Skál fyrir þér Bjarni Natan Kolbeinsson skrifar 28. desember 2022 07:01 Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu. Það er hárrétt hjá Bjarna að áfengi sé of dýrt á Íslandi. Ef við berum okkar saman við EES-ríkin þá er Finnland eina ríkið þar sem áfengisverð er hærra. Áfengisverðið á Íslandi,samkvæmt Eurostat frá 2021, er meira en helmingi dýrara en meðalverðið í ESB ríkjunum. Áfengisverð ræðst að mestu leyti að sköttum og gjöldum hins opinbera. Því hefur Bjarni verið í fullkominni stöðu til að bregðast við þessu háa áfengisverði, sem hann er svo ósáttur við, enda hefur hann verið höfundur hvers einasta fjárlagafrumvarps sem samþykkt hefur verið á Alþingi síðan 2013. Bjarni hefur því haft nægan tíma til að leiðrétta þetta háa áfengisverð sem hann er svo ósáttur við og gert verðin samkeppnishæf fyrir ferðaþjónustuna. Þegar Bjarni settist í stól fjármálaráðherra árið 2013 var áfengisgjaldið 95,53.kr á hvern sentilítra af vínanda. Núna, 9 árum síðar, mun það eftir áramót hækka í 142,15 kr. Það er hækkun uppá 48,8% frá því Bjarni varð fjármálaráðherra. Gjörðir Bjarna í þessum málum fara ekki alveg saman við þann pirring sem hann fann fyrir árið 2019 á Nordica, þegar hann keypti dýra bjórinn sem rataði í Fréttablaðið. Vissulega eru mörg rök notuð til að verja þetta háa áfengisverð sem við búum við og eru það þá fyrst og fremst lýðheilsusjónarmið sem þarna ráða för. Þessi lýðheilsusjónarmið eiga samt almennt ekki upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum miða við landsfundarályktanir þeirra og því furðulegt ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur það stjórna ákvörðunartöku sinni. Gæti það verið að Bjarna finnist auðvelt að hækka áfengisgjaldið þar sem alltaf er hægt að bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og því ekki erfitt fyrir Bjarna að láta gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Síðustu ár hafa verið veitingahúsum og börum erfið. Lokanir vegna Covid hafa sett strik í reikningin hjá þessum fyrirtækjum. Það væri því í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins sem vill vera flokkur fyrirtækjareksturs að sleppa því að hækka gjaldið á meðan fyrirtækin eru enn að ná sér eftir tvö erfið ár. Bjarni sér það ekki sem forgangsmál og því lifum við með að sjá en eina hækkuninna á áfengisgjaldinu núna eftir áramót. Svo Bjarni skál fyrir þér og þínu háa áfengisgjaldi. Áramótaóskin mín er að einn daginn látir þú gjörðir fylgja orðum en kvartar ekki bara yfir hlutum sem að þú sjálfur ert í kjöraðstæðum til að breyta. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Áfengi og tóbak Skattar og tollar Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Í september 2019 var Bjarni Ben staddur á Nordica að panta sér bjór. Þessi bjór varð til þess að frétt birtist í Fréttablaðinu þar sem Bjarni tjáir sig um það að honum finnst áfengisverð á Íslandi of hátt. Hann segir að ferðaþjónustan þurfi að vera samkeppnishæf þegar kemur að verðlagningu. Það er hárrétt hjá Bjarna að áfengi sé of dýrt á Íslandi. Ef við berum okkar saman við EES-ríkin þá er Finnland eina ríkið þar sem áfengisverð er hærra. Áfengisverðið á Íslandi,samkvæmt Eurostat frá 2021, er meira en helmingi dýrara en meðalverðið í ESB ríkjunum. Áfengisverð ræðst að mestu leyti að sköttum og gjöldum hins opinbera. Því hefur Bjarni verið í fullkominni stöðu til að bregðast við þessu háa áfengisverði, sem hann er svo ósáttur við, enda hefur hann verið höfundur hvers einasta fjárlagafrumvarps sem samþykkt hefur verið á Alþingi síðan 2013. Bjarni hefur því haft nægan tíma til að leiðrétta þetta háa áfengisverð sem hann er svo ósáttur við og gert verðin samkeppnishæf fyrir ferðaþjónustuna. Þegar Bjarni settist í stól fjármálaráðherra árið 2013 var áfengisgjaldið 95,53.kr á hvern sentilítra af vínanda. Núna, 9 árum síðar, mun það eftir áramót hækka í 142,15 kr. Það er hækkun uppá 48,8% frá því Bjarni varð fjármálaráðherra. Gjörðir Bjarna í þessum málum fara ekki alveg saman við þann pirring sem hann fann fyrir árið 2019 á Nordica, þegar hann keypti dýra bjórinn sem rataði í Fréttablaðið. Vissulega eru mörg rök notuð til að verja þetta háa áfengisverð sem við búum við og eru það þá fyrst og fremst lýðheilsusjónarmið sem þarna ráða för. Þessi lýðheilsusjónarmið eiga samt almennt ekki upp á pallborðið hjá Sjálfstæðisflokknum miða við landsfundarályktanir þeirra og því furðulegt ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur það stjórna ákvörðunartöku sinni. Gæti það verið að Bjarna finnist auðvelt að hækka áfengisgjaldið þar sem alltaf er hægt að bera fyrir sig lýðheilsusjónarmið og því ekki erfitt fyrir Bjarna að láta gagnrýni sem vind um eyru þjóta. Síðustu ár hafa verið veitingahúsum og börum erfið. Lokanir vegna Covid hafa sett strik í reikningin hjá þessum fyrirtækjum. Það væri því í anda stefnu Sjálfstæðisflokksins sem vill vera flokkur fyrirtækjareksturs að sleppa því að hækka gjaldið á meðan fyrirtækin eru enn að ná sér eftir tvö erfið ár. Bjarni sér það ekki sem forgangsmál og því lifum við með að sjá en eina hækkuninna á áfengisgjaldinu núna eftir áramót. Svo Bjarni skál fyrir þér og þínu háa áfengisgjaldi. Áramótaóskin mín er að einn daginn látir þú gjörðir fylgja orðum en kvartar ekki bara yfir hlutum sem að þú sjálfur ert í kjöraðstæðum til að breyta. Höfundur er ritari Uppreisnar - Ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar