Liður í góðum viðskiptaháttum að hafa rúman skilafrest Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. desember 2022 12:59 Breki Karlsson formaður Neytendasamtakanna segir að aukning sé á fyrirspurnum um skilafresti verslana. Mikil aukning er á fyrirspurnum til Neytendasamtakanna vegna of naums skilafrest á vörum. Formaður samtakanna segir að þrátt fyrir að engin eiginleg lög nái yfir skilafrest þá sé það liður í góðum viðskiptaháttum að gefa viðskiptavinum sínum rúman frest til að skila vörum sem þeir hafa ekki not fyrir. Þær verslanir sem komi vel fram við viðskiptavini séu bæði langlífar og dafni jafnan betur. Í dag er fyrsti opnunardagur verslana eftir jól og því líklegt að margir geri sér ferð til að skila jólagjöfum sem þeir hafa ekki not fyrir, það er að segja ef fólk á annað borð treystir sér út í vetrarríkið sem úti er. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að mikil aukning hafi verið á fyrirspurnum til samtakanna því skilafrestur hjá nokkrum verslunum sé aðeins fram að áramótum og því hætt við að fólk brenni inni með vörurnar. „Þótt það gildi engin lög um skilarétt á ógallaðri vöru þá er það nú samt þannig að til verklagsreglur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 þar sem lagt er til að verslanir veiti fólki tækifæri til að skila vöru sem það getur ekki notað. Ef skyrtan sem þú fékkst í jólagjöf er einu númeri of stór, eða þér líkar ekki sokkarnir eða þvíumlíkt þá eru verklagsreglurnar þannig að fólk á að hafa 14 daga til að skila þeim en í raun og veru eru engin lög sem um þetta gilda beint og verslunum því í sjálfsvald sett og margar verslanir sem hafa mun rýmri skilarétt og er það vel.“ Breki bendir á að of naumur skilafrestur, með tilheyrandi óþægindum fyrir viðskiptavini, sé slæmur fyrir verslunina sjálfa til lengri tíma litið. „Þær verslanir sem gera vel við viðskiptavini sína þær eru nú þær sem lifa lengur og dafna betur því þetta er náttúrulega þjónusta sem verslanir eru að veita sínum viðskiptavinum og flestar ef ekki allar verslanir vilja viðskiptavinum sínum vel. Þetta er bara liður í góðum viðskiptaháttum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að hafa samband ef það lendir í vandræðum með skilavörur. „Við stöndum vaktina nú sem endranær.“ Neytendur Jól Verslun Tengdar fréttir Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda ekki verið fleiri það sem af er ári Sífellt fleiri leita til umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda. Metfjöldi fólks sótti um aðstoð hjá embættinu í síðasta mánuði. Formaður Neytendasamtakanna segir aukin yfirdráttarlán mælikvarða á stöðu heimilanna. 10. nóvember 2022 14:00 Yfirdráttarlán heimilanna að aukast Samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands eru bæði innlán og yfirdráttarlán heimilanna að aukast. 10. nóvember 2022 06:36 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Í dag er fyrsti opnunardagur verslana eftir jól og því líklegt að margir geri sér ferð til að skila jólagjöfum sem þeir hafa ekki not fyrir, það er að segja ef fólk á annað borð treystir sér út í vetrarríkið sem úti er. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að mikil aukning hafi verið á fyrirspurnum til samtakanna því skilafrestur hjá nokkrum verslunum sé aðeins fram að áramótum og því hætt við að fólk brenni inni með vörurnar. „Þótt það gildi engin lög um skilarétt á ógallaðri vöru þá er það nú samt þannig að til verklagsreglur sem viðskiptaráðuneytið gaf út árið 2000 þar sem lagt er til að verslanir veiti fólki tækifæri til að skila vöru sem það getur ekki notað. Ef skyrtan sem þú fékkst í jólagjöf er einu númeri of stór, eða þér líkar ekki sokkarnir eða þvíumlíkt þá eru verklagsreglurnar þannig að fólk á að hafa 14 daga til að skila þeim en í raun og veru eru engin lög sem um þetta gilda beint og verslunum því í sjálfsvald sett og margar verslanir sem hafa mun rýmri skilarétt og er það vel.“ Breki bendir á að of naumur skilafrestur, með tilheyrandi óþægindum fyrir viðskiptavini, sé slæmur fyrir verslunina sjálfa til lengri tíma litið. „Þær verslanir sem gera vel við viðskiptavini sína þær eru nú þær sem lifa lengur og dafna betur því þetta er náttúrulega þjónusta sem verslanir eru að veita sínum viðskiptavinum og flestar ef ekki allar verslanir vilja viðskiptavinum sínum vel. Þetta er bara liður í góðum viðskiptaháttum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna sem hvetur fólk til að hafa samband ef það lendir í vandræðum með skilavörur. „Við stöndum vaktina nú sem endranær.“
Neytendur Jól Verslun Tengdar fréttir Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda ekki verið fleiri það sem af er ári Sífellt fleiri leita til umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda. Metfjöldi fólks sótti um aðstoð hjá embættinu í síðasta mánuði. Formaður Neytendasamtakanna segir aukin yfirdráttarlán mælikvarða á stöðu heimilanna. 10. nóvember 2022 14:00 Yfirdráttarlán heimilanna að aukast Samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands eru bæði innlán og yfirdráttarlán heimilanna að aukast. 10. nóvember 2022 06:36 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Umsóknir um aðstoð vegna fjárhagsvanda ekki verið fleiri það sem af er ári Sífellt fleiri leita til umboðsmanns skuldara vegna fjárhagsvanda. Metfjöldi fólks sótti um aðstoð hjá embættinu í síðasta mánuði. Formaður Neytendasamtakanna segir aukin yfirdráttarlán mælikvarða á stöðu heimilanna. 10. nóvember 2022 14:00
Yfirdráttarlán heimilanna að aukast Samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands eru bæði innlán og yfirdráttarlán heimilanna að aukast. 10. nóvember 2022 06:36