„Ísland á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. desember 2022 13:30 Rasmus Boysen hefur trú á því að íslenska landsliðið geti farið í undanúrslit á HM í handbolta. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images Langt er síðan spennan fyrir stórmóti í handbolta var jafn mikil og hún er fyrir HM í Svíþjóð og Póllandi sem hefst eftir rétt rúmar tvær vikur. Rasmus Boysen, einn helsti handboltasérfræðingur heims, fór yfir möguleika Íslands á mótinu í sérstakri viðhafnarútgáfu af hlaðvarpinu Handkastið. Rasmus segir að það hafi verið ljóst á seinasta stórmóti, EM í Ungverjalandi og Slóvakíu, að íslenska liðið væri með gæðin til að fara langt. Hann segir að hópurinn hafi þróast frá því að vera bara með gott byrjunarlið yfir í að vera með heilsteyptan hóp sem á sínum degi getur unnið hvaða lið sem er. „Ég sá það á seinasta stórmóti að liðið er í hæsta gæðaflokki. Þegar íslenska liðið spilar sinn besta leik eru ekki mörg lið sem geta unnið þá. Mér finnst þið vera með mjög gott lið núna með mikið af góðum leikmönnum. Fyrir þrem til fjórum árum var Ísland með gott byrjunarlið, en núna eru þetta mun fleiri leikmenn sem geta staðið sig vel,“ sagði Rasmus Markvarðastaðan verið vandamál áður fyrr, en nú sé öldin önnur Þá segir Rasmus að markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sé mikilvægt púsl í íslenska liðinu, enda hafi landsliðinu vantað markvörð í hæsta gæðaflokki undandarin ár. Rasmus Boysen er virkilega hrifinn af Viktori Gísla Hallgrímssyni.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Ég held að framþróun Viktors Gísla Hallgrímssonar sé mjög mikilvæg því Ísland hefur oft verið með gott lið, en með fullri virðingu fyrir öðrum markmönnum þá hefur liðinu vantað markmann í hæsta gæðaflokki. Mér finnst Viktor Gísli hafa sýnt það á fyrri hluta tímabils með Nantes að hann getur verið einn besti markmaður í heimi þannig að nú á liðið góðan möguleika á að fara langt á heimsmeistaramótinu.“ Leiðin í undanúrslit erfið Rasmus segir einnig að þrátt fyrir góða möguleika Íslands á mótinu þurfi liðið fyrst að fara í gegnum mjög snúinn riðil. „Auðvitað er fullt af góðum liðum og Ísland er í erfiðum riðli. Liðið á mjög erfiðan leik strax í fyrstu umferð gegn Portúgal og ég held að það sé mikilvægt að ná í góð úrslit þar.“ Ísland á erfiðan leik gegn Portúgal í fyrstu umferð HM.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images „Síðan tekur við erfiður milliriðill og í átta liða úrslitum mætir Ísland líklega Danmörku eða Króatíu, kannski Egyptalandi. Þannig það verður erfitt fyrir Ísland að komast þangað, en íslenska liðið á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit. Það er möguleiki,“ sagði Rasmus að lokum. Rasmus rifjaði einnig upp þegar Danmörk tapaði gegn Frökkum á seinasta stórmóti og skítkastið sem hann og aðrir Danir fengu frá Íslendingum í kjölfarið á því. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan, en umræðan um möguleika íslenska landsliðsins hefst eftir rúmar 32 mínútur. HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Rasmus segir að það hafi verið ljóst á seinasta stórmóti, EM í Ungverjalandi og Slóvakíu, að íslenska liðið væri með gæðin til að fara langt. Hann segir að hópurinn hafi þróast frá því að vera bara með gott byrjunarlið yfir í að vera með heilsteyptan hóp sem á sínum degi getur unnið hvaða lið sem er. „Ég sá það á seinasta stórmóti að liðið er í hæsta gæðaflokki. Þegar íslenska liðið spilar sinn besta leik eru ekki mörg lið sem geta unnið þá. Mér finnst þið vera með mjög gott lið núna með mikið af góðum leikmönnum. Fyrir þrem til fjórum árum var Ísland með gott byrjunarlið, en núna eru þetta mun fleiri leikmenn sem geta staðið sig vel,“ sagði Rasmus Markvarðastaðan verið vandamál áður fyrr, en nú sé öldin önnur Þá segir Rasmus að markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson sé mikilvægt púsl í íslenska liðinu, enda hafi landsliðinu vantað markvörð í hæsta gæðaflokki undandarin ár. Rasmus Boysen er virkilega hrifinn af Viktori Gísla Hallgrímssyni.EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Ég held að framþróun Viktors Gísla Hallgrímssonar sé mjög mikilvæg því Ísland hefur oft verið með gott lið, en með fullri virðingu fyrir öðrum markmönnum þá hefur liðinu vantað markmann í hæsta gæðaflokki. Mér finnst Viktor Gísli hafa sýnt það á fyrri hluta tímabils með Nantes að hann getur verið einn besti markmaður í heimi þannig að nú á liðið góðan möguleika á að fara langt á heimsmeistaramótinu.“ Leiðin í undanúrslit erfið Rasmus segir einnig að þrátt fyrir góða möguleika Íslands á mótinu þurfi liðið fyrst að fara í gegnum mjög snúinn riðil. „Auðvitað er fullt af góðum liðum og Ísland er í erfiðum riðli. Liðið á mjög erfiðan leik strax í fyrstu umferð gegn Portúgal og ég held að það sé mikilvægt að ná í góð úrslit þar.“ Ísland á erfiðan leik gegn Portúgal í fyrstu umferð HM.Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images „Síðan tekur við erfiður milliriðill og í átta liða úrslitum mætir Ísland líklega Danmörku eða Króatíu, kannski Egyptalandi. Þannig það verður erfitt fyrir Ísland að komast þangað, en íslenska liðið á auðvitað möguleika á að komast í undanúrslit. Það er möguleiki,“ sagði Rasmus að lokum. Rasmus rifjaði einnig upp þegar Danmörk tapaði gegn Frökkum á seinasta stórmóti og skítkastið sem hann og aðrir Danir fengu frá Íslendingum í kjölfarið á því. Þáttinn í heild sinni má heyra hér fyrir neðan, en umræðan um möguleika íslenska landsliðsins hefst eftir rúmar 32 mínútur.
HM 2023 í handbolta Handkastið Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira