Sú sigursælasta í sögunni látin: „Yfirgaf þennan heim eins og hún lifði lífi sínu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 09:00 Whitworth vann ófáa titlana í gegnum tíðina. David Cannon/Allsport/Getty Images Fyrrum atvinnukylfingurinn Kathy Whitworth er látin 83 ára að aldri. Hún er sigursælasti atvinnukylfingur í sögu PGA-mótaraðarinnar. Whitworth lést skyndilega er hún hélt upp á jólin með fjölskyldu sinni samkvæmt tilkynningu frá eiginkonu hennar. „Kathy yfirgaf þennan heim eins og hún lifði lífi sínu; elskandi, hlægjandi og skapandi minningar,“ segir í tilkynningu Bettye Odle, konu Whitworth. Whitworth er sigursælasti kylfingur í sögu PGA-mótaraðarinnar en hún fagnaði sigri á 88 mótum á ferlinum. Það eru sex fleiri sigrar en Mary Kathryn Wright, sem att kappi við Whitworth ósjaldan á ferli þeirra. Einnig vann hún sex fleiri mót en þeir sigursælustu í karlaflokki, Tiger Woods og Sam Snead, með 82 sigra á mótaröðinni, líkt og Wright. Whitworth vann sex risamót á ferli sínum en síðasti sigur hennar á móti var árið 1985, 23 árum eftir fyrsta sigur hennar. Andlát Bandaríkin Golf Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Whitworth lést skyndilega er hún hélt upp á jólin með fjölskyldu sinni samkvæmt tilkynningu frá eiginkonu hennar. „Kathy yfirgaf þennan heim eins og hún lifði lífi sínu; elskandi, hlægjandi og skapandi minningar,“ segir í tilkynningu Bettye Odle, konu Whitworth. Whitworth er sigursælasti kylfingur í sögu PGA-mótaraðarinnar en hún fagnaði sigri á 88 mótum á ferlinum. Það eru sex fleiri sigrar en Mary Kathryn Wright, sem att kappi við Whitworth ósjaldan á ferli þeirra. Einnig vann hún sex fleiri mót en þeir sigursælustu í karlaflokki, Tiger Woods og Sam Snead, með 82 sigra á mótaröðinni, líkt og Wright. Whitworth vann sex risamót á ferli sínum en síðasti sigur hennar á móti var árið 1985, 23 árum eftir fyrsta sigur hennar.
Andlát Bandaríkin Golf Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira