Sigrar og sorg í sportinu á árinu Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2022 10:00 Það skiptist á skin og skúrum í sportinu líkt og á öðrum sviðum. Vísir/Samsett Stórir sigrar, sorg og spilling er á meðal þess sem bregður fyrir í mest lesnu fréttum íþróttavefs Vísis á árinu. Árið 2022 er að renna á enda og því er við hæfi að rifja upp hvað hefur staðið upp úr á árinu sem fer senn að líða. Hér að neðan má sjá vinsælustu íþróttafréttir Vísis á árinu. Barátta Brynjars og brjálaðs föður Hörð viðbrögð föður leikmanns í 1. deild kvenna við þjálfara liðs leikmannsins vakti töluverða athygli. Óvænt hetja Svía á EM Hanna Edwinsson græjaði það að kærasti hennar Lucas Pellas kæmist á EM með því að ferðast næturlangt með vegabréfið hans. Infantino og vinskapur við Katara Vakin var athygli á spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins í aðdraganda HM í Katar. Aðdragandi mótsins í Katar var rakinn frá árinu 2010 í annarri grein sem var á meðal þeirra vinsælli á vefnum í ár. Andlát Maríu Guðmundsdóttur Toney Fréttir tengdar Maríu Guðmundsdóttur Toney vöktu athygli á árinu. Hún greindi frá óútskýrðum veikindum sínum í bloggfærslu í byrjun árs. Hún hafði þá farið á sjúkrahús um jólin síðustu María lést af veikindum sínum í haust, 29 ára gömul. Björn hættur vegna veikinda og fær nýra frá móður sinni Björn Kristjánsson, leikmaður KR í körfubolta, neyddist til að leggja skóna á hilluna sökum veikinda. Móðir hans gefur honum nýra. Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Það vakti athygli í upphafi árs þegar kvennalið Þróttar í fótbolta fékk engin verðlaun afhent sem Reykjavíkurmeistarar. Titrarar í skákinni Meint nýting skákmanna á titrurum til að svindla í keppni fór framhjá fáum. Ótrúlegt afrek Strákanna okkar Stórsigur vængbrotins liðs Íslands á Frökkum á EM í janúar fór hátt, enda um fáheyrt afrek að ræða. Íslendingar vildu drekka í sig sigurinn á Frökkum þar sem fjölmargir lykilmenn voru fjarverandi vegna Covid-smita. „Þetta var ekkert dónalegt“ Uppsögn Árna Eggerts Harðarsonar frá Haukum og KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða á leikmenn vakti mikla athygli. Danskir drullusokkar Þegar bölvaðir Danirnir spiluðu varaliðinu gegn Frökkum svo Ísland náði ekki í undanúrslit á EM. Gunnar Nelson í stuði Gunnar Nelson sneri aftur í hringinn snemma árs og gerði það með stæl. Sleikur við þjálfarann og miðfingur á sambandið Ítalska skautakonan Arianna Fontana vann Ólympíugull sem hún fagnaði með rembingskossi og almennum rembingi við ítalska skautasambandið. Alvarleg höfuðmeiðsl í NFL Alvarleg meiðsli Tua Tagovailoa, sem fékk heilahristing tvisvar á innan við viku, vöktu töluverða athygli. „Þið tókuð af okkur HM“ HM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fór endanlega með tapi í Portúgal í október. Dómarar leiksins fengu kaldar kveðjur. Kættust yfir Karabatic Íslensingar kættust yfir vonbrigðum Nikola Karabatic sem hefur leikið íslenska liðið grátt í gegnum tíðina. Messi í skikkjunni Þriðja HM-fréttin á listanum. Sú skikkja. Ísland kvaddi EM Íslenska kvennalandsliðið kvaddi Evrópumótið vonsvikið í sumar. Óli Stef stoltur af syninum Ólafur Stefánsson lýsti yfir stolti sínu af framgangi sonar hans á handboltavellinum í viðtali við Stöð 2. Stjarnan sem valdi Kína fram yfir Bandaríkin Verðlaunaskíðakonan og fyrirsætan Eileen Gu þénar vel á sínu en er óvinsæl í heimalandinu. Efnilegur drengur fær ekki að spila Umræða um Tryggva Garðar Jónsson, leikmann karlaliðs Vals í handbolta, í hlaðvarpinu Handkastinu vakti afar mikla athygli. Barist við matarfíkn Lára Kristín Pedersen varð Íslandsmeistari með Val í sumar en hún vakti athygli þegar hún opnaði sig um baráttu sína við matarfíkn. Fréttir ársins 2022 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Árið 2022 er að renna á enda og því er við hæfi að rifja upp hvað hefur staðið upp úr á árinu sem fer senn að líða. Hér að neðan má sjá vinsælustu íþróttafréttir Vísis á árinu. Barátta Brynjars og brjálaðs föður Hörð viðbrögð föður leikmanns í 1. deild kvenna við þjálfara liðs leikmannsins vakti töluverða athygli. Óvænt hetja Svía á EM Hanna Edwinsson græjaði það að kærasti hennar Lucas Pellas kæmist á EM með því að ferðast næturlangt með vegabréfið hans. Infantino og vinskapur við Katara Vakin var athygli á spillingu innan Alþjóðaknattspyrnusambandsins í aðdraganda HM í Katar. Aðdragandi mótsins í Katar var rakinn frá árinu 2010 í annarri grein sem var á meðal þeirra vinsælli á vefnum í ár. Andlát Maríu Guðmundsdóttur Toney Fréttir tengdar Maríu Guðmundsdóttur Toney vöktu athygli á árinu. Hún greindi frá óútskýrðum veikindum sínum í bloggfærslu í byrjun árs. Hún hafði þá farið á sjúkrahús um jólin síðustu María lést af veikindum sínum í haust, 29 ára gömul. Björn hættur vegna veikinda og fær nýra frá móður sinni Björn Kristjánsson, leikmaður KR í körfubolta, neyddist til að leggja skóna á hilluna sökum veikinda. Móðir hans gefur honum nýra. Enginn mætti til að afhenda stelpunum í Þrótti verðlaunin Það vakti athygli í upphafi árs þegar kvennalið Þróttar í fótbolta fékk engin verðlaun afhent sem Reykjavíkurmeistarar. Titrarar í skákinni Meint nýting skákmanna á titrurum til að svindla í keppni fór framhjá fáum. Ótrúlegt afrek Strákanna okkar Stórsigur vængbrotins liðs Íslands á Frökkum á EM í janúar fór hátt, enda um fáheyrt afrek að ræða. Íslendingar vildu drekka í sig sigurinn á Frökkum þar sem fjölmargir lykilmenn voru fjarverandi vegna Covid-smita. „Þetta var ekkert dónalegt“ Uppsögn Árna Eggerts Harðarsonar frá Haukum og KKÍ vegna óviðeigandi skilaboða á leikmenn vakti mikla athygli. Danskir drullusokkar Þegar bölvaðir Danirnir spiluðu varaliðinu gegn Frökkum svo Ísland náði ekki í undanúrslit á EM. Gunnar Nelson í stuði Gunnar Nelson sneri aftur í hringinn snemma árs og gerði það með stæl. Sleikur við þjálfarann og miðfingur á sambandið Ítalska skautakonan Arianna Fontana vann Ólympíugull sem hún fagnaði með rembingskossi og almennum rembingi við ítalska skautasambandið. Alvarleg höfuðmeiðsl í NFL Alvarleg meiðsli Tua Tagovailoa, sem fékk heilahristing tvisvar á innan við viku, vöktu töluverða athygli. „Þið tókuð af okkur HM“ HM-draumur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fór endanlega með tapi í Portúgal í október. Dómarar leiksins fengu kaldar kveðjur. Kættust yfir Karabatic Íslensingar kættust yfir vonbrigðum Nikola Karabatic sem hefur leikið íslenska liðið grátt í gegnum tíðina. Messi í skikkjunni Þriðja HM-fréttin á listanum. Sú skikkja. Ísland kvaddi EM Íslenska kvennalandsliðið kvaddi Evrópumótið vonsvikið í sumar. Óli Stef stoltur af syninum Ólafur Stefánsson lýsti yfir stolti sínu af framgangi sonar hans á handboltavellinum í viðtali við Stöð 2. Stjarnan sem valdi Kína fram yfir Bandaríkin Verðlaunaskíðakonan og fyrirsætan Eileen Gu þénar vel á sínu en er óvinsæl í heimalandinu. Efnilegur drengur fær ekki að spila Umræða um Tryggva Garðar Jónsson, leikmann karlaliðs Vals í handbolta, í hlaðvarpinu Handkastinu vakti afar mikla athygli. Barist við matarfíkn Lára Kristín Pedersen varð Íslandsmeistari með Val í sumar en hún vakti athygli þegar hún opnaði sig um baráttu sína við matarfíkn.
Fréttir ársins 2022 Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira