Aukið sjálfræði starfsfólks verður áberandi í áherslum vinnustaða 2023 Rakel Sveinsdóttir skrifar 30. desember 2022 07:01 Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóra Þekkingarmiðlunar, velti fyrir sér hvort fyrsta ráðningin á Leiðtoga vellíðanar verði árið 2023 en erlendis eru vinnustaðir í auknum mæli að ráða til sín í starfið Chief Well-being Officer. Við báðum Ingrid um að gefa okkur innblástur fyrir árið 2023 og nefna þau atriði sem hún telur að verði áberandi í áherslum vinnustaða. Vísir/Vilhelm „Ég tel að aukið sjálfræði starfsfólks um hvar það vinnur og hvenær það vinnur verði áberandi í áherslum vinnustaða árið 2023. Þessi þróun hófst í heimsfaraldrinum og mun halda áfram. Auk þess sé ég fyrir mér aukna áhersla á fjölbreytileika og vellíðan,“ segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar. Ingrid, sem er með meistaragráðu í hagnýtri sálfræði, segir vinnustaði hafa breyst í grundvallaratriðum sem og væntingar á milli vinnuveitenda og starfsmanna. „Allt frá því hvar vinnan er unnin, hvernig leiðtogar þróa og hlúa að menningu vinnustaðarins, hvernig velgengni fyrirtækja er skilgreind og hvernig skilvirkni starfsmanna er mæld.“ Við báðum Ingrid um að fara yfir þau atriði sem hún telur að verði áberandi í áherslum vinnustaða árið 2023. Fyrsti leiðtogi vellíðanar ráðinn á nýju ári? Ingrid segir Covid hafa kennt okkur mörg ný vinnubrögð og að við séum enn að aðlaga okkur eftir þann tíma sem við fórum í gegnum þegar heimsfaraldurinn vofði yfir og allir sættu takmörkunum. Til dæmis lærðum við annað form af einbeitingu þegar flestir störfuðu heiman frá og lærðum einnig að samþætta betur starf og einkalíf. ,,Það duttu allir úr takti og það hefur reynst töluverð áskorun fyrir vinnustaði að auka aftur félagslega virkni eftir að takmörkunum á félagslegum samskiptum var aflétt. Starfsmenn hafa sumir sýnt tregðu við að mæta á félagslegar samkomur og frekar viljað vera heima en að blandast. Þetta hefur haft áhrif á starfsandann á vinnustöðum,“ nefnir Ingrid sem dæmi um áskoranir sem vinnustaðir eru enn að takast á við í kjölfar heimsfaraldurs. Til viðbótar við ofangreint nefnir Ingrid einnig fjögur atriði til viðbótar sem áberandi áherslur á nýju ári. Þessi fjögur atriði eru: Fjarvinnan fest í sessi Það er ljóst að kórónuveirufaraldurinn hefur valdið straumhvörfum. Fjölmargir vinnustaðir líta nú á fjarvinnu sem raunhæfan valkost og hafa gert fjarvinnusamninga við starfsfólk sitt sem fela í sér að ákveðnum hlutfalli vinnutímans sé varið í fjarvinnu. Ýmis samskiptatól og tækinýjungar styðja við þessa vegferð. Nýlegar kannanir Gallup hér heima sýna að áhugi fólks á fjarvinnu er mikill en fólk kýs þó almennt fjarvinnu í bland við viðveru á vinnustað. Meirihluti þeirra sem hafa áhuga á að vinna áfram fjarvinnu sjá fyrir sér að vera í fjarvinnu tvo daga vikunnar. Fjarvinnan virðist því vera komin til að vera. Að mörgu er að hyggja þegar fjarvinna er innleidd. Hún innifelur breytingu á hugarfari og menningu vinnustaðarins þar sem áherslan er á árangur en ekki einblínt á viðveru. Mikilvægur grundvöllur fjarvinnu er gagnkvæmt traust milli stjórnenda og starfsmanna. Þeir þurfa sameiginlega að finna taktinn svo að vinnan gangi eins vel og kostur er. Skýrt samkomulag þarf að vera milli þeirra varðandi markmið, mælikvarða og árangur svo þeir séu með sömu forsendur til að meta gæði vinnunnar og geti tryggt að vinna fjarvinnustarfsmanna sé samanburðarhæf við vinnu þeirra sem eru á vinnustaðnum. Einnig er mikilvægt að hlúa að félagslega þættinum þegar starfsmenn vinna fjarvinnu. Fyrir marga eru samskiptin við samstarfsmenn einn mikilvægasti þáttur vinnunnar og þessum félagsþörfum starfsmanna er uppfyllt á vinnustað þegar þeir spjalla við vinnufélagana á kaffistofunni eða yfir hádegismatnum. Í fjarvinnu er mun meiri áskorun að halda góðu sambandi við vinnustaðinn og vinnufélagana og fólki er hættara við að einangrast félagslega. Að hátta fjarvinnu þannig að þörfum fyrirtækisins og starfsmannsins sé mætt verður áfram áskorun á nýju ári. Áframhaldandi vinnutímastytting Í kjarasamningum sem gerðir voru á árunum 2019 og 2020 var ákvæði um vinnutímastyttingu og tók hún gildi 1. janúar 2021 hjá dagvinnufólki og 1. maí 2021 hjá fólki í vaktavinnu. Þó að útfærslan bjóði upp á ýmsar áskoranir, er ljóst að vinnutímastyttingin er komin til að vera. Í mörgum löndum hafa farið fram tilraunir með fjögurra daga vinnuviku, þar á meðal í Englandi, Belgíu og Svíþjóð, og á næsta ári munu fleiri lönd bætast í hópinn, eins og t.d. Bandaríkin, Skotland, Írland, Kanada og Nýja Sjáland. Í kjarasamningaviðræðunum í ár fór VR fram með kröfu um fjögurra daga vinnuviku. Að fækka heildarfjölda vinnustunda hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu og auðveldar samþættingu starfs og einkalífs. Það sem vinnustaðir þurfa m.a. að huga að þegar vinnutímastyttingin er fest í sessi er skipulag vinnunnar og flæði verkefna, verkferlar og starfshættir, samræmi í vinnubrögðum, verkefnadreifing, samskiptaleiðir, félagslegi þátturinn, vinnustaðamenningin og betri nýting vinnutíma, m.a. með hjálp tækninýjunga. Aukinn fjölbreytileiki Vinnustaðurinn 2023 verður líklega fjölbreyttur og fjölmenningarlegur. Fjölbreytileiki varðar m.a. kyn og kynhneigð, kynþátt, aldur, þjóðerni, menningu og tungumál, menntun og stétt, viðhorf, lífssýn og gildi, trúarbrögð, stjórnmálaskoðanir, lífs- og starfsreynslu, þekkingu og færni, styrkleika, fötlun, persónuleika. Um þessar mundir er lítið atvinnuleysi sem þýðir að fyrirtæki þurfa að horfa út fyrir kassann við ráðningar og höfða til breiðari hóps umsækjenda. Auk þess eru íbúar af erlendu bergi orðnir tæplega 17% hér á landi og búast má við að hlutfall þeirra mun aukast á næstu árum. Fjölbreytileiki snýst ekki um að ráða fjölbreytt úrval starfsfólks heldur um að tryggja jafna þátttöku þess. Rætt er um inngildingu (e. inclusion) þegar stuðningur, virðing og samvinna er hluti af menningunni og ýtt er undir þátttöku og framlag allra starfsmanna. Áskoranir inngildingar geta m.a. verið samskipta- og tungumálaörðugleikar, menningarlegar hindranir og mismunun, fordómar og staðalmyndir. Það verður áskorun árið 2023 fyrir vinnustaði hvernig eigi að nýta alla þessa fjölbreyttu hæfileika. Aukin áhersla á vellíðan Vegna heimsfaraldursins fengu margir rými til að líta inn á við, endurmeta líf sitt og skoða áhrif starfs síns á andlega heilsu og líðan. Margir fundu fyrir löngun til að upplifa meiri lífsfyllingu í lífi og starfi, hlúa að sjálfum sér og finna vinnu- og lífshætti sem þjóna þeim betur. Líklega mun þessi hugarfarsbreyting marka þáttaskil fyrir framtíð vinnunnar. Hún sendir vinnuveitendum skýr skilaboð. Ef vinnustaðir vilja halda í samkeppnishæfustu starfsmennina munu þeir þurfa að breyta menningu sinni í þágu sveigjanleika og samþættingar starfs og einkalífs. Vinnustaður sem reiðir sig á útkeyrðum og útbrunnum starfsmönnum er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Vellíðan skiptir máli. Erlendis hafa fyrirtæki í auknum mæli ráðið til sín sérstakan leiðtoga vellíðanar (e. Chief Well-being Officer). Hans helsta verkefni er að bera ábyrgð á líkamlegri og andlegri vellíðan starfsmanna. Hver veit nema hér á landi verði ráðinn fyrsti leiðtogi vellíðanar á nýju ári? Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Heilsa Geðheilbrigði Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 Að æfa þakklæti í vinnunni getur margborgað sig Rannsóknir til fjölda ára hafa sýnt mjög sterkt samband á milli þess að vera þakklát fyrir það sem við eigum og höfum og hamingju. Skiptir þá engu máli hvar eða hver við erum. Að lifa í þakklæti hefur hreinlega mjög jákvæð áhrif á það hvernig okkur líður. 25. nóvember 2022 07:01 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Ingrid, sem er með meistaragráðu í hagnýtri sálfræði, segir vinnustaði hafa breyst í grundvallaratriðum sem og væntingar á milli vinnuveitenda og starfsmanna. „Allt frá því hvar vinnan er unnin, hvernig leiðtogar þróa og hlúa að menningu vinnustaðarins, hvernig velgengni fyrirtækja er skilgreind og hvernig skilvirkni starfsmanna er mæld.“ Við báðum Ingrid um að fara yfir þau atriði sem hún telur að verði áberandi í áherslum vinnustaða árið 2023. Fyrsti leiðtogi vellíðanar ráðinn á nýju ári? Ingrid segir Covid hafa kennt okkur mörg ný vinnubrögð og að við séum enn að aðlaga okkur eftir þann tíma sem við fórum í gegnum þegar heimsfaraldurinn vofði yfir og allir sættu takmörkunum. Til dæmis lærðum við annað form af einbeitingu þegar flestir störfuðu heiman frá og lærðum einnig að samþætta betur starf og einkalíf. ,,Það duttu allir úr takti og það hefur reynst töluverð áskorun fyrir vinnustaði að auka aftur félagslega virkni eftir að takmörkunum á félagslegum samskiptum var aflétt. Starfsmenn hafa sumir sýnt tregðu við að mæta á félagslegar samkomur og frekar viljað vera heima en að blandast. Þetta hefur haft áhrif á starfsandann á vinnustöðum,“ nefnir Ingrid sem dæmi um áskoranir sem vinnustaðir eru enn að takast á við í kjölfar heimsfaraldurs. Til viðbótar við ofangreint nefnir Ingrid einnig fjögur atriði til viðbótar sem áberandi áherslur á nýju ári. Þessi fjögur atriði eru: Fjarvinnan fest í sessi Það er ljóst að kórónuveirufaraldurinn hefur valdið straumhvörfum. Fjölmargir vinnustaðir líta nú á fjarvinnu sem raunhæfan valkost og hafa gert fjarvinnusamninga við starfsfólk sitt sem fela í sér að ákveðnum hlutfalli vinnutímans sé varið í fjarvinnu. Ýmis samskiptatól og tækinýjungar styðja við þessa vegferð. Nýlegar kannanir Gallup hér heima sýna að áhugi fólks á fjarvinnu er mikill en fólk kýs þó almennt fjarvinnu í bland við viðveru á vinnustað. Meirihluti þeirra sem hafa áhuga á að vinna áfram fjarvinnu sjá fyrir sér að vera í fjarvinnu tvo daga vikunnar. Fjarvinnan virðist því vera komin til að vera. Að mörgu er að hyggja þegar fjarvinna er innleidd. Hún innifelur breytingu á hugarfari og menningu vinnustaðarins þar sem áherslan er á árangur en ekki einblínt á viðveru. Mikilvægur grundvöllur fjarvinnu er gagnkvæmt traust milli stjórnenda og starfsmanna. Þeir þurfa sameiginlega að finna taktinn svo að vinnan gangi eins vel og kostur er. Skýrt samkomulag þarf að vera milli þeirra varðandi markmið, mælikvarða og árangur svo þeir séu með sömu forsendur til að meta gæði vinnunnar og geti tryggt að vinna fjarvinnustarfsmanna sé samanburðarhæf við vinnu þeirra sem eru á vinnustaðnum. Einnig er mikilvægt að hlúa að félagslega þættinum þegar starfsmenn vinna fjarvinnu. Fyrir marga eru samskiptin við samstarfsmenn einn mikilvægasti þáttur vinnunnar og þessum félagsþörfum starfsmanna er uppfyllt á vinnustað þegar þeir spjalla við vinnufélagana á kaffistofunni eða yfir hádegismatnum. Í fjarvinnu er mun meiri áskorun að halda góðu sambandi við vinnustaðinn og vinnufélagana og fólki er hættara við að einangrast félagslega. Að hátta fjarvinnu þannig að þörfum fyrirtækisins og starfsmannsins sé mætt verður áfram áskorun á nýju ári. Áframhaldandi vinnutímastytting Í kjarasamningum sem gerðir voru á árunum 2019 og 2020 var ákvæði um vinnutímastyttingu og tók hún gildi 1. janúar 2021 hjá dagvinnufólki og 1. maí 2021 hjá fólki í vaktavinnu. Þó að útfærslan bjóði upp á ýmsar áskoranir, er ljóst að vinnutímastyttingin er komin til að vera. Í mörgum löndum hafa farið fram tilraunir með fjögurra daga vinnuviku, þar á meðal í Englandi, Belgíu og Svíþjóð, og á næsta ári munu fleiri lönd bætast í hópinn, eins og t.d. Bandaríkin, Skotland, Írland, Kanada og Nýja Sjáland. Í kjarasamningaviðræðunum í ár fór VR fram með kröfu um fjögurra daga vinnuviku. Að fækka heildarfjölda vinnustunda hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu og auðveldar samþættingu starfs og einkalífs. Það sem vinnustaðir þurfa m.a. að huga að þegar vinnutímastyttingin er fest í sessi er skipulag vinnunnar og flæði verkefna, verkferlar og starfshættir, samræmi í vinnubrögðum, verkefnadreifing, samskiptaleiðir, félagslegi þátturinn, vinnustaðamenningin og betri nýting vinnutíma, m.a. með hjálp tækninýjunga. Aukinn fjölbreytileiki Vinnustaðurinn 2023 verður líklega fjölbreyttur og fjölmenningarlegur. Fjölbreytileiki varðar m.a. kyn og kynhneigð, kynþátt, aldur, þjóðerni, menningu og tungumál, menntun og stétt, viðhorf, lífssýn og gildi, trúarbrögð, stjórnmálaskoðanir, lífs- og starfsreynslu, þekkingu og færni, styrkleika, fötlun, persónuleika. Um þessar mundir er lítið atvinnuleysi sem þýðir að fyrirtæki þurfa að horfa út fyrir kassann við ráðningar og höfða til breiðari hóps umsækjenda. Auk þess eru íbúar af erlendu bergi orðnir tæplega 17% hér á landi og búast má við að hlutfall þeirra mun aukast á næstu árum. Fjölbreytileiki snýst ekki um að ráða fjölbreytt úrval starfsfólks heldur um að tryggja jafna þátttöku þess. Rætt er um inngildingu (e. inclusion) þegar stuðningur, virðing og samvinna er hluti af menningunni og ýtt er undir þátttöku og framlag allra starfsmanna. Áskoranir inngildingar geta m.a. verið samskipta- og tungumálaörðugleikar, menningarlegar hindranir og mismunun, fordómar og staðalmyndir. Það verður áskorun árið 2023 fyrir vinnustaði hvernig eigi að nýta alla þessa fjölbreyttu hæfileika. Aukin áhersla á vellíðan Vegna heimsfaraldursins fengu margir rými til að líta inn á við, endurmeta líf sitt og skoða áhrif starfs síns á andlega heilsu og líðan. Margir fundu fyrir löngun til að upplifa meiri lífsfyllingu í lífi og starfi, hlúa að sjálfum sér og finna vinnu- og lífshætti sem þjóna þeim betur. Líklega mun þessi hugarfarsbreyting marka þáttaskil fyrir framtíð vinnunnar. Hún sendir vinnuveitendum skýr skilaboð. Ef vinnustaðir vilja halda í samkeppnishæfustu starfsmennina munu þeir þurfa að breyta menningu sinni í þágu sveigjanleika og samþættingar starfs og einkalífs. Vinnustaður sem reiðir sig á útkeyrðum og útbrunnum starfsmönnum er ekki sjálfbær til lengri tíma litið. Vellíðan skiptir máli. Erlendis hafa fyrirtæki í auknum mæli ráðið til sín sérstakan leiðtoga vellíðanar (e. Chief Well-being Officer). Hans helsta verkefni er að bera ábyrgð á líkamlegri og andlegri vellíðan starfsmanna. Hver veit nema hér á landi verði ráðinn fyrsti leiðtogi vellíðanar á nýju ári?
Vinnustaðamenning Vinnustaðurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Heilsa Geðheilbrigði Góðu ráðin Mannauðsmál Tengdar fréttir Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01 Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01 Að æfa þakklæti í vinnunni getur margborgað sig Rannsóknir til fjölda ára hafa sýnt mjög sterkt samband á milli þess að vera þakklát fyrir það sem við eigum og höfum og hamingju. Skiptir þá engu máli hvar eða hver við erum. Að lifa í þakklæti hefur hreinlega mjög jákvæð áhrif á það hvernig okkur líður. 25. nóvember 2022 07:01 Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00 Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Z kynslóðin er allt öðruvísi en eldri kynslóðir og mun breyta öllu „Við þurfum alltaf að taka samtalið. Við þurfum alltaf að passa að vera í samráði við unga fólkið því að þau munu breyta öllu. Z kynslóðin, sem nú er 10 til 27 ára, er kynslóð sem er allt öðruvísi en kynslóðin sem er ríkjandi stjórnendahópur í dag,“ segir Anna Steinsen einn eigandi KVAN. 15. desember 2022 07:01
Fjórar kynslóðir á sömu vinnustöðum: Mikilvægt að þjálfa næstu kynslóð leiðtoga „Eitt af því sem stendur upp úr í íslensku atvinnulífi í augnablikinu er að í fyrsta skipti erum við með fjórar ólíkar kynslóðir að vinna saman. Þetta eru þá kynslóðirnar sem eru Z kynslóðin, aldamótakynslóðin, X kynslóðin og sú sem er að jafnaði kölluð Baby boomers kynslóðin,“ segir Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey. 14. desember 2022 07:01
Að æfa þakklæti í vinnunni getur margborgað sig Rannsóknir til fjölda ára hafa sýnt mjög sterkt samband á milli þess að vera þakklát fyrir það sem við eigum og höfum og hamingju. Skiptir þá engu máli hvar eða hver við erum. Að lifa í þakklæti hefur hreinlega mjög jákvæð áhrif á það hvernig okkur líður. 25. nóvember 2022 07:01
Kulnun eftir Covid áberandi hjá 18-24 ára og sölu- og markaðsfólki „Það sem gerir niðurstöðurnar fyrir 18 til 24 ára sláandi er hversu mikil breyting er á milli ára. Kulnun hjá þessum aldurshópi mælist 6 til 7% fyrir og í Covid en eykst hratt og mælist 17% eftir Covid. Sú starfsgrein þar sem kulnun mælist líka mjög há er til dæmis hjá sölu- og markaðsfólki,“ segir Trausti Heiðar Haraldsson framkvæmdastjóri Prósent. 12. október 2022 07:00
Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00