Rússar hæfðu fæðingardeild í Kherson í stórskotaliðsárás Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2022 14:48 Ráðhúsið í Kherson er á meðal þeirra bygginga sem eru nú rústir einar eftir árásir Rússa. Getty/Ihor Pedchenko Almennir borgarar í Kherson í Úkraínu flýja nú heimili sín unnvörpum en árásir Rússa á borgina hafa færst í vöxt síðustu tvo sólarhringana. Rússar hafa skotið að minnsta kosti þrjátíu og þremur eldflaugum á borgina og segja sérfræðingar ljóst að baráttan um borgina hafi stigmagnast síðustu klukkustundirnar eftir að Rússar sendu fleiri skriðdreka og brynvarin ökutæki á vígstöðvarnar að því er fram kemur á Guardian. Rússar hæfðu fæðingardeild sjúkrahúss í Kherson í einni af stórskotaliðsárásunum en engan sakaði þó því yfirvöldum hafði tekist að koma bæði starfsfólki og sjúklingum í skjól í tæka tíð. Giving birth under shelling. #russian terrorists shelled maternity hospital in #Kherson. One of the babies there was born right before the attack. #StandWithUkraine pic.twitter.com/X2AF0re9oA— Emine Dzheppar (@EmineDzheppar) December 27, 2022 Emine Dzheppar aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu hefur deilt myndum af rústum fæðingardeildarinnar. Hún segir að barn hefði fæðst á deildinni rétt fyrir árásina. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC hafa fjögur hundruð flúið Kherson frá því á jóladag, 25. desember. Þessi úkraínski drengur er á meðal þeirra fjögur hundruð Úkraínumanna sem hafa þurt að flýja Kherson á síðustu dögum. Hér er hann á lestarstöð að bíða eftir móður sinni.Getty/Artur Widak Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýjar tölur um þá almennu borgara sem talið er að hafi látið lífið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúarmánuði. Staðfest dauðsföll eru 6,884, þar á meðal eru 429 börn. Þó er tekið skýrt fram að raunverulega talan sé töluvert hærri, enda hafi gengið illa að afla upplýsinga frá svæðum sem Rússar ráða yfir. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38 Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36 Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Rússar hafa skotið að minnsta kosti þrjátíu og þremur eldflaugum á borgina og segja sérfræðingar ljóst að baráttan um borgina hafi stigmagnast síðustu klukkustundirnar eftir að Rússar sendu fleiri skriðdreka og brynvarin ökutæki á vígstöðvarnar að því er fram kemur á Guardian. Rússar hæfðu fæðingardeild sjúkrahúss í Kherson í einni af stórskotaliðsárásunum en engan sakaði þó því yfirvöldum hafði tekist að koma bæði starfsfólki og sjúklingum í skjól í tæka tíð. Giving birth under shelling. #russian terrorists shelled maternity hospital in #Kherson. One of the babies there was born right before the attack. #StandWithUkraine pic.twitter.com/X2AF0re9oA— Emine Dzheppar (@EmineDzheppar) December 27, 2022 Emine Dzheppar aðstoðarutanríkisráðherra Úkraínu hefur deilt myndum af rústum fæðingardeildarinnar. Hún segir að barn hefði fæðst á deildinni rétt fyrir árásina. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu BBC hafa fjögur hundruð flúið Kherson frá því á jóladag, 25. desember. Þessi úkraínski drengur er á meðal þeirra fjögur hundruð Úkraínumanna sem hafa þurt að flýja Kherson á síðustu dögum. Hér er hann á lestarstöð að bíða eftir móður sinni.Getty/Artur Widak Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út nýjar tölur um þá almennu borgara sem talið er að hafi látið lífið síðan Rússar réðust inn í Úkraínu í febrúarmánuði. Staðfest dauðsföll eru 6,884, þar á meðal eru 429 börn. Þó er tekið skýrt fram að raunverulega talan sé töluvert hærri, enda hafi gengið illa að afla upplýsinga frá svæðum sem Rússar ráða yfir.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38 Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36 Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi greiða fyrir varðveislu sæðis hermanna Rússneska ríkisfréttastofan Tass greindi frá því í dag að heilbrigðirsráðuneytið hefði samþykkt að fjármagna áætlun sem mun gera rússneskum hermönnum kleift að láta frysta úr sér sæði, áður en þeir halda á vígsstöðvarnar í Úkraínu. 28. desember 2022 07:38
Selenskí segir átökin í Donbas „erfið og sársaukafull“ Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir átökin sem nú standa yfir í Donbas „erfið og sársaukafull“. Ástandið á framlínunni; í Bakhmut, Kreminna og víðar, krefðist styrks og einbeitingar, þar sem Rússar beittu öllum kröftum í að sækja fram. 27. desember 2022 07:36
Úkraínumenn fikri sig nær endurheimt lykilborga í Luhansk Margt bendir til þess að Úkraínumenn séu nú að fikra sig nær því að endurheimta Kreminna, lykilborg í Luhansk héraði, sem gæti opnað möguleika á frekari sókn. Harðir bardagar halda áfram bæði í austur- og suðurhluta Úkraínu. 27. desember 2022 18:11