatriðum frá þeim línum sem þar hefðu verið lagðar. Tilboð Eflingar, sem kynnt var í síðustu viku, gæti því aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21 „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59 Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Afturvirkni samninga gæti verið í hættu dragist þeir á langinn Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að erfitt gæti reynst að semja um afturvirkni samninga við Eflingu dragist gerð nýs kjarasamnings fram yfir áramót. Formaður Eflingar segir furðulegt ef refsa eigi eflingarfólki fyrir öfluga kjarabaráttu. 22. desember 2022 19:21
„Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum“ Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að Samtök atvinnulífsins hafi ekki fallist á það tilboð sem Efling hafði gert þeim. Það hafi verið niðurstaða fundarins sem fram fór í húsnæði ríkissáttasemjara í morgun. „Það var ekki mikill hljómgrunnur fyrir okkar sjónarmiðum,“ segir Sólveig Anna. 22. desember 2022 11:59
Tilboð Eflingar gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamnings Framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins segir að tilboð sem Efling kynnti í dag sé ekki í neinu samræmi við þá línu sem lögð hefur verið í kjaraviðræðum undanfarið. Það gæti aldrei orðið grundvöllur kjarasamninga. 22. desember 2022 11:49