Leggja til úrbætur á mótvægisaðgerðum vegna Teigsskógar Sigurður Orri Kristjánsson og Kjartan Kjartansson skrifa 29. desember 2022 11:36 Byrjað var að ryðja Teigsskóg við Þorskafjörð undir vegaframkvæmdir í sumar. Lengi hafði verið deilt um leiðarvalið. Vísir/Arnar Fastanefnd Bernarsamningsins svokallaða vill að íslensk stjórnvöld bæti áætlanir um mótvægisaðgerðir vegna umhverfisáhrifa vegaframkvæmda í Teigsskógi. Framkvæmdastjóri Landverndar segir vinnubrögð stjórnvalda ekki hafa verið fagleg. Ísland gerðist aðili að Bernarsamningnum árið 1993 en samningurinn fjallar um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í Evrópu og hvernig megi finna leiðir til þess að vernda bæði dýrategundir innan álfunar sem og vistkerfin sem þau þrífast í. Deilt hefur verið um leiðarval við endurnýjun Vestfjarðar um tveggja áratuga skeið. Á endanum var leið um Teigsskóg við Þorskafjörð valin og var byrjað að ryðja skóginn undir veginn í sumar. Landvernd og Fuglavernd kvörtuðu undan framkvæmdinni til fastanefndarinnar árið 2017 en fulltrúar hennar skoðuðu málið fyrr en nú í haust. Niðurstaða úttektarinnar var meðal annars að þó að gripið hafi verið til ýmis konar mótvægisaðgerða vegna framkvæmdanna, þar á meðal vegna forminja og gróðurs, þá lægi hvorki ítarleg áætlun um þær fyrir né áhættumat eða varaáætlun. Það hafi verið meiriháttar áhætta að hefja framkvæmdirnar í sumar án þess að slíkar áætlanir væru til staðar, sérstaklega þar sem mat hafi ekki verið lagt á verndunarstöðu dýrategunda og búsvæða við Breiðafjörð. Tækifæri fyrir stjórnvöld til að gera betur Fastanefndin beindi tilmælum til úrbóta í níu liðum til íslenskra stjórnvalda á grundvelli úttektarinnar í byrjun þessa mánaðar. Tilmælin snúast flest um að stjórnvöld taki mótvægisaðgerðir og vöktun fastari tökum að höfðu samráði við alla hagsmunaaðila. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stjórnvöld eiga að fara að tilmælum samningsins. Þau séu tækifæri fyrir stjórnvöld, sérstaklega Vegagerðina og umhverfisráðuneytið, að gera hlutina betur. Þau hafi ekki haft fagleg vinnubrögð, langtímahugsjón eða hagsmuni náttúrunnar að leiðarljósi. „Það eru þarna tilmæli sem sýna að náttúra Íslands hefur ekki verið stórt atriði við ákvarðanatöku um veglagningu á Íslandi og þarna er Bernarsamningurinn að leggja til leiðir til þess að bæta úr því. Þannig að við lendum ekki í því aftur að það taki sautján ár að leggja ákveðinn veg og það snúist einfaldlega bara eins og okkur virðist um einhverja þrjósku að það verði að fara ákveðna leið en leiðir sem hafa minni áhrif á umhverfið eru ekki upp á borðinu,“ segir hún. Auk mótvægisaðgerðanna í Teigsskógi beindi fastanefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að styrkja vernd Breiðafjarðarsvæðisins jafnvel þó að það verði ekki fyrir beinum áhrifum af vegaframkvæmdunum, þar á meðal með því að efla lög um friðun fjarðarins frá árinu 1995. „Þetta er núna friðað með sérlögum en Bernarsamningurinn beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau efli þá friðun mjög mikið,“ segir Auður. Teigsskógur Umhverfismál Reykhólahreppur Vegagerð Skipulag Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Sjá meira
Ísland gerðist aðili að Bernarsamningnum árið 1993 en samningurinn fjallar um verndun líffræðilegrar fjölbreytni í Evrópu og hvernig megi finna leiðir til þess að vernda bæði dýrategundir innan álfunar sem og vistkerfin sem þau þrífast í. Deilt hefur verið um leiðarval við endurnýjun Vestfjarðar um tveggja áratuga skeið. Á endanum var leið um Teigsskóg við Þorskafjörð valin og var byrjað að ryðja skóginn undir veginn í sumar. Landvernd og Fuglavernd kvörtuðu undan framkvæmdinni til fastanefndarinnar árið 2017 en fulltrúar hennar skoðuðu málið fyrr en nú í haust. Niðurstaða úttektarinnar var meðal annars að þó að gripið hafi verið til ýmis konar mótvægisaðgerða vegna framkvæmdanna, þar á meðal vegna forminja og gróðurs, þá lægi hvorki ítarleg áætlun um þær fyrir né áhættumat eða varaáætlun. Það hafi verið meiriháttar áhætta að hefja framkvæmdirnar í sumar án þess að slíkar áætlanir væru til staðar, sérstaklega þar sem mat hafi ekki verið lagt á verndunarstöðu dýrategunda og búsvæða við Breiðafjörð. Tækifæri fyrir stjórnvöld til að gera betur Fastanefndin beindi tilmælum til úrbóta í níu liðum til íslenskra stjórnvalda á grundvelli úttektarinnar í byrjun þessa mánaðar. Tilmælin snúast flest um að stjórnvöld taki mótvægisaðgerðir og vöktun fastari tökum að höfðu samráði við alla hagsmunaaðila. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, segir stjórnvöld eiga að fara að tilmælum samningsins. Þau séu tækifæri fyrir stjórnvöld, sérstaklega Vegagerðina og umhverfisráðuneytið, að gera hlutina betur. Þau hafi ekki haft fagleg vinnubrögð, langtímahugsjón eða hagsmuni náttúrunnar að leiðarljósi. „Það eru þarna tilmæli sem sýna að náttúra Íslands hefur ekki verið stórt atriði við ákvarðanatöku um veglagningu á Íslandi og þarna er Bernarsamningurinn að leggja til leiðir til þess að bæta úr því. Þannig að við lendum ekki í því aftur að það taki sautján ár að leggja ákveðinn veg og það snúist einfaldlega bara eins og okkur virðist um einhverja þrjósku að það verði að fara ákveðna leið en leiðir sem hafa minni áhrif á umhverfið eru ekki upp á borðinu,“ segir hún. Auk mótvægisaðgerðanna í Teigsskógi beindi fastanefndin þeim tilmælum til stjórnvalda að styrkja vernd Breiðafjarðarsvæðisins jafnvel þó að það verði ekki fyrir beinum áhrifum af vegaframkvæmdunum, þar á meðal með því að efla lög um friðun fjarðarins frá árinu 1995. „Þetta er núna friðað með sérlögum en Bernarsamningurinn beinir þeim tilmælum til íslenskra stjórnvalda að þau efli þá friðun mjög mikið,“ segir Auður.
Teigsskógur Umhverfismál Reykhólahreppur Vegagerð Skipulag Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“