„Þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 28. desember 2022 21:31 Kristjana Eir var ekki sátt að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Það voru skýr skilaboð sem Kristjana Jónsdóttir hafði fyrir sínar konur eftir tap í kvöld gegn Keflavík 107-78. Þær þurfa einfaldlega að drullast til að fara að spila vörn. Sóknarleikur Fjölnis var nefnilega alls ekki galinn á köflum þrátt fyrir stífa pressu Keflvíkinga allan leikinn. „Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Keflavíkingar séu ekki sáttar við að fá á sig 78 stig, en að sama skapi er ég ekki sátt við að fá á mig 107 stig. Mér fannst við gera ágætlega sóknarlega þegar við gerðum það sem við lögðum upp með til að brjóta pressuna. Þá vorum við að fá „lay up“ en við bara erum ekki að ná stoppunum og það er að há okkur akkúrat núna.“ Það hlýtur að vera lýjandi að spila gegn jafn ákafri vörn og Keflvíkingar bera á borð en það sást á köflum að Fjölniskonur voru búnar að undirbúa sig vel gegn pressunni og leystu hana vel með þolinmæði. Svo var eins og þolinmæðin kláraðist og leikmenn fóru að reyna að leysa pressuna uppá eigin spýtur, sem endaði oftar en ekki með töpuðum bolta, en alls þvinguðu Keflvíkingar fram 25 tapaða bolta í kvöld, en voru þó aðeins með 15 stolna. „Ég hef svolítið mikið talað um að ef við vitum hvað virkar, þá þurfum við ekki að finna út hvað virkar ekki. Ég hefði verið rosa til í, fyrst við vissum hvað var að virka að við hefðum bara haldið því áfram þó það þýddi að sami leikmaðurinn væri að skora öll stigin okkar. Luka Dončić skoraði 60 stig í nótt, það má alveg einhver leikmaður taka yfir.“ Kristjana er þarna sennilega að vísa í að Urté Slavickaite hefði mátt fá boltann oftar í hendurnar en hún var stigahæst Fjölniskvenna með 24 stig, úr aðeins 12 skotum utan af velli með 58% nýtingu. En þrátt fyrir drjúgt framlag frá Urté, þá munaði klárlega um fjarveru Taylor Jones í kvöld þegar á reyndi. „Taylor er náttúrulega rosalega góð bæði í að splitta tvídekkunum og hindrunum og öllu þessu og það hefði munað um það að hafa hana til að sprengja upp aðeins inn á milli þegar við vorum ekki að láta boltann ganga. Þannig að já, það vantaði klárlega sprengjuna okkar í sókninni.“ Kristjana sagði að hún væri orðin ansi leið á að mæta í viðtöl til að tala um tapleiki, en hvað þurfa Fjölniskonur að gera til að breyta því svo að þessi viðtöl verði loks á léttari nótunum? „Við þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn. Við þurfum að hætta að fá á okkur 20 og eitthvað stig í hverjum leikhluta og þá held ég að við förum að ná í góð úrslit, því við erum alveg að skora slatta í hverjum leik.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira
„Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Keflavíkingar séu ekki sáttar við að fá á sig 78 stig, en að sama skapi er ég ekki sátt við að fá á mig 107 stig. Mér fannst við gera ágætlega sóknarlega þegar við gerðum það sem við lögðum upp með til að brjóta pressuna. Þá vorum við að fá „lay up“ en við bara erum ekki að ná stoppunum og það er að há okkur akkúrat núna.“ Það hlýtur að vera lýjandi að spila gegn jafn ákafri vörn og Keflvíkingar bera á borð en það sást á köflum að Fjölniskonur voru búnar að undirbúa sig vel gegn pressunni og leystu hana vel með þolinmæði. Svo var eins og þolinmæðin kláraðist og leikmenn fóru að reyna að leysa pressuna uppá eigin spýtur, sem endaði oftar en ekki með töpuðum bolta, en alls þvinguðu Keflvíkingar fram 25 tapaða bolta í kvöld, en voru þó aðeins með 15 stolna. „Ég hef svolítið mikið talað um að ef við vitum hvað virkar, þá þurfum við ekki að finna út hvað virkar ekki. Ég hefði verið rosa til í, fyrst við vissum hvað var að virka að við hefðum bara haldið því áfram þó það þýddi að sami leikmaðurinn væri að skora öll stigin okkar. Luka Dončić skoraði 60 stig í nótt, það má alveg einhver leikmaður taka yfir.“ Kristjana er þarna sennilega að vísa í að Urté Slavickaite hefði mátt fá boltann oftar í hendurnar en hún var stigahæst Fjölniskvenna með 24 stig, úr aðeins 12 skotum utan af velli með 58% nýtingu. En þrátt fyrir drjúgt framlag frá Urté, þá munaði klárlega um fjarveru Taylor Jones í kvöld þegar á reyndi. „Taylor er náttúrulega rosalega góð bæði í að splitta tvídekkunum og hindrunum og öllu þessu og það hefði munað um það að hafa hana til að sprengja upp aðeins inn á milli þegar við vorum ekki að láta boltann ganga. Þannig að já, það vantaði klárlega sprengjuna okkar í sókninni.“ Kristjana sagði að hún væri orðin ansi leið á að mæta í viðtöl til að tala um tapleiki, en hvað þurfa Fjölniskonur að gera til að breyta því svo að þessi viðtöl verði loks á léttari nótunum? „Við þurfum bara að fara að drullast til að spila vörn. Við þurfum að hætta að fá á okkur 20 og eitthvað stig í hverjum leikhluta og þá held ég að við förum að ná í góð úrslit, því við erum alveg að skora slatta í hverjum leik.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Fjölnir Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira
Leik lokið: Keflavík-Fjölnir 107-78 | Öruggt hjá toppliðinu Það var óvenju rólegt kvöld í Blue höllinni í kvöld þar sem Fjölniskonur sóttu Keflavík heim. Stúkan nánast tóm þar til rétt fyrir leik, en rættist þó aðeins úr þegar leið á kvöldið. Mögulega voru áhorfendur enn að melta jólasteikina, því á köflum mátti heyra saumnál detta í húsinu. Leikurinn var svo sem aldrei sérstaklega spennandi svo að stemmingin á pöllunum kannski einfaldlega í takt við það. Lokatölur 107-78 Keflavík í vil. 28. desember 2022 20:00